Borgarlínan er samfélagslega arðbær Lilja Guðríður Karlsdóttir skrifar 13. október 2020 07:00 Sameiginlegir sjóðir skattgreiðenda eru takmörkuð auðlind og því mikilvægt fyrir stjórnvöld að forgangsraða verkefnum. Í efnahagslegri greiningu OECD á Íslandi árið 2019 var ein helsta ráðleggingin til að bæta opinberar fjárfestingar sú að framkvæma ítarlega félagshagfræðilega greiningu (arðsemismat) áður en ráðist er í stór innviðaverkefni. Nú er slíkri greiningu á fyrsta áfanga Borgarlínunnar lokið en samkvæmt henni mun verkefnið skila samfélagslegum ábata sem nemur 26 milljörðum króna umfram kostnað. Innri arðsemi er metin rétt tæp 7% að raunvirði. Hvað er félagshagfræðileg greining? Félagshagfræðileg greining (en. Socioeconomic analysis) metur kostnað og ábata verkefnis og lýsir þeim áhrifum sem ólíkir aðilar eða þættir verða fyrir, t.d. notendur, yfirvöld, helstu ferðamátar og umhverfið. Þannig næst heildrænt og samanburðarhæft mat á arðsemi verkefnis sem skoðað er: Ef ábatinn er meiri en kostnaðurinn þá er almennt talið fýsilegt að framkvæma verkefnið. Þeir þættir sem metnir voru í félagshagfræðilegri greiningu á Borgarlínunni voru stofnkostnaður, rekstrarkostnaður, tekjur, ferðatímasparnaður, ferðakostnaður, slysakostnaður, CO2 útblástur, mengun og hávaði. Greiningin var unnin af verkfræðistofunni Mannviti og dönsku ráðgjafastofunni COWI samkvæmt leiðbeiningum Evrópusambandsins en reiknilíkanið sem notast var við er þróað af danska samgönguráðuneytinu. 26 milljarða samfélagslegur ábati Helstu niðurstöður félagshagfræðilegu greiningarinnar á fyrsta áfanga Borgarlínu er að verkefnið er samfélagslega arðbært: Samfélagslegur ábati verkefnisins er metinn tæpir 26 milljarðar króna að núvirði umfram stofn- og rekstrarkostnað á því 30 ára tímabili sem greiningin nær yfir. Innri arðsemi verkefnisins er metin rétt tæp 7%. Þar sem verkefnið er ennþá á frumdragastigi, og því enn töluverð óvissa í forsendum, var næmnigreining unnin á þónokkrum þáttum í þeim tilgangi að skoða hvaða áhrif það hefur á niðurstöður félagshagfræðilegu greiningarinnar ef tilteknar forsendur breytast eftir því sem verkefninu vindur fram, t.d. ef rekstrarkostnaður myndi hækka um helming, ef stofnkostnaður myndi hækka um fjórðung eða ef árleg umferðaraukning á höfuðborgarsvæðinu yrði meiri eða minni en gert var ráð fyrir. Niðurstöður næmnigreiningarinnar voru skýrar og sýndu að verkefnið hélst samfélagslega arðsamt þrátt fyrir breytingar á öllum þáttum næmnigreiningarinnar. Jákvæðar niðurstöður fyrir samfélag og umhverfi Félagshagfræðilega greiningin gefur sterklega til kynna að Borgarlínan muni reynast jákvæð fyrir bæði samfélagið og umhverfið sem er mikið ánægjuefni. Stefnt er að því að framkvæmdir við fyrsta áfanga hefjast á þarnæsta ári og ég hvet alla áhugasama um að kynna sér verkefnið nánar á www.borgarlinan.is en þar er meðal annars að finna félagshagfræðilegu greininguna í heild sinni ásamt öðru ítarefni. Höfundur er samgönguverkfræðingur á Verkefnastofu Borgarlínunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sameiginlegir sjóðir skattgreiðenda eru takmörkuð auðlind og því mikilvægt fyrir stjórnvöld að forgangsraða verkefnum. Í efnahagslegri greiningu OECD á Íslandi árið 2019 var ein helsta ráðleggingin til að bæta opinberar fjárfestingar sú að framkvæma ítarlega félagshagfræðilega greiningu (arðsemismat) áður en ráðist er í stór innviðaverkefni. Nú er slíkri greiningu á fyrsta áfanga Borgarlínunnar lokið en samkvæmt henni mun verkefnið skila samfélagslegum ábata sem nemur 26 milljörðum króna umfram kostnað. Innri arðsemi er metin rétt tæp 7% að raunvirði. Hvað er félagshagfræðileg greining? Félagshagfræðileg greining (en. Socioeconomic analysis) metur kostnað og ábata verkefnis og lýsir þeim áhrifum sem ólíkir aðilar eða þættir verða fyrir, t.d. notendur, yfirvöld, helstu ferðamátar og umhverfið. Þannig næst heildrænt og samanburðarhæft mat á arðsemi verkefnis sem skoðað er: Ef ábatinn er meiri en kostnaðurinn þá er almennt talið fýsilegt að framkvæma verkefnið. Þeir þættir sem metnir voru í félagshagfræðilegri greiningu á Borgarlínunni voru stofnkostnaður, rekstrarkostnaður, tekjur, ferðatímasparnaður, ferðakostnaður, slysakostnaður, CO2 útblástur, mengun og hávaði. Greiningin var unnin af verkfræðistofunni Mannviti og dönsku ráðgjafastofunni COWI samkvæmt leiðbeiningum Evrópusambandsins en reiknilíkanið sem notast var við er þróað af danska samgönguráðuneytinu. 26 milljarða samfélagslegur ábati Helstu niðurstöður félagshagfræðilegu greiningarinnar á fyrsta áfanga Borgarlínu er að verkefnið er samfélagslega arðbært: Samfélagslegur ábati verkefnisins er metinn tæpir 26 milljarðar króna að núvirði umfram stofn- og rekstrarkostnað á því 30 ára tímabili sem greiningin nær yfir. Innri arðsemi verkefnisins er metin rétt tæp 7%. Þar sem verkefnið er ennþá á frumdragastigi, og því enn töluverð óvissa í forsendum, var næmnigreining unnin á þónokkrum þáttum í þeim tilgangi að skoða hvaða áhrif það hefur á niðurstöður félagshagfræðilegu greiningarinnar ef tilteknar forsendur breytast eftir því sem verkefninu vindur fram, t.d. ef rekstrarkostnaður myndi hækka um helming, ef stofnkostnaður myndi hækka um fjórðung eða ef árleg umferðaraukning á höfuðborgarsvæðinu yrði meiri eða minni en gert var ráð fyrir. Niðurstöður næmnigreiningarinnar voru skýrar og sýndu að verkefnið hélst samfélagslega arðsamt þrátt fyrir breytingar á öllum þáttum næmnigreiningarinnar. Jákvæðar niðurstöður fyrir samfélag og umhverfi Félagshagfræðilega greiningin gefur sterklega til kynna að Borgarlínan muni reynast jákvæð fyrir bæði samfélagið og umhverfið sem er mikið ánægjuefni. Stefnt er að því að framkvæmdir við fyrsta áfanga hefjast á þarnæsta ári og ég hvet alla áhugasama um að kynna sér verkefnið nánar á www.borgarlinan.is en þar er meðal annars að finna félagshagfræðilegu greininguna í heild sinni ásamt öðru ítarefni. Höfundur er samgönguverkfræðingur á Verkefnastofu Borgarlínunnar.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun