Skrifum undir Valgerður Sigurðardóttir skrifar 18. febrúar 2020 16:30 Meirihlutinn í Reykjavík hefur núna veitt leyfi fyrir því að byggja í Elliðaárdalnum. Gríðarleg óánægja er með þessa ákvörðun og hefur verið hrundið af stað undirskriftasöfnun til þess að skora á meirihlutann í Reykjavíkurborg að verða af þessum hugmyndum. Ég vill hvetja ykkur öll til að skrifa undir. Mikilvægt er að skrifa undir fyrir 28. febrúar. Þessar kosningar gefa okkur tækifæri til að segja okkar skoðun á uppbyggingu á grænu svæði í borgarlandinu. Við ættum síðan að spyrja okkur hvort að það sé hlutverk þeirra sem stjórna núna að taka jafn afdrifaríka og óafturkræfa ákvörðun. Fyrir mitt leiti þá segi ég nei og hef tekið þátt í undirskriftasöfnuninni. Ég vil að börnin mín hafi aðgang að svæði inni í miðri borg þar sem þau geta komist í ósnortna náttúru líkt og ég hef fengið. Mun þetta kosta skattgreiðendur eitthvað? Til þess að byggja á þessu svæði í Elliðaárdalnum þá þarf að ráðast í kostnaðarsamar framkvæmdir. Það þarf að breyta lögnum og sá kostnaður mun leggjast á skattgreiðendur Reykjavíkurborgar. Þetta er kostnaður upp á um 500 til 800 milljónir sem við Reykvískir skattgreiðendur munum greiða til þess að byggt verði í Elliðaárdalnum. Kostnaðartölurnar eru mismunandi eftir því hvað skýrsla er lesin. Hvað segir reykjavík.is Það er áhugavert að skoða á vefsíðu Reykjavíkurborgar reykjavik.is/stadir/ellidaardalur þær upplýsingar sem þar eru um Elliðaárdalinn. Allt er satt og rétt sem kemur þar fram og því er það óskiljanlegt að meirihlutinn í Reykjavík vilji hrófla við dalnum. Þar er sagt „Elliðaárdalurinn er eitt stærsta græna svæðið innan þéttbýliskjarna Reykjavíkur. Dalurinn einkennist af fjölbreyttu umhverfi, landslagi og gróðurfari en þungamiðjan eru Elliðaárnar sem dalurinn er kenndur við. Jarðfræði Elliðaárdals er fjölbreytt enda um stórt svæði að ræða. Berggrunnur Elliðaárdals einkennist af grágrýti sem á rætur að rekja til eldsumbrota á hlýskeiðum síðustu ísaldar. Víða má finna setlög frá lokum ísaldar, einkum strandseti frá tímum hærri sjávarstöðu. Neðarlega í dalnum má sjá stóra strandhjalla. Leitahraun er 4.500 ára gamalt hraun sem mótar mjög landslag Elliðaárdals. Þá hafa Elliðaárnar rofið hraunið og fellur í fallegum fossum um miðjan og neðanverðan dalinn. Hátt í 320 tegundir háplantna hafa fundist í dalnum. Fuglalíf í Elliðaárdal er afar fjölbreytt og fá svæði í Reykjavík búa yfir jafn miklum fjölda fuglategunda en alls hafa um 25 tegundir verpt í dalnum. Elliðaárnar eru laxveiðiá og mikilvæg hrygningarstöð fyrir íslenska laxinn“. Við þurfum græn svæði Það er fátt mikilvægara í borgum en græn svæði, þau veita okkur íbúunum ómælda gleði og lífsfyllingu. Ég vil að komandi kynslóðir geti áfram notið þess sem Elliðaárdalurinn hefur upp á að bjóða og því er mikilvægt að við stöndum saman og skrifum undir. Það er barist víða fyrir því að vernda græn svæði og þessi barátta er mjög mikilvæg og með öllu óskiljanlegt að þurfa að standa í því að verja svæði líkt og Elliðaárdal fyrir ágangi meirihlutans í Reykjavík. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skipulag Valgerður Sigurðardóttir Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Meirihlutinn í Reykjavík hefur núna veitt leyfi fyrir því að byggja í Elliðaárdalnum. Gríðarleg óánægja er með þessa ákvörðun og hefur verið hrundið af stað undirskriftasöfnun til þess að skora á meirihlutann í Reykjavíkurborg að verða af þessum hugmyndum. Ég vill hvetja ykkur öll til að skrifa undir. Mikilvægt er að skrifa undir fyrir 28. febrúar. Þessar kosningar gefa okkur tækifæri til að segja okkar skoðun á uppbyggingu á grænu svæði í borgarlandinu. Við ættum síðan að spyrja okkur hvort að það sé hlutverk þeirra sem stjórna núna að taka jafn afdrifaríka og óafturkræfa ákvörðun. Fyrir mitt leiti þá segi ég nei og hef tekið þátt í undirskriftasöfnuninni. Ég vil að börnin mín hafi aðgang að svæði inni í miðri borg þar sem þau geta komist í ósnortna náttúru líkt og ég hef fengið. Mun þetta kosta skattgreiðendur eitthvað? Til þess að byggja á þessu svæði í Elliðaárdalnum þá þarf að ráðast í kostnaðarsamar framkvæmdir. Það þarf að breyta lögnum og sá kostnaður mun leggjast á skattgreiðendur Reykjavíkurborgar. Þetta er kostnaður upp á um 500 til 800 milljónir sem við Reykvískir skattgreiðendur munum greiða til þess að byggt verði í Elliðaárdalnum. Kostnaðartölurnar eru mismunandi eftir því hvað skýrsla er lesin. Hvað segir reykjavík.is Það er áhugavert að skoða á vefsíðu Reykjavíkurborgar reykjavik.is/stadir/ellidaardalur þær upplýsingar sem þar eru um Elliðaárdalinn. Allt er satt og rétt sem kemur þar fram og því er það óskiljanlegt að meirihlutinn í Reykjavík vilji hrófla við dalnum. Þar er sagt „Elliðaárdalurinn er eitt stærsta græna svæðið innan þéttbýliskjarna Reykjavíkur. Dalurinn einkennist af fjölbreyttu umhverfi, landslagi og gróðurfari en þungamiðjan eru Elliðaárnar sem dalurinn er kenndur við. Jarðfræði Elliðaárdals er fjölbreytt enda um stórt svæði að ræða. Berggrunnur Elliðaárdals einkennist af grágrýti sem á rætur að rekja til eldsumbrota á hlýskeiðum síðustu ísaldar. Víða má finna setlög frá lokum ísaldar, einkum strandseti frá tímum hærri sjávarstöðu. Neðarlega í dalnum má sjá stóra strandhjalla. Leitahraun er 4.500 ára gamalt hraun sem mótar mjög landslag Elliðaárdals. Þá hafa Elliðaárnar rofið hraunið og fellur í fallegum fossum um miðjan og neðanverðan dalinn. Hátt í 320 tegundir háplantna hafa fundist í dalnum. Fuglalíf í Elliðaárdal er afar fjölbreytt og fá svæði í Reykjavík búa yfir jafn miklum fjölda fuglategunda en alls hafa um 25 tegundir verpt í dalnum. Elliðaárnar eru laxveiðiá og mikilvæg hrygningarstöð fyrir íslenska laxinn“. Við þurfum græn svæði Það er fátt mikilvægara í borgum en græn svæði, þau veita okkur íbúunum ómælda gleði og lífsfyllingu. Ég vil að komandi kynslóðir geti áfram notið þess sem Elliðaárdalurinn hefur upp á að bjóða og því er mikilvægt að við stöndum saman og skrifum undir. Það er barist víða fyrir því að vernda græn svæði og þessi barátta er mjög mikilvæg og með öllu óskiljanlegt að þurfa að standa í því að verja svæði líkt og Elliðaárdal fyrir ágangi meirihlutans í Reykjavík. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun