Vinstrimeirihlutinn í borginni klofinn Björn Gíslason skrifar 16. september 2020 15:00 Undanfarið hefur mikið verið fjallað um Sundabraut og ekki síst í kjölfar ummæla Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra sem sagði á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis að honum þætti „alveg stórundarlegt og ámælisvert að Sundabraut hafi ekki verið byggð miðað við þá umferð sem er í borginni.“ Ég held að flestir séu sammála seðlabankastjóra enda augljóslega með arðbærari verkefnum sem hægt er að fara í um þessar mundir. Verkefnið er ekki eingöngu arðbært efnahagslega heldur einnig samfélagslega. Þá mun verkefnið ekki einungis hafa þýðingu fyrir Reykvíkinga heldur munu áhrif Sundabrautar gæta víða á landinu enda tengist Sundabraut Vesturlandsveginum og hefur því áhrif á Vestur- og Norðurland. Með öðrum orðum mun Sundabraut ekki einungis minnka álagið á Ártúnsbrekku heldur mun hún bæta samgöngur Grafarvogshverfis til muna og jafnframt bæta samgöngur við landsbyggðina. Þá er ekki hægt að láta hjá líða að nefna að Sundabraut mun hafa mikið gildi í almannavörnum höfuðborgarsvæðisins. Það skiptir verulegu máli að greiðlega gangi að rýma höfuðborgarsvæðið ef þær aðstæður skapast. Óreiðan og hamagangurinn mikill Nú er svo komið að vinstrimeirihlutinn í borginni virðist klofinn í afstöðu sinni til Sundabrautar. Borgarstjóri talar um að langfarsælast sé að hafa Sundabraut í göngum á meðan píratinn, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs, sagði í þættinum Sprengisandi fyrir stuttu að hún vildi frekar sjá „Sundaleið“ í nútímalegri hönnun, þ.e. brú þar sem gert er ráð fyrir hjólandi og gangandi. Svo virðist sem óreiðan og hamagangurinn sé svo mikill í herbúðum borgarstjórans og vinstrimeirihlutans að koma Sundabraut fyrir kattarnef að bæði er verið reisa hverfi sem áætlað er þeim sem kjósa að lifa bíllausum lífsstíl og smáhýsi á helgunarsvæði brautarinnar í Gufunesi. Fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur hins vegar sagt að Sundabraut sé órjúfanlegur hluti Samgöngusáttmálans og ekkert verði af honum ætli menn ekki að heiðra þennan þátt samkomulagsins. Koma þarf böndum á óreiðuna innanhúss Vinstrimeirihlutinn í Reykjavík hefur með markvissum hætti í áraraðir tafið fyrir Sundabraut enda hefur engin vilji staðið til þess að greiða fyrir umferð almennt. Til marks um þetta þá hafði Vegagerðin um langt árabil beðið eftir að Reykjavíkurborg myndi taka afstöðu varðandi legu Sundabrautar en nokkrar leiðir voru færar við byggingu hennar. Vegagerðin lagði áherslu á svokallaða innri leið, sem gengur undir nafninu leið þrjú í daglegu tali, yrði farin en hún er við Gelgjutanga. Sú leið var langhagkvæmasti kosturinn fyrir legu Sundabrautar og var Reykjavíkurborg tilkynnt það að ef önnur og dýrari leið, en leið þrjú, yrði farin þyrfti Reykjavíkurborg að greiða mismuninn. Engu að síður ákvað Vinstrimeirihlutinn, sem nú hefur verið viðreistur af Viðreisn, að fara aðra leið og úthlutaði byggingalóðum á því svæði þar sem leið þrjú átti að koma og þar með datt út þessi hagkvæmasti kostur undir legu Sundabrautar. Ljóst er að gerð gangna er tugum milljarða dýrari framkvæmd en þverun Kleppsvíkur með lágbrú. Sundabraut liður í að stemma stigu við fyrirséðum samdrætti Eitt er víst að skikka þarf þennan vinstrimeirihluta til að koma böndum á óreiðuna innanhúss en svo virðist sem verkefnið sé að valda töluverðri togstreitu innan hans. Þannig er mikilvægt að fá svör sem fyrst svo hægt sé að hefjast handa við byggingu brautarinnar. Þessi framkvæmd er gríðarlega mikilvæg efnahagslega og samfélagslega eins og rakið hefur verið hér að ofan. Verkefni eins og Sundabraut yrði góð fjárfestingarleið fyrir lífeyrissjóði sem dæmi en lítið er um innlendar fjárfestingar vegna Kórónuveirunnar. Þannig mun verkefnið verða liður í að að stemma stigu við fyrirséðum samdrætti en samkvæmt niðurstöðum þjóðhagsreikninga hefur landsframleiðslan dregist saman um 9,3% að raungildi á 2. ársfjórðungi þessa árs borið saman við sama tímabil í fyrra. Þetta er mesti samdráttur sem mælst hefur síðan ársfjórðungslegar mælingar hófust hérlendis. Hætt er við því að klofningur vinstrimeirihlutans í afstöðu sinni til legu Sundabrautar muni tefja að framkvæmdir geti hafist. Ekki er annað að skilja en formaður skipulagsráðs, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, sé beinlínis mótfallinn verkefninu þrátt fyrir að borgin hafi samþykkt samgöngusáttmálann sem kveður á um Sundabraut. Mikilvægt er að taka ákvörðun um legu brautarinnar sem fyrst enda löngu kominn tími til ákvarðana varðandi legu hennar svo framkvæmdir geti hafist okkur öllum til hagsbóta. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Greinin birtist fyrst í Grafarvogsblaðinu 16. september 2020 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sundabraut Reykjavík Björn Gíslason Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur mikið verið fjallað um Sundabraut og ekki síst í kjölfar ummæla Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra sem sagði á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis að honum þætti „alveg stórundarlegt og ámælisvert að Sundabraut hafi ekki verið byggð miðað við þá umferð sem er í borginni.“ Ég held að flestir séu sammála seðlabankastjóra enda augljóslega með arðbærari verkefnum sem hægt er að fara í um þessar mundir. Verkefnið er ekki eingöngu arðbært efnahagslega heldur einnig samfélagslega. Þá mun verkefnið ekki einungis hafa þýðingu fyrir Reykvíkinga heldur munu áhrif Sundabrautar gæta víða á landinu enda tengist Sundabraut Vesturlandsveginum og hefur því áhrif á Vestur- og Norðurland. Með öðrum orðum mun Sundabraut ekki einungis minnka álagið á Ártúnsbrekku heldur mun hún bæta samgöngur Grafarvogshverfis til muna og jafnframt bæta samgöngur við landsbyggðina. Þá er ekki hægt að láta hjá líða að nefna að Sundabraut mun hafa mikið gildi í almannavörnum höfuðborgarsvæðisins. Það skiptir verulegu máli að greiðlega gangi að rýma höfuðborgarsvæðið ef þær aðstæður skapast. Óreiðan og hamagangurinn mikill Nú er svo komið að vinstrimeirihlutinn í borginni virðist klofinn í afstöðu sinni til Sundabrautar. Borgarstjóri talar um að langfarsælast sé að hafa Sundabraut í göngum á meðan píratinn, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs, sagði í þættinum Sprengisandi fyrir stuttu að hún vildi frekar sjá „Sundaleið“ í nútímalegri hönnun, þ.e. brú þar sem gert er ráð fyrir hjólandi og gangandi. Svo virðist sem óreiðan og hamagangurinn sé svo mikill í herbúðum borgarstjórans og vinstrimeirihlutans að koma Sundabraut fyrir kattarnef að bæði er verið reisa hverfi sem áætlað er þeim sem kjósa að lifa bíllausum lífsstíl og smáhýsi á helgunarsvæði brautarinnar í Gufunesi. Fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur hins vegar sagt að Sundabraut sé órjúfanlegur hluti Samgöngusáttmálans og ekkert verði af honum ætli menn ekki að heiðra þennan þátt samkomulagsins. Koma þarf böndum á óreiðuna innanhúss Vinstrimeirihlutinn í Reykjavík hefur með markvissum hætti í áraraðir tafið fyrir Sundabraut enda hefur engin vilji staðið til þess að greiða fyrir umferð almennt. Til marks um þetta þá hafði Vegagerðin um langt árabil beðið eftir að Reykjavíkurborg myndi taka afstöðu varðandi legu Sundabrautar en nokkrar leiðir voru færar við byggingu hennar. Vegagerðin lagði áherslu á svokallaða innri leið, sem gengur undir nafninu leið þrjú í daglegu tali, yrði farin en hún er við Gelgjutanga. Sú leið var langhagkvæmasti kosturinn fyrir legu Sundabrautar og var Reykjavíkurborg tilkynnt það að ef önnur og dýrari leið, en leið þrjú, yrði farin þyrfti Reykjavíkurborg að greiða mismuninn. Engu að síður ákvað Vinstrimeirihlutinn, sem nú hefur verið viðreistur af Viðreisn, að fara aðra leið og úthlutaði byggingalóðum á því svæði þar sem leið þrjú átti að koma og þar með datt út þessi hagkvæmasti kostur undir legu Sundabrautar. Ljóst er að gerð gangna er tugum milljarða dýrari framkvæmd en þverun Kleppsvíkur með lágbrú. Sundabraut liður í að stemma stigu við fyrirséðum samdrætti Eitt er víst að skikka þarf þennan vinstrimeirihluta til að koma böndum á óreiðuna innanhúss en svo virðist sem verkefnið sé að valda töluverðri togstreitu innan hans. Þannig er mikilvægt að fá svör sem fyrst svo hægt sé að hefjast handa við byggingu brautarinnar. Þessi framkvæmd er gríðarlega mikilvæg efnahagslega og samfélagslega eins og rakið hefur verið hér að ofan. Verkefni eins og Sundabraut yrði góð fjárfestingarleið fyrir lífeyrissjóði sem dæmi en lítið er um innlendar fjárfestingar vegna Kórónuveirunnar. Þannig mun verkefnið verða liður í að að stemma stigu við fyrirséðum samdrætti en samkvæmt niðurstöðum þjóðhagsreikninga hefur landsframleiðslan dregist saman um 9,3% að raungildi á 2. ársfjórðungi þessa árs borið saman við sama tímabil í fyrra. Þetta er mesti samdráttur sem mælst hefur síðan ársfjórðungslegar mælingar hófust hérlendis. Hætt er við því að klofningur vinstrimeirihlutans í afstöðu sinni til legu Sundabrautar muni tefja að framkvæmdir geti hafist. Ekki er annað að skilja en formaður skipulagsráðs, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, sé beinlínis mótfallinn verkefninu þrátt fyrir að borgin hafi samþykkt samgöngusáttmálann sem kveður á um Sundabraut. Mikilvægt er að taka ákvörðun um legu brautarinnar sem fyrst enda löngu kominn tími til ákvarðana varðandi legu hennar svo framkvæmdir geti hafist okkur öllum til hagsbóta. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Greinin birtist fyrst í Grafarvogsblaðinu 16. september 2020
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun