Sean Connery er látinn Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2020 12:37 Sean Connery í Skotlandi árið 2012. Getty/Gary Gershoff Stórleikarinn skoski, Sean Connery, er látinn. Hann var 90 ára gamall og var hvað þekktastur fyrir að leika njósnarann James Bond í sjö kvikmyndum. Hann var einnig þekktur fyrir leik sinn í Indiana Jones, The Hunt for Red October, The Untouchables og The Rock, svo eitthvað sé nefnt. Dánarorsök hans er ekki ljós að svo stöddu en fjölskylda Connery tilkynnti andlát hans í dag. Meðal annars vann hann Óskarsverðlaun, Golden Globes og Bafta verðlaun á ferli sínum sem spannaði marga áratugi. Óskarsverðlaunin vann hann fyrir leik sinn í The Untouchables og þar að auki var hann gerður að riddara af Elísabetu Bretadrottningu árið 2000. Hann lék síðast í kvikmynd sem kom út árið 2012. Samkvæmt IMDB var hans fyrsta verk gefið út 1954. Connery er frá Fountainbridge í Edinburgh og fæddist árið 1930. Árið 1948 gekk hann til liðs við breska sjóherinn en þurfti að hætta þar vegna heilsuástæðna. Þá hóf hann líkamsrækt og byrjaði að vinna sem fyrirsæta. Árið 1953 tók hann svo þátt í Mr Universe keppninni. Hann vann ekki en notaði keppnina til að nálgast hlutverk í London. Hann lék í leikritum og sjónvarpi en lék í sinni fyrstu kvikmynd árið 1957. Sú kvikmynd heitir No Road Back. Þegar hann var þrítugur var hann svo ráðinn til að leika í Dr No, fyrstu kvikmyndinni um breska njósnarann James Bond. Nicola Sturgeon, leiðtogi skosku heimastjórnarinnar, vottaði fjölskyldu Connery samúð sína á Twitter í dag. 6/ My thoughts and condolences are with Micheline, their children and all the family. RIP Sir Sean Connery— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) October 31, 2020 Andlát Bíó og sjónvarp James Bond Bretland Skotland Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Stórleikarinn skoski, Sean Connery, er látinn. Hann var 90 ára gamall og var hvað þekktastur fyrir að leika njósnarann James Bond í sjö kvikmyndum. Hann var einnig þekktur fyrir leik sinn í Indiana Jones, The Hunt for Red October, The Untouchables og The Rock, svo eitthvað sé nefnt. Dánarorsök hans er ekki ljós að svo stöddu en fjölskylda Connery tilkynnti andlát hans í dag. Meðal annars vann hann Óskarsverðlaun, Golden Globes og Bafta verðlaun á ferli sínum sem spannaði marga áratugi. Óskarsverðlaunin vann hann fyrir leik sinn í The Untouchables og þar að auki var hann gerður að riddara af Elísabetu Bretadrottningu árið 2000. Hann lék síðast í kvikmynd sem kom út árið 2012. Samkvæmt IMDB var hans fyrsta verk gefið út 1954. Connery er frá Fountainbridge í Edinburgh og fæddist árið 1930. Árið 1948 gekk hann til liðs við breska sjóherinn en þurfti að hætta þar vegna heilsuástæðna. Þá hóf hann líkamsrækt og byrjaði að vinna sem fyrirsæta. Árið 1953 tók hann svo þátt í Mr Universe keppninni. Hann vann ekki en notaði keppnina til að nálgast hlutverk í London. Hann lék í leikritum og sjónvarpi en lék í sinni fyrstu kvikmynd árið 1957. Sú kvikmynd heitir No Road Back. Þegar hann var þrítugur var hann svo ráðinn til að leika í Dr No, fyrstu kvikmyndinni um breska njósnarann James Bond. Nicola Sturgeon, leiðtogi skosku heimastjórnarinnar, vottaði fjölskyldu Connery samúð sína á Twitter í dag. 6/ My thoughts and condolences are with Micheline, their children and all the family. RIP Sir Sean Connery— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) October 31, 2020
Andlát Bíó og sjónvarp James Bond Bretland Skotland Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira