Verkfalli olíustarfsmanna gæti lokið í dag Kjartan Kjartansson skrifar 9. október 2020 13:01 Sex norskum olíuborpöllum hefur þegar verið lokað vegna verkfallsins og sjö gætu lokað á næstu dögum dragist það á langinn. Vísir/EPA Tíu daga löngu verkfalli norskra olíu- og gasverkamanna gæti lokið í dag fallist stéttarfélag þeirra á tilboð olíufyrirtækja. Olíuframleiðsla Noregs gæti dregist saman um fjórðung haldi verkfallið áfram inn í næstu viku. Sex olíu- og gasborpöllum var lokað vegna verkfallsaðgerðanna á mánudag og gætu sjö bæst við á næstu dögum haldi deilurnar áfram. Framleiðslan gæti þá dregist saman um hátt í milljón tunnur af hráolíu á dag. Norska olíu- og gassambandið (NOG) ætlar að leggja fram nýtt tilboð til þess að höggva á hnútinn í dag. Audun Ingvartsen, leiðtogi verkalýðsfélagsins Lederne, segist vonast eftir samningi strax í dag. Viðræður halda áfram hjá ríkissáttasemjara í dag. Olíuverkamenn í Noregi eru á meðal þeirra hæst launuðu í Evrópu en eru þó á lægri launum en starfssystkini þeirra í Ástralíu og Norður-Ameríku, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Félag þeirra krefst þess að laun starfsmanna á landi og á olíuborpöllum úti á hafi verði jöfnuð og frekari launahækkana en fyrirtækin hafa boðið til þessa. Noregur Bensín og olía Tengdar fréttir Verkfall í Noregi gæti stöðvað fjórðung olíuframleiðslu Framleiðsla á olíu og gasi gæti dregist saman um allt að fjórðung vegna verkfalls starfsmanna í olíuiðnaði í Noregi. Heimsmarkaðsverð á olíu gæti hækkað fyrir vikið. Norska ríkisstjórnin ætlar ekki að grípa inn í verkfallið eins og sakir standa. 8. október 2020 14:34 Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Tíu daga löngu verkfalli norskra olíu- og gasverkamanna gæti lokið í dag fallist stéttarfélag þeirra á tilboð olíufyrirtækja. Olíuframleiðsla Noregs gæti dregist saman um fjórðung haldi verkfallið áfram inn í næstu viku. Sex olíu- og gasborpöllum var lokað vegna verkfallsaðgerðanna á mánudag og gætu sjö bæst við á næstu dögum haldi deilurnar áfram. Framleiðslan gæti þá dregist saman um hátt í milljón tunnur af hráolíu á dag. Norska olíu- og gassambandið (NOG) ætlar að leggja fram nýtt tilboð til þess að höggva á hnútinn í dag. Audun Ingvartsen, leiðtogi verkalýðsfélagsins Lederne, segist vonast eftir samningi strax í dag. Viðræður halda áfram hjá ríkissáttasemjara í dag. Olíuverkamenn í Noregi eru á meðal þeirra hæst launuðu í Evrópu en eru þó á lægri launum en starfssystkini þeirra í Ástralíu og Norður-Ameríku, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Félag þeirra krefst þess að laun starfsmanna á landi og á olíuborpöllum úti á hafi verði jöfnuð og frekari launahækkana en fyrirtækin hafa boðið til þessa.
Noregur Bensín og olía Tengdar fréttir Verkfall í Noregi gæti stöðvað fjórðung olíuframleiðslu Framleiðsla á olíu og gasi gæti dregist saman um allt að fjórðung vegna verkfalls starfsmanna í olíuiðnaði í Noregi. Heimsmarkaðsverð á olíu gæti hækkað fyrir vikið. Norska ríkisstjórnin ætlar ekki að grípa inn í verkfallið eins og sakir standa. 8. október 2020 14:34 Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Verkfall í Noregi gæti stöðvað fjórðung olíuframleiðslu Framleiðsla á olíu og gasi gæti dregist saman um allt að fjórðung vegna verkfalls starfsmanna í olíuiðnaði í Noregi. Heimsmarkaðsverð á olíu gæti hækkað fyrir vikið. Norska ríkisstjórnin ætlar ekki að grípa inn í verkfallið eins og sakir standa. 8. október 2020 14:34