„Hvað er sannarlega skandinavískt? Ekkert“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. febrúar 2020 08:09 Skjáskot úr umdeildu auglýsingunni. Norræna flugfélagið SAS hefur tekið nýlega auglýsingu sína úr birtingu eftir að auglýsingin var harðlega gagnrýnd, sérstaklega af sænskum og dönskum stjórnmálamönnum sem koma úr flokkum sem tala fyrir þjóðernishyggju og harðari innflytjendastefnu. „Hvað er sannarlega skandinavískt? Ekkert. Allt er eftirlíking.“ Á þessum orðum hefst auglýsingin sem síðan fer yfir ýmislegt sem ekki á uppruna sinn á Norðurlöndum heldur hefur verið upp þar í gegnum árin og aldirnar. Er lýðræðið til dæmis nefnt til sögunnar og Grikkjum þakkað fyrir það, Svisslendingum þakkað fyrir fæðingarorlofið, þýska uppfinningin reiðhjól, rúgbrauðið sem er upphaflega frá Tyrklandi og síðast en ekki síst lakkrísinn sem kemur frá Kína. „Við tökum allt sem okkur finnst frábært á ferðalögum okkar til útlanda, aðlögum það eilítið, og þá er það eitthvað einstakt og skandinavískt,“ segir í auglýsingunni. „Þvílíkt bull og sjálfshatur. Ég hef alltaf reynt að fljúga með SAS en aldrei aftur. Ég lofa því,“ skrifaði Richard Jomshof, ritari Svíþjóðardemókrata, á Facebook-síðu sína. „Ég hef alltaf flogið mikið með SAS en ég myndi gera það aftur með óbragð í munni því þeir skyrptu svona á okkur,“ sagði Soeren Espersen, talsmaður Danska þjóðarflokksins í utanríkismálum í viðtal við danska dagblaðið Ekstra Bladet. SAS telur að fyrirtækið hafi orðið fyrir skipulagðri árás á internetinu vegna auglýsingarinnar. Auglýsingin sýni hvernig ferðalög séu einstaklingum og samfélögum innblástur. Flugfélagið hafi ákveðið að taka auglýsinguna úr birtingu þar sem það vilji ekki bjóða upp á vettvang þar sem fólk geti deilt skoðunum sem SAS sé ósammála. Auglýsinga- og markaðsmál Danmörk Fréttir af flugi Noregur Svíþjóð Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Norræna flugfélagið SAS hefur tekið nýlega auglýsingu sína úr birtingu eftir að auglýsingin var harðlega gagnrýnd, sérstaklega af sænskum og dönskum stjórnmálamönnum sem koma úr flokkum sem tala fyrir þjóðernishyggju og harðari innflytjendastefnu. „Hvað er sannarlega skandinavískt? Ekkert. Allt er eftirlíking.“ Á þessum orðum hefst auglýsingin sem síðan fer yfir ýmislegt sem ekki á uppruna sinn á Norðurlöndum heldur hefur verið upp þar í gegnum árin og aldirnar. Er lýðræðið til dæmis nefnt til sögunnar og Grikkjum þakkað fyrir það, Svisslendingum þakkað fyrir fæðingarorlofið, þýska uppfinningin reiðhjól, rúgbrauðið sem er upphaflega frá Tyrklandi og síðast en ekki síst lakkrísinn sem kemur frá Kína. „Við tökum allt sem okkur finnst frábært á ferðalögum okkar til útlanda, aðlögum það eilítið, og þá er það eitthvað einstakt og skandinavískt,“ segir í auglýsingunni. „Þvílíkt bull og sjálfshatur. Ég hef alltaf reynt að fljúga með SAS en aldrei aftur. Ég lofa því,“ skrifaði Richard Jomshof, ritari Svíþjóðardemókrata, á Facebook-síðu sína. „Ég hef alltaf flogið mikið með SAS en ég myndi gera það aftur með óbragð í munni því þeir skyrptu svona á okkur,“ sagði Soeren Espersen, talsmaður Danska þjóðarflokksins í utanríkismálum í viðtal við danska dagblaðið Ekstra Bladet. SAS telur að fyrirtækið hafi orðið fyrir skipulagðri árás á internetinu vegna auglýsingarinnar. Auglýsingin sýni hvernig ferðalög séu einstaklingum og samfélögum innblástur. Flugfélagið hafi ákveðið að taka auglýsinguna úr birtingu þar sem það vilji ekki bjóða upp á vettvang þar sem fólk geti deilt skoðunum sem SAS sé ósammála.
Auglýsinga- og markaðsmál Danmörk Fréttir af flugi Noregur Svíþjóð Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira