Dustin Johnson vann Northern Trust mótið á næstlægsta skori í sögunni Ísak Hallmundarson skrifar 24. ágúst 2020 07:00 Johnson með verðlaunagripinn. getty/Rob Carr Dustin Johnson lék ótrúlegt golf og rúllaði upp Northern Trust mótinu sem fór fram um helgina. Á mótinu sem er hluti af PGA var Johnson samanlagt á 30 höggum undir pari, eða 254 höggum á 72 holum. Lægsta skor á 72 holu PGA-móti er 253. Það met setti Justin Thomas árið 2017 en þá var hann 27 höggum undir pari þar sem völlurinn var par 70. Flest högg undir pari í sögunni á PGA-móti eru 31 högg undir pari, en þeim árangri náði Ernie Els árið 2003. Johnson var langefstur og endaði með ellefu högga forskot á Harris English sem lék á 19 höggum undir pari. Daniel Berger var í þriðja sæti á 18 höggum undir pari. Tiger Woods spilaði vel á lokahringnum í gær þegar hann lék á 66 höggum, fimm höggum undir pari. Hann lék samtals á sex höggum undir pari í mótinu og endaði í 58. sæti. Rory McIlroy náði sér ekki á strik í mótinu og endaði á tveimur höggum undir pari samtals í 65. sæti. DJ's good is REALLY good. He's won by margins of 5, 6, 8 and now ... 11.Dominant. 😳🏆 pic.twitter.com/TpNAo1EaAn— PGA TOUR (@PGATOUR) August 24, 2020 Golf Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Dustin Johnson lék ótrúlegt golf og rúllaði upp Northern Trust mótinu sem fór fram um helgina. Á mótinu sem er hluti af PGA var Johnson samanlagt á 30 höggum undir pari, eða 254 höggum á 72 holum. Lægsta skor á 72 holu PGA-móti er 253. Það met setti Justin Thomas árið 2017 en þá var hann 27 höggum undir pari þar sem völlurinn var par 70. Flest högg undir pari í sögunni á PGA-móti eru 31 högg undir pari, en þeim árangri náði Ernie Els árið 2003. Johnson var langefstur og endaði með ellefu högga forskot á Harris English sem lék á 19 höggum undir pari. Daniel Berger var í þriðja sæti á 18 höggum undir pari. Tiger Woods spilaði vel á lokahringnum í gær þegar hann lék á 66 höggum, fimm höggum undir pari. Hann lék samtals á sex höggum undir pari í mótinu og endaði í 58. sæti. Rory McIlroy náði sér ekki á strik í mótinu og endaði á tveimur höggum undir pari samtals í 65. sæti. DJ's good is REALLY good. He's won by margins of 5, 6, 8 and now ... 11.Dominant. 😳🏆 pic.twitter.com/TpNAo1EaAn— PGA TOUR (@PGATOUR) August 24, 2020
Golf Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira