Ræða um að greiða milljarða til að láta FIFA-sakir hverfa Kjartan Kjartansson skrifar 16. september 2020 10:18 Merki Julius Bär í Zürich í Sviss. Einn fyrrverandi starfsmaður var sakfelldur fyrir aðild að FIFA-spillingarmálinu árið 2017. Vísir/EPA Svissneski bankinn Julius Bär gæti greitt bandarískum yfirvöldum jafnvirði milljarða íslenskra króna í sátt til að losna undan ásökunum um aðild að spillingarmáli Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA). Bankinn er sagður hafa hunsað hættu á peningaþvætti sem fólst í greiðslum tengdum FIFA. Reuters-fréttastofan segir að viðræður bankans við bandaríska dómsmálaráðuneytisins um sátt séu langt komnar. Í yfirlýsingu Julius Bär segir að bankinn hafi unnið með rannsakendum meints peningaþvættis og spillingar starfsmanna FIFA, aðildarfélaga sambandsins og fjölmiðla- og markaðsfyrirtækja. Upphæðin sem bankinn gæti þurft að greiða til að ná sátt í málinu er talin hlaupa á tugum milljóna dollara, jafnvirði milljarða íslenskra króna. Svissneska fjármálaeftirlitið sakaði Julius Bär um að hunsa vísbendingar um peningaþvætti í greiðslum sem tengdust FIFA. Þá var fyrrverandi starfsmaður bankans sakfelldur í Bandaríkjunum fyrir samsæri um greiðslur frá forstjóra íþróttamarkaðsfyrirtækis til forseta argentínska knattspyrnusambandsins árið 2017. Bandaríska dómsmálaráðuneytið afhjúpaði stórfellda spillingu innan FIFA árið 2015. Hún fólst í mörgum tilfellum í mútugreiðslum fjölmiðla- og markaðsfyrirtækja til ráðamanna innan FIFA og landssambanda í kringum samninga um útsendingarétt á knattspyrnumótum. Fjöldi háttsettra FIFA-liða var handtekinn og leiddi málið að lokum til þess að Sepp Blatter, forseti sambandsins til fjölda ára, hrökklaðist frá völdum. FIFA Sviss Bandaríkin Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Svissneski bankinn Julius Bär gæti greitt bandarískum yfirvöldum jafnvirði milljarða íslenskra króna í sátt til að losna undan ásökunum um aðild að spillingarmáli Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA). Bankinn er sagður hafa hunsað hættu á peningaþvætti sem fólst í greiðslum tengdum FIFA. Reuters-fréttastofan segir að viðræður bankans við bandaríska dómsmálaráðuneytisins um sátt séu langt komnar. Í yfirlýsingu Julius Bär segir að bankinn hafi unnið með rannsakendum meints peningaþvættis og spillingar starfsmanna FIFA, aðildarfélaga sambandsins og fjölmiðla- og markaðsfyrirtækja. Upphæðin sem bankinn gæti þurft að greiða til að ná sátt í málinu er talin hlaupa á tugum milljóna dollara, jafnvirði milljarða íslenskra króna. Svissneska fjármálaeftirlitið sakaði Julius Bär um að hunsa vísbendingar um peningaþvætti í greiðslum sem tengdust FIFA. Þá var fyrrverandi starfsmaður bankans sakfelldur í Bandaríkjunum fyrir samsæri um greiðslur frá forstjóra íþróttamarkaðsfyrirtækis til forseta argentínska knattspyrnusambandsins árið 2017. Bandaríska dómsmálaráðuneytið afhjúpaði stórfellda spillingu innan FIFA árið 2015. Hún fólst í mörgum tilfellum í mútugreiðslum fjölmiðla- og markaðsfyrirtækja til ráðamanna innan FIFA og landssambanda í kringum samninga um útsendingarétt á knattspyrnumótum. Fjöldi háttsettra FIFA-liða var handtekinn og leiddi málið að lokum til þess að Sepp Blatter, forseti sambandsins til fjölda ára, hrökklaðist frá völdum.
FIFA Sviss Bandaríkin Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira