Trump gefur TikTok blessun sína Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. september 2020 09:47 Trump sagði í gær að hann gæfi yfirvofandi samningi TikTok við bandarísku fyrirtækin Oracle og Walmart blessun sína. Getty/Alex Wong/Avishek Das Kínverska fyrirtækið ByteDance, eigandi samfélagsmiðilsins TikTok hefur óskað eftir því að virði TikTok verði metið á 60 milljarða Bandaríkjadala, eða um 8.178 milljarða íslenskra króna. Samningaviðræður ByteDance við bandarísku fyrirtækin Oracle og Walmart standa nú yfir um að þau kaupi hlut í samfélagsmiðlinum til þess að stemma stigu við áhyggjur bandarískra yfirvalda um öryggi miðilsins. Fréttastofa Bloomberg greinir frá þessu og hefur eftir heimildamanni sem ekki vildi koma fram undir nafni. Oracle mun kaupa 12,5 prósenta hlut í TikTok Global og mun geyma allar upplýsingar um bandaríska notendur í gagnagrunni sínum til þess að koma til móts við kröfur bandarískra stjórnvalda. Walmart hefur gefið út að það hyggist kaupa 7,5 prósenta hlut í fyrirtækinu. Fyrirtækin tvö munu greiða um 12 milljarða dali, eða um 1.634 milljarða króna, fyrir hluti sína í fyrirtækinu ef þeir samþykkja 60 milljarða dala virði TikTok. ByteDance, TikTok, Oracle og Walmart hafa ekki svarað fyrirspurnum varðandi málið. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gær að hann væri hlynntur kaupsamningnum, sem mun gera það að verkum að TikTok verður enn í notkun í Bandaríkjunum. Trump hefur gefið út tilskipun að forritið verði bannað í Bandaríkjunum og hefur vísað í það að öryggi bandarískra notenda þess sé ekki tryggt. Hann hefur haldið því fram að upplýsingar um notendur TikTok hafi ratað til kínverskra stjórnvalda, en þeim ásökunum hafa TikTok og ByteDance harðlega neitað. Samningurinn mun ekki hafa áhrif á bannið á kínverska samfélagsmiðlinum WeChat, sem forsetinn hefur banað, og mun það vera ófáanlegt í Bandaríkjunum frá og með kvöldinu í kvöld, sunnudagskvöldi. Bandaríkin TikTok Samfélagsmiðlar Kína Donald Trump Tengdar fréttir Hóta að banna Tiktok af þjóðaröryggisástæðum Bandaríkjastjórn ætlar að banna fólki sem er statt í Bandaríkjunum að sækja kínverska samfélagsmiðiðlsforritð Tiktok og samskiptaforritið Wechat. 18. september 2020 13:00 Ekkert verður af kaupum Microsoft á TikTok Tölvurisinn Microsoft tilkynnti um það í nótt að ekkert verði af fyrirhuguðum kaupum þess á starfsemi kínverska samskiptamiðlilsins TikTok í Bandaríkjunum. 14. september 2020 07:34 TikTok höfðar mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi banns Kínverska snjallforritið TikTok ætlar að höfða mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi yfirvofandi banns á forritinu í Bandaríkjunum, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti í síðasta mánuði. 23. ágúst 2020 11:33 Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Kínverska fyrirtækið ByteDance, eigandi samfélagsmiðilsins TikTok hefur óskað eftir því að virði TikTok verði metið á 60 milljarða Bandaríkjadala, eða um 8.178 milljarða íslenskra króna. Samningaviðræður ByteDance við bandarísku fyrirtækin Oracle og Walmart standa nú yfir um að þau kaupi hlut í samfélagsmiðlinum til þess að stemma stigu við áhyggjur bandarískra yfirvalda um öryggi miðilsins. Fréttastofa Bloomberg greinir frá þessu og hefur eftir heimildamanni sem ekki vildi koma fram undir nafni. Oracle mun kaupa 12,5 prósenta hlut í TikTok Global og mun geyma allar upplýsingar um bandaríska notendur í gagnagrunni sínum til þess að koma til móts við kröfur bandarískra stjórnvalda. Walmart hefur gefið út að það hyggist kaupa 7,5 prósenta hlut í fyrirtækinu. Fyrirtækin tvö munu greiða um 12 milljarða dali, eða um 1.634 milljarða króna, fyrir hluti sína í fyrirtækinu ef þeir samþykkja 60 milljarða dala virði TikTok. ByteDance, TikTok, Oracle og Walmart hafa ekki svarað fyrirspurnum varðandi málið. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gær að hann væri hlynntur kaupsamningnum, sem mun gera það að verkum að TikTok verður enn í notkun í Bandaríkjunum. Trump hefur gefið út tilskipun að forritið verði bannað í Bandaríkjunum og hefur vísað í það að öryggi bandarískra notenda þess sé ekki tryggt. Hann hefur haldið því fram að upplýsingar um notendur TikTok hafi ratað til kínverskra stjórnvalda, en þeim ásökunum hafa TikTok og ByteDance harðlega neitað. Samningurinn mun ekki hafa áhrif á bannið á kínverska samfélagsmiðlinum WeChat, sem forsetinn hefur banað, og mun það vera ófáanlegt í Bandaríkjunum frá og með kvöldinu í kvöld, sunnudagskvöldi.
Bandaríkin TikTok Samfélagsmiðlar Kína Donald Trump Tengdar fréttir Hóta að banna Tiktok af þjóðaröryggisástæðum Bandaríkjastjórn ætlar að banna fólki sem er statt í Bandaríkjunum að sækja kínverska samfélagsmiðiðlsforritð Tiktok og samskiptaforritið Wechat. 18. september 2020 13:00 Ekkert verður af kaupum Microsoft á TikTok Tölvurisinn Microsoft tilkynnti um það í nótt að ekkert verði af fyrirhuguðum kaupum þess á starfsemi kínverska samskiptamiðlilsins TikTok í Bandaríkjunum. 14. september 2020 07:34 TikTok höfðar mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi banns Kínverska snjallforritið TikTok ætlar að höfða mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi yfirvofandi banns á forritinu í Bandaríkjunum, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti í síðasta mánuði. 23. ágúst 2020 11:33 Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Hóta að banna Tiktok af þjóðaröryggisástæðum Bandaríkjastjórn ætlar að banna fólki sem er statt í Bandaríkjunum að sækja kínverska samfélagsmiðiðlsforritð Tiktok og samskiptaforritið Wechat. 18. september 2020 13:00
Ekkert verður af kaupum Microsoft á TikTok Tölvurisinn Microsoft tilkynnti um það í nótt að ekkert verði af fyrirhuguðum kaupum þess á starfsemi kínverska samskiptamiðlilsins TikTok í Bandaríkjunum. 14. september 2020 07:34
TikTok höfðar mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi banns Kínverska snjallforritið TikTok ætlar að höfða mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi yfirvofandi banns á forritinu í Bandaríkjunum, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti í síðasta mánuði. 23. ágúst 2020 11:33