Heima í tíma Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar 23. september 2020 08:31 Ég er að taka mín fyrstu skref í meistaranámi við lagadeild Háskóla Íslands og þau skref eru heldur frábrugðin því þegar ég byrjaði í Háskólanum, allt vegna Covid-19 faraldursins. Í ár var metaðsókn í nám við Háskóla Íslands, um 12.000 umsóknir bárust í bæði grunn- og framhaldsnám. Ég hef setið mínar fyrstu “kennslustundir” heima hjá mér, ein í litlu íbúðinni minni á stúdentagörðunum. Eins og margir aðrir stúdentar er ég á náttfötunum með kaffibolla, upp í rúmi að hlusta á fyrirlestur. Að vera í háskóla þýðir ekki einungis að læra allan liðlangan daginn og á endanum næla sér í gráðu, heldur er félagslegi hlutinn gríðarlega mikilvægur. Að mínu mati er félagslegi hlutinn ekki síður mikilvægur. Að fara í vísindaferðir, fá sér Hámukaffi í pásum eða einfaldlega að læra saman er stór hluti þess að vera stúdent. Þegar maður er í námi myndar maður tengsl við samnemendur sína til frambúðar og svalar hinni félagslegu þörf. Það er órjúfanlegur hluti þess að vera í háskóla að hitta, kynnast og mynda tengsl við aðra stúdenta. Tengslanet mitt margfaldaðist þegar ég byrjaði í námi og það er eitt það mikilvægasta sem ég tek með mér útí lífið. Á þessum tímum er mikil hætta á að einstaklingar einangrist félagslega. Þessir tímar gætu reynst einstaklingum sem eru ekki sterkir félagslega, eru í jaðarsettum hópum eða eru að taka sín fyrstu skref innan háskólans erfiðir. Ég fagna því þó að nýnemar eru í forgangi þegar kemur að því að mæta í tíma, en eftir sitja mörg þúsund stúdentar heima og eiga ekki kost á því að mæta í tíma. Því fylgir aukin hætta á að fólk flosni upp úr námi. Það er krefjandi að vera í háskólanámi og krefst mikils sjálfsaga sem er erfiðara að viðhalda einn heima hjá sér. Að mæta í kennslustund er ákveðinn hvati til þess að stunda nám og fá sem mest út úr náminu. Töluverð umræða hefur átt sér stað um andlega heilsu á tímum Covid-19. Á þessum undarlegu tímum finna margir fyrir kvíða og álagi og eru stúdentar alls ekki undanskildir því. Þegar ég tók mín fyrstu skref í háskólanum, vissi ég ekki hvaðan stóð á mig veðrið. Stökkið úr menntaskóla í háskóla er stórt fyrir marga og flestir hafa ekki hugmynd um hvað þeir eru að gera eða hvernig þeir eiga að læra. Ég get ekki ímyndað mér að vera nýnemi og vera heima í tíma. Það að vakna, koma sér á fætur er mikilvægur hluti dagsins og maður sér ekki tilganginn í klæða sig, einungis til að sitja einn heima í tíma. Hvatinn til þess að viðhalda venjulegri daglegri rútínu er frekar til staðar þegar maður hittir annað fólk eða einfaldlega fer út úr húsi. Að vera heima hjá sér í tíma alla vikuna gerir engum gott til lengdar, sérstaklega fyrir stúdenta sem búa einir og eiga þess vegna meira á hættu að einangrast. Höfundur er nemi í meistaranámi í lagadeild Háskóla Íslands, tók virkan þátt í stúdenta pólitík og var formaður Vöku. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég er að taka mín fyrstu skref í meistaranámi við lagadeild Háskóla Íslands og þau skref eru heldur frábrugðin því þegar ég byrjaði í Háskólanum, allt vegna Covid-19 faraldursins. Í ár var metaðsókn í nám við Háskóla Íslands, um 12.000 umsóknir bárust í bæði grunn- og framhaldsnám. Ég hef setið mínar fyrstu “kennslustundir” heima hjá mér, ein í litlu íbúðinni minni á stúdentagörðunum. Eins og margir aðrir stúdentar er ég á náttfötunum með kaffibolla, upp í rúmi að hlusta á fyrirlestur. Að vera í háskóla þýðir ekki einungis að læra allan liðlangan daginn og á endanum næla sér í gráðu, heldur er félagslegi hlutinn gríðarlega mikilvægur. Að mínu mati er félagslegi hlutinn ekki síður mikilvægur. Að fara í vísindaferðir, fá sér Hámukaffi í pásum eða einfaldlega að læra saman er stór hluti þess að vera stúdent. Þegar maður er í námi myndar maður tengsl við samnemendur sína til frambúðar og svalar hinni félagslegu þörf. Það er órjúfanlegur hluti þess að vera í háskóla að hitta, kynnast og mynda tengsl við aðra stúdenta. Tengslanet mitt margfaldaðist þegar ég byrjaði í námi og það er eitt það mikilvægasta sem ég tek með mér útí lífið. Á þessum tímum er mikil hætta á að einstaklingar einangrist félagslega. Þessir tímar gætu reynst einstaklingum sem eru ekki sterkir félagslega, eru í jaðarsettum hópum eða eru að taka sín fyrstu skref innan háskólans erfiðir. Ég fagna því þó að nýnemar eru í forgangi þegar kemur að því að mæta í tíma, en eftir sitja mörg þúsund stúdentar heima og eiga ekki kost á því að mæta í tíma. Því fylgir aukin hætta á að fólk flosni upp úr námi. Það er krefjandi að vera í háskólanámi og krefst mikils sjálfsaga sem er erfiðara að viðhalda einn heima hjá sér. Að mæta í kennslustund er ákveðinn hvati til þess að stunda nám og fá sem mest út úr náminu. Töluverð umræða hefur átt sér stað um andlega heilsu á tímum Covid-19. Á þessum undarlegu tímum finna margir fyrir kvíða og álagi og eru stúdentar alls ekki undanskildir því. Þegar ég tók mín fyrstu skref í háskólanum, vissi ég ekki hvaðan stóð á mig veðrið. Stökkið úr menntaskóla í háskóla er stórt fyrir marga og flestir hafa ekki hugmynd um hvað þeir eru að gera eða hvernig þeir eiga að læra. Ég get ekki ímyndað mér að vera nýnemi og vera heima í tíma. Það að vakna, koma sér á fætur er mikilvægur hluti dagsins og maður sér ekki tilganginn í klæða sig, einungis til að sitja einn heima í tíma. Hvatinn til þess að viðhalda venjulegri daglegri rútínu er frekar til staðar þegar maður hittir annað fólk eða einfaldlega fer út úr húsi. Að vera heima hjá sér í tíma alla vikuna gerir engum gott til lengdar, sérstaklega fyrir stúdenta sem búa einir og eiga þess vegna meira á hættu að einangrast. Höfundur er nemi í meistaranámi í lagadeild Háskóla Íslands, tók virkan þátt í stúdenta pólitík og var formaður Vöku. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun