Allt bendir til öruggs sigurs sósíalista í Bólivíu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. október 2020 07:50 Luis Arce sést hér fyrir miðri mynd fagna sigri með stuðningsmönnum sínum. Getty/Gaston Brito Miserocch Allt bendir til þess að Luis Arce, frambjóðandi sósíalista í forsetakosningunum sem fram fóru í Bólivíu um helgina, hafi unnið öruggan sigur, þannig að ekki þurfi að kjósa á ná á milli tveggja efstu manna. Kosningarnar fóru friðsamlega fram og útgönguspár benda til þess að Arce hafi fengið 52,4 prósent atkvæða í kosningunum, rúmum 20 prósentum meira en hægrimaðurinn Carlos Mesa, sem er fyrrverandi forseti landsins. Þó á eftir að telja mikinn meirihluta atkvæða í landinu og því óljóst hvernig atkvæði munu nákvæmlega skiptast. Í Bólivíu þarf frambjóðandi að ná að minnsta kosti 40 prósentum atkvæða og tíu prósenta forskoti á næsta mann til að ná kjöri í fyrstu atrennu. Luis Arce er frambjóðandi flokks fyrrverandi forseta Bólivíu, Evo Morales, sem hrökklaðist frá völdum og í útlegð til Argentínu í fyrra vegna ásakana um kosningasvindl og blóðug mótmæli. Morales hafði þá verið forseti í fjórtán ár. Arce er fyrrverandi efnahagsmálaráðherra Morales sem hefur stutt við bakið á lærisveini sínum með ráð og dáð úr útlegðinni. Kosningarnar nú eru sagðar ákveðinn prófsteinn á lýðræðið í landinu og sagði Arce í ræðu sinni þegar hann lýsti yfir sigri að lýðræðið hefði verið endurheimt í Bólivíu. Hann lofaði að standa við fyrirætlanir sínar og sagði að ríkisstjórn sín yrði ríkisstjórn allra íbúa Bólivíu. Bólivía Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Allt bendir til þess að Luis Arce, frambjóðandi sósíalista í forsetakosningunum sem fram fóru í Bólivíu um helgina, hafi unnið öruggan sigur, þannig að ekki þurfi að kjósa á ná á milli tveggja efstu manna. Kosningarnar fóru friðsamlega fram og útgönguspár benda til þess að Arce hafi fengið 52,4 prósent atkvæða í kosningunum, rúmum 20 prósentum meira en hægrimaðurinn Carlos Mesa, sem er fyrrverandi forseti landsins. Þó á eftir að telja mikinn meirihluta atkvæða í landinu og því óljóst hvernig atkvæði munu nákvæmlega skiptast. Í Bólivíu þarf frambjóðandi að ná að minnsta kosti 40 prósentum atkvæða og tíu prósenta forskoti á næsta mann til að ná kjöri í fyrstu atrennu. Luis Arce er frambjóðandi flokks fyrrverandi forseta Bólivíu, Evo Morales, sem hrökklaðist frá völdum og í útlegð til Argentínu í fyrra vegna ásakana um kosningasvindl og blóðug mótmæli. Morales hafði þá verið forseti í fjórtán ár. Arce er fyrrverandi efnahagsmálaráðherra Morales sem hefur stutt við bakið á lærisveini sínum með ráð og dáð úr útlegðinni. Kosningarnar nú eru sagðar ákveðinn prófsteinn á lýðræðið í landinu og sagði Arce í ræðu sinni þegar hann lýsti yfir sigri að lýðræðið hefði verið endurheimt í Bólivíu. Hann lofaði að standa við fyrirætlanir sínar og sagði að ríkisstjórn sín yrði ríkisstjórn allra íbúa Bólivíu.
Bólivía Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira