Reikna með að lífeyrissjóðirnir fari hægt af stað í fjárfestingum í útlöndum Heimir Már Pétursson og Samúel Karl Ólason skrifa 9. september 2020 19:54 Reiknað er með að lífeyrissjóðirnir fari hægt af stað í fjárfestingum í útlöndum eftir að sex mánaða samkomulag um að þeir haldi sig til hlés í slíkum fjárfestingum rennur út í næstu viku. Sjóðirnir hafa úr gífurlegum fjármunum að spila. Að frumkvæði Seðlabankans hvöttu Landssamtök lífeyrissjóða til þess hinn 18. mars að sjóðirnir drægju sig í hlé frá fjárfestingum í útlöndum í þrjá mánuði. Í samkomulagi við Seðlabankann framlengdu sjóðirnir svo þetta hlé í aðra þrjá mánuði sem ekki stendur til að framlengja þegar það rennur út á fimmtudag í næstu viku. Þórey S. Þórðardóttir framkvæmdastjóri Samtaka lífeyrissjóða segir þetta ekki verða framlengt. „Það hefur ekkert samtal átt sér stað við seðlabankastjóra. hann hefur ekki óskað eftir því að landssamtökin hvetji sjóðina til að halda að sér höndum varðandi gjaldeyriskaup,“ segir Þórey. Það er til marks um fjárhagslegan styrk lífeyrissjóðanna að þegar það var 172 milljarða afgangur á viðskiptum við útlönd í fyrra tóku lífeyrissjóðirnir út 120 milljarða í gjaldeyri til að fjárfesta í útlöndum. Fyrstu sex mánuði þessa árs var afgangurinn á viðskiptum við útlönd hins vegar aðeins tuttugu og fjórir milljarðar. Á síðustu sex mánuðum má áætla að sjóðirnir hafi frestað fjárfestingum í útlöndum um allt að 60 milljarða. Þórey segir mikla óvissu hafa ríkt um efnahagsmál í marsmánuði og sameiginlegt mat þeirra sem standi að lífeyrissjóðakerfinu að þeir stæðu saman og sæju hvert stefndi. „Og líta á það sem sína samfélagslegu ábyrgð. Við erum að fjárfesta fyrir eigur almennings. Það er partur af því, hvaða áhrif hafa þessar stóru eignir sjóðanna og hvernig þeir haga sér á hagkerfið í heild,“ segir Þórey. Óvissan sé vissulega enn mikil og vitað að hún gangi ekki yfir á næstu þremur til sex mánuðum. Það þyki hins vegar ekki eðlilegt að lífeyrissjóðirnir standi einir að því að halda að sér höndum í gjaldeyriskaupum. „En ég á ekki von á að þeir fari í stórum stíl út núna um miðjan mánuðinn. Þeir eru ábyrgir í sínum gjörðum. Huga vel að því hvaða áhrif þeirra fjárfesting hefur á þjóðfélagið og sína sjóðfélaga til langs tíma,“ segir Þórey S. Þórðardóttir. Smyrja markaðinn Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, sagði Seðlabankann vilja liðka til fyrir markaðnum. Setja gjaldeyri á markaðinn með reglulegum hætti til að tryggja góða verðmyndun, svo krónan gefi ekki smátt og smátt eftir. Í raun sé verið að smyrja markaðinn. Ásgeir sagði Seðlabankanna búa yfir 970 milljarða gjaldeyrisvaraforða. Hann væri stærri en þegar heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hófst og staðan væri mjög góð til að bregðast við þegar þörf væri á. Lífeyrissjóðir Seðlabankinn Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Reiknað er með að lífeyrissjóðirnir fari hægt af stað í fjárfestingum í útlöndum eftir að sex mánaða samkomulag um að þeir haldi sig til hlés í slíkum fjárfestingum rennur út í næstu viku. Sjóðirnir hafa úr gífurlegum fjármunum að spila. Að frumkvæði Seðlabankans hvöttu Landssamtök lífeyrissjóða til þess hinn 18. mars að sjóðirnir drægju sig í hlé frá fjárfestingum í útlöndum í þrjá mánuði. Í samkomulagi við Seðlabankann framlengdu sjóðirnir svo þetta hlé í aðra þrjá mánuði sem ekki stendur til að framlengja þegar það rennur út á fimmtudag í næstu viku. Þórey S. Þórðardóttir framkvæmdastjóri Samtaka lífeyrissjóða segir þetta ekki verða framlengt. „Það hefur ekkert samtal átt sér stað við seðlabankastjóra. hann hefur ekki óskað eftir því að landssamtökin hvetji sjóðina til að halda að sér höndum varðandi gjaldeyriskaup,“ segir Þórey. Það er til marks um fjárhagslegan styrk lífeyrissjóðanna að þegar það var 172 milljarða afgangur á viðskiptum við útlönd í fyrra tóku lífeyrissjóðirnir út 120 milljarða í gjaldeyri til að fjárfesta í útlöndum. Fyrstu sex mánuði þessa árs var afgangurinn á viðskiptum við útlönd hins vegar aðeins tuttugu og fjórir milljarðar. Á síðustu sex mánuðum má áætla að sjóðirnir hafi frestað fjárfestingum í útlöndum um allt að 60 milljarða. Þórey segir mikla óvissu hafa ríkt um efnahagsmál í marsmánuði og sameiginlegt mat þeirra sem standi að lífeyrissjóðakerfinu að þeir stæðu saman og sæju hvert stefndi. „Og líta á það sem sína samfélagslegu ábyrgð. Við erum að fjárfesta fyrir eigur almennings. Það er partur af því, hvaða áhrif hafa þessar stóru eignir sjóðanna og hvernig þeir haga sér á hagkerfið í heild,“ segir Þórey. Óvissan sé vissulega enn mikil og vitað að hún gangi ekki yfir á næstu þremur til sex mánuðum. Það þyki hins vegar ekki eðlilegt að lífeyrissjóðirnir standi einir að því að halda að sér höndum í gjaldeyriskaupum. „En ég á ekki von á að þeir fari í stórum stíl út núna um miðjan mánuðinn. Þeir eru ábyrgir í sínum gjörðum. Huga vel að því hvaða áhrif þeirra fjárfesting hefur á þjóðfélagið og sína sjóðfélaga til langs tíma,“ segir Þórey S. Þórðardóttir. Smyrja markaðinn Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, sagði Seðlabankann vilja liðka til fyrir markaðnum. Setja gjaldeyri á markaðinn með reglulegum hætti til að tryggja góða verðmyndun, svo krónan gefi ekki smátt og smátt eftir. Í raun sé verið að smyrja markaðinn. Ásgeir sagði Seðlabankanna búa yfir 970 milljarða gjaldeyrisvaraforða. Hann væri stærri en þegar heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hófst og staðan væri mjög góð til að bregðast við þegar þörf væri á.
Lífeyrissjóðir Seðlabankinn Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira