Standast kjarasamningarnir endurskoðun? Drífa Snædal skrifar 11. september 2020 13:22 Í dag fer fram rafrænt þing ASÍ-UNG þar sem ný forysta ungs fólks innan hreyfingarinnar verður kosin, en ungliðastarfið hefur vaxið og dafnað hin síðari ár. Það er góð tilfinning að vita af öflugu fólki sem er í stakk búið til að verja kjör vinnandi fólks í framtíðinni og sækja fram. Ég óska þeim alls hins besta og hlakka til samstarfsins með nýrri forystu. Forsendunefnd ASÍ og SA kom saman í vikunni á fyrsta fundi sínum en hlutverk hennar er að meta hvort forsendur kjarasamninga hafa staðist. Nefndin þarf að komast að niðurstöðu fyrir lok mánaðarins. Framundan er því mat á árangri kjarasamninganna sem undirritaðir voru í apríl og maí í fyrra, hvort markmið þeirra hafa haldið og hverju þarf að ná fram til að svo megi verða. Það er alveg ljóst að markmið um kaupmáttaraukningu og vaxtalækkun hafa náðst en samningarnir voru undirritaðir með hliðsjón af yfirlýsingu stjórnvalda meðal annars um aðgerðir til að bæta kjör fólks á húsnæðismarkaði, vörn gegn félagslegum undirboðum, skattalækkanir, lengingu fæðingarorlofs og skref til afnáms verðtryggingar. Megnið af þessum loforðum sem gefin voru í tengslum við kjarasamningana hafa haldið en ekki öll tímasettu loforðin. Í stórri hreyfingu þarf að gæta þess að raddir sem flestra heyrist og því hefur miðstjórn ákveðið að boða til formannafundar í ASÍ þann 22. september nk. til að ræða endurskoðunarákvæði kjarasamninganna. Í ASÍ eru 47 aðildarfélög og félagsmenn þeirra telja um 133.000 manns. Nú er tækifæri fyrir almenna félaga að mæta á fundi hjá sínu félagi og taka þátt í umræðum um kjarasamningana. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Í dag fer fram rafrænt þing ASÍ-UNG þar sem ný forysta ungs fólks innan hreyfingarinnar verður kosin, en ungliðastarfið hefur vaxið og dafnað hin síðari ár. Það er góð tilfinning að vita af öflugu fólki sem er í stakk búið til að verja kjör vinnandi fólks í framtíðinni og sækja fram. Ég óska þeim alls hins besta og hlakka til samstarfsins með nýrri forystu. Forsendunefnd ASÍ og SA kom saman í vikunni á fyrsta fundi sínum en hlutverk hennar er að meta hvort forsendur kjarasamninga hafa staðist. Nefndin þarf að komast að niðurstöðu fyrir lok mánaðarins. Framundan er því mat á árangri kjarasamninganna sem undirritaðir voru í apríl og maí í fyrra, hvort markmið þeirra hafa haldið og hverju þarf að ná fram til að svo megi verða. Það er alveg ljóst að markmið um kaupmáttaraukningu og vaxtalækkun hafa náðst en samningarnir voru undirritaðir með hliðsjón af yfirlýsingu stjórnvalda meðal annars um aðgerðir til að bæta kjör fólks á húsnæðismarkaði, vörn gegn félagslegum undirboðum, skattalækkanir, lengingu fæðingarorlofs og skref til afnáms verðtryggingar. Megnið af þessum loforðum sem gefin voru í tengslum við kjarasamningana hafa haldið en ekki öll tímasettu loforðin. Í stórri hreyfingu þarf að gæta þess að raddir sem flestra heyrist og því hefur miðstjórn ákveðið að boða til formannafundar í ASÍ þann 22. september nk. til að ræða endurskoðunarákvæði kjarasamninganna. Í ASÍ eru 47 aðildarfélög og félagsmenn þeirra telja um 133.000 manns. Nú er tækifæri fyrir almenna félaga að mæta á fundi hjá sínu félagi og taka þátt í umræðum um kjarasamningana. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar