Inda fékk sér húðflúr af Kára Stefánssyni: „Ég á það til að vera hvatvís“ Birgir Olgeirsson skrifar 25. ágúst 2020 19:13 Kona sem fékk sér húðflúr af Kára Stefánssyni á kálfann segist eiga það til að vera hvatvís. Viðbrögðin hafa verið mikil en henni sjálfri finnst gagnrýni netverja skemmtilegust. Það vakti athygli landsmanna að sjá fregnir af því að andlit Kára Stefánssonar hefði verið húðflúrað á konu hér á landi. Nafn konunnar fylgdi ekki með en eftir miklar viðræður féllst Inda Hrönn Björnsdóttir loks á að ræða húðflúrið ásamt Ólafíu Kristjánsdóttur sem rekur tattústofuna Immortal á Akranesi. „Þetta er ekkert eins og fólk heldur að ég sé vakin og sofin yfir Kára Stefánssyni, þó mér finnist hann mjög merkilegur maður. Ég var bara stödd í vinnunni og það var viðtal við hann í sjónvarpinu. Ég skellti þessu fram að ég ætlaði að fá mér tattú af honum. Það fóru allir að hlæja nema það var einn sem sagði: Þér gæti hugsanlega dottið það í hug! Þá sneri ég mér við og labbaði að borðinu mínu og hugsaði: Já, ég ætla að gera það. Þetta er ekkert dýpra,“ segir Inda. Inda hringdi í Ólafíu og hófst þá leitin að réttu myndinni. Það tók Ólafíu fimm klukkutíma að flúra andlit Kára á kálfa Indu. Hér má sjá raunverulega ljósmynd af Kára borna saman við húðflúrið sem Ólafía gerði. Hvernig hafa viðbrögðin verið eftir að þú fékkst þér þetta húðflúr? „Þau hafa verið allskonar. Mér finnst gagnrýnin skemmtilegust. En svo kemur ekkert öllum á óvart að detta eitthvað svona í hug og framkvæmi það. Ég á það til að vera hvatvís.“ Hefur einhver verið að gagnrýna þig? „Maður hefur séð virka í athugasemdum.“ Hvað viltu segja við þá? „Ekkert, mér finnst það bara frábært. Fólk þarf alltaf að hafa skoðun á öllu. Mér finnst gaman að lesa það?“ Ólafía segist sjálf ekki hafa dottið það til hugar að hún yrði einhvern tímann beðin um að flúra andlit Kára á einhvern. „Mér fannst þetta bara geggjuð hugmynd,“ segir Ólafía. Áttu þér eitthvað óska andlit til að flúra á einhvern næst? „Guðna forseta,“ svarar Ólafía. Hvar myndir þú setja Guðna á þig? „Hvergi svarar,“ svarar Inda hlæjandi og bætir við. „Ég hef samt ekkert á móti honum, finnst hann frábær.“ Hér má sjá húðflúrið sem Inda fékk sér. Inda segist ekki hafa fengið of mikla bakþanka. „Ég hef aldrei séð eftir þessu, ekki nema þegar ég fékk símtal frá þér í gær, en svo fór ég að hugsa ef ég fer í sund og það kemur eitthvað barn upp að mér og spyr: Af hverju ertu með afa minn á kálfanum? En þá díla ég bara við það,“ segir Inda hlæjandi. Húðflúr Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira
Kona sem fékk sér húðflúr af Kára Stefánssyni á kálfann segist eiga það til að vera hvatvís. Viðbrögðin hafa verið mikil en henni sjálfri finnst gagnrýni netverja skemmtilegust. Það vakti athygli landsmanna að sjá fregnir af því að andlit Kára Stefánssonar hefði verið húðflúrað á konu hér á landi. Nafn konunnar fylgdi ekki með en eftir miklar viðræður féllst Inda Hrönn Björnsdóttir loks á að ræða húðflúrið ásamt Ólafíu Kristjánsdóttur sem rekur tattústofuna Immortal á Akranesi. „Þetta er ekkert eins og fólk heldur að ég sé vakin og sofin yfir Kára Stefánssyni, þó mér finnist hann mjög merkilegur maður. Ég var bara stödd í vinnunni og það var viðtal við hann í sjónvarpinu. Ég skellti þessu fram að ég ætlaði að fá mér tattú af honum. Það fóru allir að hlæja nema það var einn sem sagði: Þér gæti hugsanlega dottið það í hug! Þá sneri ég mér við og labbaði að borðinu mínu og hugsaði: Já, ég ætla að gera það. Þetta er ekkert dýpra,“ segir Inda. Inda hringdi í Ólafíu og hófst þá leitin að réttu myndinni. Það tók Ólafíu fimm klukkutíma að flúra andlit Kára á kálfa Indu. Hér má sjá raunverulega ljósmynd af Kára borna saman við húðflúrið sem Ólafía gerði. Hvernig hafa viðbrögðin verið eftir að þú fékkst þér þetta húðflúr? „Þau hafa verið allskonar. Mér finnst gagnrýnin skemmtilegust. En svo kemur ekkert öllum á óvart að detta eitthvað svona í hug og framkvæmi það. Ég á það til að vera hvatvís.“ Hefur einhver verið að gagnrýna þig? „Maður hefur séð virka í athugasemdum.“ Hvað viltu segja við þá? „Ekkert, mér finnst það bara frábært. Fólk þarf alltaf að hafa skoðun á öllu. Mér finnst gaman að lesa það?“ Ólafía segist sjálf ekki hafa dottið það til hugar að hún yrði einhvern tímann beðin um að flúra andlit Kára á einhvern. „Mér fannst þetta bara geggjuð hugmynd,“ segir Ólafía. Áttu þér eitthvað óska andlit til að flúra á einhvern næst? „Guðna forseta,“ svarar Ólafía. Hvar myndir þú setja Guðna á þig? „Hvergi svarar,“ svarar Inda hlæjandi og bætir við. „Ég hef samt ekkert á móti honum, finnst hann frábær.“ Hér má sjá húðflúrið sem Inda fékk sér. Inda segist ekki hafa fengið of mikla bakþanka. „Ég hef aldrei séð eftir þessu, ekki nema þegar ég fékk símtal frá þér í gær, en svo fór ég að hugsa ef ég fer í sund og það kemur eitthvað barn upp að mér og spyr: Af hverju ertu með afa minn á kálfanum? En þá díla ég bara við það,“ segir Inda hlæjandi.
Húðflúr Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira