Gaf Ólympíusafninu handrit sem hann keypti á meira en milljarð íslenskra króna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2020 19:45 Alisher Usmanov og Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, með handritið. Mynd/Twitter/IOC Rússneski milljarðamæringurinn AlisherUsmanov kom í dag færandi hendi með mjög rausnarlega gjöf á Ólympíusafnið í Lausanne í Sviss. Það vissu fáir af því að það hefði verið AlisherUsmanov sem rétt fyrir jól keypti Stefnuyfirlýsingu nútíma Ólympíuleikanna frá árinu 1892. „Ég trúi því að Ólympíusafnið sé besti staðurinn til að hýsa þetta ómetanlega handrit,“ sagði AlisherUsmanov. Hann er kannski þekktastur fyrir að átti 30 prósent í Arsenal til ársins 2018. Handritið seldist fyrir 6,8 milljónir punda á uppboði rétt fyrir jól en það jafngildir meira en 1,1 milljarði íslenskra króna. Það vissi enginn hver hafði keypt það fyrr en í dag. Útboðið á handritinu tók um tíu mínútur og á meðan hækkaði verðið frá einni milljón Bandaríkjadala upp í 8,8 milljónir dala. Usmanov had bought the 14-page document penned by IOC founder Pierre de Coubertin, advocating the resurrection of the ancient Greek Games, for a record $8.8 million at auction in New York in December. #Olympicshttps://t.co/xtdltVAiFv— Firstpost Sports (@FirstpostSports) February 10, 2020 Engar menjar eða munir tengdir íþróttasögunni hafa selst fyrir meiri pening í sögunni. Handrit þetta telur alls fjórtán síður og það var handskrifað af stofnanda nútíma Ólympíuleikanna, Frakkanum PierredeCoubertin.PierredeCoubertin endurvakti Ólympíuleikanna seint á nítjándu öld en fyrstu nútíma sumarólympíuleikarnir voru haldnir árið 1896 í Aþenu. Í stefnuyfirlýsingunni skrifar hann um að byggja nútíma Ólympíuleikana á Ólympíuleikunum fornu sem haldnir voru í Grikklandi í fornöld. Pierre de Coubertin’s historic founding text finds its home at The @OlympicMuseum in Lausanne The donor is revealed as Alisher Usmanov, President of the International Fencing Federation @FIE_fencing. pic.twitter.com/lpyxPqGSbU— IOC MEDIA (@iocmedia) February 10, 2020 „Við urðum vitni af sögulegum atburði í dag. Í fyrsta lagi sjáum við þetta sögulega plagg, handritið af ræðunni sem lagði grunninn að stofnun Ólympíuhreyfingarinnar og í öðru lagi verðum við vitni af því þegar þetta handrit kemur aftur heim og þangað sem það á heima,“ sagði Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar. Handritið bætti metið yfir dýrustu íþróttamynjar sögunnar en það átti áður treyja sem hafnabolta súperstjarnan Babe Ruth klæddist og seldist á sínum tíma á 5.64 milljónir Bandaríkjadala. Ólympíuleikar Rússland Sviss Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira
Rússneski milljarðamæringurinn AlisherUsmanov kom í dag færandi hendi með mjög rausnarlega gjöf á Ólympíusafnið í Lausanne í Sviss. Það vissu fáir af því að það hefði verið AlisherUsmanov sem rétt fyrir jól keypti Stefnuyfirlýsingu nútíma Ólympíuleikanna frá árinu 1892. „Ég trúi því að Ólympíusafnið sé besti staðurinn til að hýsa þetta ómetanlega handrit,“ sagði AlisherUsmanov. Hann er kannski þekktastur fyrir að átti 30 prósent í Arsenal til ársins 2018. Handritið seldist fyrir 6,8 milljónir punda á uppboði rétt fyrir jól en það jafngildir meira en 1,1 milljarði íslenskra króna. Það vissi enginn hver hafði keypt það fyrr en í dag. Útboðið á handritinu tók um tíu mínútur og á meðan hækkaði verðið frá einni milljón Bandaríkjadala upp í 8,8 milljónir dala. Usmanov had bought the 14-page document penned by IOC founder Pierre de Coubertin, advocating the resurrection of the ancient Greek Games, for a record $8.8 million at auction in New York in December. #Olympicshttps://t.co/xtdltVAiFv— Firstpost Sports (@FirstpostSports) February 10, 2020 Engar menjar eða munir tengdir íþróttasögunni hafa selst fyrir meiri pening í sögunni. Handrit þetta telur alls fjórtán síður og það var handskrifað af stofnanda nútíma Ólympíuleikanna, Frakkanum PierredeCoubertin.PierredeCoubertin endurvakti Ólympíuleikanna seint á nítjándu öld en fyrstu nútíma sumarólympíuleikarnir voru haldnir árið 1896 í Aþenu. Í stefnuyfirlýsingunni skrifar hann um að byggja nútíma Ólympíuleikana á Ólympíuleikunum fornu sem haldnir voru í Grikklandi í fornöld. Pierre de Coubertin’s historic founding text finds its home at The @OlympicMuseum in Lausanne The donor is revealed as Alisher Usmanov, President of the International Fencing Federation @FIE_fencing. pic.twitter.com/lpyxPqGSbU— IOC MEDIA (@iocmedia) February 10, 2020 „Við urðum vitni af sögulegum atburði í dag. Í fyrsta lagi sjáum við þetta sögulega plagg, handritið af ræðunni sem lagði grunninn að stofnun Ólympíuhreyfingarinnar og í öðru lagi verðum við vitni af því þegar þetta handrit kemur aftur heim og þangað sem það á heima,“ sagði Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar. Handritið bætti metið yfir dýrustu íþróttamynjar sögunnar en það átti áður treyja sem hafnabolta súperstjarnan Babe Ruth klæddist og seldist á sínum tíma á 5.64 milljónir Bandaríkjadala.
Ólympíuleikar Rússland Sviss Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira