Bannað að segja fjölmiðlum frá veikindum sínum um borð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2020 16:38 Farið um borð í Júlíus Geirmundsson í vikunni. Vísir/Hafþór Gunnarsson Skipverjar á frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni segjast margir hverja hafa verið alvarlega veikir í þriggja vikna túr á miðunum. Þeir hafi verið með mikinn hita, öndunarörðugleika auk fleiri þekktra einkenna Covid-19 sjúkdómsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Verkalýðsfélagi Vestfirðinga eftir fund með skipverjunum. Tilefni fundarins var hópsmit sem skipverjar urðu fyrir í kjölfar þess að Hraðfrystihúsið Gunnvör (HG) hundsaði tilmæli um viðbrögð frá sóttvarnaryfirvöldum, að því er segir á heimasíðu Verkvest. Á þriðja tug skipverja sóttu fundinn. 25 skipverjar voru um borð í skipinu í umræddri ferð og annars eins hópur í landi. Fundurinn var bæði fyrir þá sem ekki tóku þátt í veiðiferðinni og um leið fjarfundur fyrir þá sem höfðu sýkst, eru í sóttkví eða sættu einangrun. Framkvæmdastjóri HG og skipstjórinn á Júlíusi Geirmundssyni hafa viðurkennt í yfirlýsingu að eftir á að hyggja hefði átt að fara fyrr í land. Þeir hafi þó verið í sambandi við sóttvarnalæni. Þeir hafa ekki viljað svara spurningum fjölmiðla varðandi þetta atriði. Mikill hiti og öndunarörðugleikar „Ljóst er af frásögnum skipverja að ástandið um borð varð mjög alvarlegt og skipverjar margir hverjir alvarlega veikir með mikinn hita, öndunarörðuleika ásamt fleiri þekktum Covid einkennum,“ segir í tilkynningunni. „Þrátt fyrir þessu skýru einkenni um sýkingu töldu hvorki útgerð né skipstjóri ástæðu til að tilkynna um veikindin til sóttvarnaryfirvalda eða Landhelgisgæslu eða halda skipi til hafnar þannig að hægt væri að framkvæma sýnatöku og koma í veg fyrir frekari smit um borð.“ Skipverjar spyrja: „Hver er að ljúga að okkur?“ Þeir vísa til þess að Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum, hafi lýst yfir að hann vildi fá skipverja í sýnatöku á þriðja degi veiðiferðar. En það sé á skjön við það sem fram hafi komið í Kastljósviðtali við Þórólf Guðnason sóttvarnarlækni í gær. Þar hefði sóttvarnalæknir sagt að ekkert hafi bent til þess að um hópsmit væri að ræða. Ekki aðgangur að klefa vegna veikinda klefafélaga „Allt frá öðrum degi veiðiferðar hafi skipstjórinn skipað mönnum í einangrun meðan þeir voru sem veikastir. Meðan skipverji var í einangrun þurfti klefafélagi hans að búa við það að sofa í sjónvarpsklefa án aðgangs að persónulegum munum sínum, s.s. hreinum fatnaði o.fl.“ Aðstæður skipverja hafi því vægast sagt verið skelfilegar þar sem þeir veiktust einn af öðrum og höfðu ekki aðrar bjargir en verkjalyf til að halda sér gangandi þar sem skipið var við veiðar og vinnslan í gangi. „Síðar kom í ljós að lyfjabirgðir voru ekki nægar og þurfti þá að handvelja úr hverjir væru veikastir og þyrftu mest á verkjalyfjum að halda.“ Skeytingarleysi útgerðar og/eða skipstjóra gagnvart heilsu og öryggi skipverja í umræddri veiðiferð virðist því hafa verið algert, segir í tilkynningu verkalýðsfélagsins. Bergvin Eyþórsson, varaformaður Verkalýðsfélags Vestfjarða, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að skipverjar hafi fundað með Verkalýsðfélaginu í dag þar sem þeir hafi lýst aðstæðum. „Þeir lýstu ferlinu strákarnir og voru bæði reiðir og hræddir. Þeim fannst ekki hafa verið komið vel fram við sig. Þeim finnst útgerðin ekki hafa haft velferð þeirra að leiðarljósi,“ segir Bergvin. „Sjómenn vinna náttúrulega alltaf þannig að menn víkja sér ekkert undan því nema þeir geti bara ekki meir. Það gerðist náttúrulega í þessu tilfelli.“ Hafi ekki mátt ræða veikindi út á við „Skipverjum var bannað að ræða veikindin út á við en máttu ræða við fjölskyldur. Ítrekað var að ræða ekki veikindin og á 3ju viku sjóferðar var sett á algert bann við að minnast á veikindin á samfélagsmiðlum eða við fréttamenn. Þannig var skipverjum haldið nauðugum og veikum við vinnu út á sjó, í brælu og lélegu fiskeríi á meðan Covid sýking herjaði á áhöfnina,“ segir í tilkynningu verkalýðsfélagsins eftir fundinn með skipverjum. Næstu skref Verk Vest sé að leita samstarfs við önnur stéttarfélög sjómanna um borð í Júlíusi Geirmundssyni þar sem ljóst þykir að brotið hafi verið alvarlega gegn skipverjum. „Verk Vest hefur verið í samráði við lögmenn félagsins um næstu skref. Allir áhafnarmeðlimir í Verk Vest hafa ákveðið að fela félaginu umboð til að fara með sín mál er varða réttindi- og launamál. Þá hefur félagið fregnir af því að landað verði úr skipinu á morgun án þess að sótthreinsun á skipinu hafi farið fram.“ Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Vinnumarkaður Fjölmiðlar Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Tengdar fréttir „Þetta er ljóta helvítis yfirklórið og drullumokstur“ Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum, segir tilmæli sín mjög einföld þegar komi að einkennum vegna Covid. Skipti þá engu hvort menn séu á sjó eða í landi. Menn eigi að koma í sýnatöku. 22. október 2020 12:39 Segja að rétt hefði verið að snúa Júlíusi Geirmundssyni til hafnar fyrr Kalla hefði átt Júlíus Geirmundsson til hafnar fyrr og segja alla áhöfn skipsins í skimun fyrir Covid-19, miðað við þá vitneskju sem nú liggur fyrir. Þetta kemur fram í yfirlýsing á vef Hraðfrystihússins Gunnvarar, sem gerir út frystitogarann. 21. október 2020 23:00 Allir skipverjarnir nema einn yfirgefa togarann Skipverjarnir 25 á Júlíusi Geirmundssyni hafa fengið leyfi til að yfirgefa skipið og munu allir nema einn gera það í dag. 21. október 2020 15:33 Vill ekki svara hvers vegna skipinu var ekki snúið við Framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar hf, sem gerir út Júlíus Geirmundsson ÍS 270, vill ekki svara því hvers vegna ekki var farið í land þegar fór að bera á veikindum meðal skipverja. 21. október 2020 14:12 Nokkurra vikna slappleiki og 19 skipverjar með Covid-19 Nú um hádegisleytið tekur heilbrigðisstarfsfólk á Vestfjörðum á móti áhöfn frystiskipsins Júlíusar Geirmundssonar Ís 270 á Ísafirði en langflestir skipverjar eru smitaðir af Covid-19. Til greina kemur að opna tímabundið farsóttarhús á Vestfjörðum. 20. október 2020 12:11 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Skipverjar á frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni segjast margir hverja hafa verið alvarlega veikir í þriggja vikna túr á miðunum. Þeir hafi verið með mikinn hita, öndunarörðugleika auk fleiri þekktra einkenna Covid-19 sjúkdómsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Verkalýðsfélagi Vestfirðinga eftir fund með skipverjunum. Tilefni fundarins var hópsmit sem skipverjar urðu fyrir í kjölfar þess að Hraðfrystihúsið Gunnvör (HG) hundsaði tilmæli um viðbrögð frá sóttvarnaryfirvöldum, að því er segir á heimasíðu Verkvest. Á þriðja tug skipverja sóttu fundinn. 25 skipverjar voru um borð í skipinu í umræddri ferð og annars eins hópur í landi. Fundurinn var bæði fyrir þá sem ekki tóku þátt í veiðiferðinni og um leið fjarfundur fyrir þá sem höfðu sýkst, eru í sóttkví eða sættu einangrun. Framkvæmdastjóri HG og skipstjórinn á Júlíusi Geirmundssyni hafa viðurkennt í yfirlýsingu að eftir á að hyggja hefði átt að fara fyrr í land. Þeir hafi þó verið í sambandi við sóttvarnalæni. Þeir hafa ekki viljað svara spurningum fjölmiðla varðandi þetta atriði. Mikill hiti og öndunarörðugleikar „Ljóst er af frásögnum skipverja að ástandið um borð varð mjög alvarlegt og skipverjar margir hverjir alvarlega veikir með mikinn hita, öndunarörðuleika ásamt fleiri þekktum Covid einkennum,“ segir í tilkynningunni. „Þrátt fyrir þessu skýru einkenni um sýkingu töldu hvorki útgerð né skipstjóri ástæðu til að tilkynna um veikindin til sóttvarnaryfirvalda eða Landhelgisgæslu eða halda skipi til hafnar þannig að hægt væri að framkvæma sýnatöku og koma í veg fyrir frekari smit um borð.“ Skipverjar spyrja: „Hver er að ljúga að okkur?“ Þeir vísa til þess að Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum, hafi lýst yfir að hann vildi fá skipverja í sýnatöku á þriðja degi veiðiferðar. En það sé á skjön við það sem fram hafi komið í Kastljósviðtali við Þórólf Guðnason sóttvarnarlækni í gær. Þar hefði sóttvarnalæknir sagt að ekkert hafi bent til þess að um hópsmit væri að ræða. Ekki aðgangur að klefa vegna veikinda klefafélaga „Allt frá öðrum degi veiðiferðar hafi skipstjórinn skipað mönnum í einangrun meðan þeir voru sem veikastir. Meðan skipverji var í einangrun þurfti klefafélagi hans að búa við það að sofa í sjónvarpsklefa án aðgangs að persónulegum munum sínum, s.s. hreinum fatnaði o.fl.“ Aðstæður skipverja hafi því vægast sagt verið skelfilegar þar sem þeir veiktust einn af öðrum og höfðu ekki aðrar bjargir en verkjalyf til að halda sér gangandi þar sem skipið var við veiðar og vinnslan í gangi. „Síðar kom í ljós að lyfjabirgðir voru ekki nægar og þurfti þá að handvelja úr hverjir væru veikastir og þyrftu mest á verkjalyfjum að halda.“ Skeytingarleysi útgerðar og/eða skipstjóra gagnvart heilsu og öryggi skipverja í umræddri veiðiferð virðist því hafa verið algert, segir í tilkynningu verkalýðsfélagsins. Bergvin Eyþórsson, varaformaður Verkalýðsfélags Vestfjarða, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að skipverjar hafi fundað með Verkalýsðfélaginu í dag þar sem þeir hafi lýst aðstæðum. „Þeir lýstu ferlinu strákarnir og voru bæði reiðir og hræddir. Þeim fannst ekki hafa verið komið vel fram við sig. Þeim finnst útgerðin ekki hafa haft velferð þeirra að leiðarljósi,“ segir Bergvin. „Sjómenn vinna náttúrulega alltaf þannig að menn víkja sér ekkert undan því nema þeir geti bara ekki meir. Það gerðist náttúrulega í þessu tilfelli.“ Hafi ekki mátt ræða veikindi út á við „Skipverjum var bannað að ræða veikindin út á við en máttu ræða við fjölskyldur. Ítrekað var að ræða ekki veikindin og á 3ju viku sjóferðar var sett á algert bann við að minnast á veikindin á samfélagsmiðlum eða við fréttamenn. Þannig var skipverjum haldið nauðugum og veikum við vinnu út á sjó, í brælu og lélegu fiskeríi á meðan Covid sýking herjaði á áhöfnina,“ segir í tilkynningu verkalýðsfélagsins eftir fundinn með skipverjum. Næstu skref Verk Vest sé að leita samstarfs við önnur stéttarfélög sjómanna um borð í Júlíusi Geirmundssyni þar sem ljóst þykir að brotið hafi verið alvarlega gegn skipverjum. „Verk Vest hefur verið í samráði við lögmenn félagsins um næstu skref. Allir áhafnarmeðlimir í Verk Vest hafa ákveðið að fela félaginu umboð til að fara með sín mál er varða réttindi- og launamál. Þá hefur félagið fregnir af því að landað verði úr skipinu á morgun án þess að sótthreinsun á skipinu hafi farið fram.“
Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Vinnumarkaður Fjölmiðlar Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Tengdar fréttir „Þetta er ljóta helvítis yfirklórið og drullumokstur“ Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum, segir tilmæli sín mjög einföld þegar komi að einkennum vegna Covid. Skipti þá engu hvort menn séu á sjó eða í landi. Menn eigi að koma í sýnatöku. 22. október 2020 12:39 Segja að rétt hefði verið að snúa Júlíusi Geirmundssyni til hafnar fyrr Kalla hefði átt Júlíus Geirmundsson til hafnar fyrr og segja alla áhöfn skipsins í skimun fyrir Covid-19, miðað við þá vitneskju sem nú liggur fyrir. Þetta kemur fram í yfirlýsing á vef Hraðfrystihússins Gunnvarar, sem gerir út frystitogarann. 21. október 2020 23:00 Allir skipverjarnir nema einn yfirgefa togarann Skipverjarnir 25 á Júlíusi Geirmundssyni hafa fengið leyfi til að yfirgefa skipið og munu allir nema einn gera það í dag. 21. október 2020 15:33 Vill ekki svara hvers vegna skipinu var ekki snúið við Framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar hf, sem gerir út Júlíus Geirmundsson ÍS 270, vill ekki svara því hvers vegna ekki var farið í land þegar fór að bera á veikindum meðal skipverja. 21. október 2020 14:12 Nokkurra vikna slappleiki og 19 skipverjar með Covid-19 Nú um hádegisleytið tekur heilbrigðisstarfsfólk á Vestfjörðum á móti áhöfn frystiskipsins Júlíusar Geirmundssonar Ís 270 á Ísafirði en langflestir skipverjar eru smitaðir af Covid-19. Til greina kemur að opna tímabundið farsóttarhús á Vestfjörðum. 20. október 2020 12:11 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
„Þetta er ljóta helvítis yfirklórið og drullumokstur“ Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum, segir tilmæli sín mjög einföld þegar komi að einkennum vegna Covid. Skipti þá engu hvort menn séu á sjó eða í landi. Menn eigi að koma í sýnatöku. 22. október 2020 12:39
Segja að rétt hefði verið að snúa Júlíusi Geirmundssyni til hafnar fyrr Kalla hefði átt Júlíus Geirmundsson til hafnar fyrr og segja alla áhöfn skipsins í skimun fyrir Covid-19, miðað við þá vitneskju sem nú liggur fyrir. Þetta kemur fram í yfirlýsing á vef Hraðfrystihússins Gunnvarar, sem gerir út frystitogarann. 21. október 2020 23:00
Allir skipverjarnir nema einn yfirgefa togarann Skipverjarnir 25 á Júlíusi Geirmundssyni hafa fengið leyfi til að yfirgefa skipið og munu allir nema einn gera það í dag. 21. október 2020 15:33
Vill ekki svara hvers vegna skipinu var ekki snúið við Framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar hf, sem gerir út Júlíus Geirmundsson ÍS 270, vill ekki svara því hvers vegna ekki var farið í land þegar fór að bera á veikindum meðal skipverja. 21. október 2020 14:12
Nokkurra vikna slappleiki og 19 skipverjar með Covid-19 Nú um hádegisleytið tekur heilbrigðisstarfsfólk á Vestfjörðum á móti áhöfn frystiskipsins Júlíusar Geirmundssonar Ís 270 á Ísafirði en langflestir skipverjar eru smitaðir af Covid-19. Til greina kemur að opna tímabundið farsóttarhús á Vestfjörðum. 20. október 2020 12:11