Innan við helmingur heimila með fullnægjandi eldvarnir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. nóvember 2020 19:00 Sex hafa látið lífið í fjórum eldsvoðum á þessu ári og hafa dauðsföll af völdum bruna ekki verið fleiri á einu ári undanfarinn áratug. Þá er brunavörnum ábótavant á tæplega helmingi heimila landsins. Tveimur eldvarnaátökum var ýtt úr vör í dag. Slökkvilið landsins hafa farið í tæplega 280 útköll á þessu ári og af þeim eru 90 með hæsta forgang. Þetta er mun meira en síðustu ár. Þá hafa 6 hafa látið lífið í 4 eldsvoðum á árinu en yfirleitt hafa dauðsföllin verið um eitt til tvö á ári. Orsakir um 620 eldsvoða frá 2018 ár eru margvíslegar má nefna að tíu eldsvoðar eru raktir til fikts barna, 30 til framkvæmda, 63 til íkveikju og í 140 tilfellum eru orsökin ókunn. Ertu eldklár? Hús og mannvirkjastofnun hóf landsátakið Eldklár í dag. „Í fyrsta lagi er þetta skelfilega ár þegar kemur að eldsvoðum að líða undir lok. Við skynjum mikinn óhug hjá almenningi og viljum koma inn, fræða og bregðast við þessari stöðu,“ segir Eyrún Viktorsdóttir forvarnarfulltrúi brunavarna hjá Hús og mannvirkjastofnun á Sauðárkróki. Eyrún segir að átakið fara fram á öllu landinu. „Við verðum með myndbönd á heimasíðunni okkar , hms.is og bjóðum fólki að taka þátt í átakinu með því að skrá sig til leiks og svo fær viðkomandi gátlista og fer yfir hvað er í lagi og hvað ekki. Það sem þarf að vera til á öllum heimilum eru reykskynjarar í rýmum, eldvarnarteppi og handslökkvitæki. Þá þarf flóttaáætlun að vera klár, helst á tveimur stöðum,“ segir Eyrún.. Eldvarnarátak slökkviliðsmanna Eldvarnarbandalagið kynnti svo nýja Gallup könnun í gær þar sem fram kemur að fullnægjandi brunavarnir eru aðeins á tæpum helmingi heimila. Það er aðeins einn eða engin reykskynjari á ríflega fjórðungi heimila en mörg heimili eru með slökkvitæki. Þá eru eldvarnir lakastar í fjölbýli. Slökkviliðsmenn hófu líka eldvarnarátak í dag. Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni var kennt að nota handslökkvitæki þegar átakið hófst.Vísir/Sigurjón Eldvarnarátak slökkviliðsmanna hófst einnig í dag og í ár er sjónum beint af þriðju bekkingum grunnskóla og fjölskyldum þeirra. Þríeykið svokallaða fékk að spreyta sig á að slökkva eld í dag þegar átakið var kynnt. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir sagði eftir að hafa spreytt sig á handslökkvitæki: „Ég hefði kannski freistast til að slökkva í með vatni hefði kviknað í þegar við gerum laufabrauðin, en nú veit ég hvernig á að gera þetta og vatn á fitu er algjörlega bannað,“ sagði Þórólfur. Eldur og brennisteinn Húsnæðismál Vinnumarkaður Lögreglumál Slökkvilið Tengdar fréttir Húsnæði lokað vegna lélegra brunavarna Dæmi eru um að húsnæði þar sem fólk býr hafi verið lokað eftir úttekt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í framhaldi brunans á Bræðraborgarstíg 12. júlí 2020 18:40 Þarf meira fjármagn og mannskap ef auka á eldvarnareftirlit Slökkviliðsstjóri segir slökkviliðið ekki í stakk búið til að taka út brunavarnir á heimilum fólks, líkt og velt var upp á fundi Velferðarnefndar í dag. Félagsmálaráðherra segir að skoða þurfi hvort hámark verði sett á lögheimilisskráningar á hvert heimili í kjölfar brunans við Bræðraborgarstíg. 30. júní 2020 19:00 Ráðherra uppfærir reglur um starfsskyldu borgara á hættustundu Reglur um starfsskyldu allra á aldrinum 18 til 65 ára til að starfa í hjálparliði almannavarna sé þess óskað voru uppfærðar á dögunum. 19. mars 2020 15:39 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Sex hafa látið lífið í fjórum eldsvoðum á þessu ári og hafa dauðsföll af völdum bruna ekki verið fleiri á einu ári undanfarinn áratug. Þá er brunavörnum ábótavant á tæplega helmingi heimila landsins. Tveimur eldvarnaátökum var ýtt úr vör í dag. Slökkvilið landsins hafa farið í tæplega 280 útköll á þessu ári og af þeim eru 90 með hæsta forgang. Þetta er mun meira en síðustu ár. Þá hafa 6 hafa látið lífið í 4 eldsvoðum á árinu en yfirleitt hafa dauðsföllin verið um eitt til tvö á ári. Orsakir um 620 eldsvoða frá 2018 ár eru margvíslegar má nefna að tíu eldsvoðar eru raktir til fikts barna, 30 til framkvæmda, 63 til íkveikju og í 140 tilfellum eru orsökin ókunn. Ertu eldklár? Hús og mannvirkjastofnun hóf landsátakið Eldklár í dag. „Í fyrsta lagi er þetta skelfilega ár þegar kemur að eldsvoðum að líða undir lok. Við skynjum mikinn óhug hjá almenningi og viljum koma inn, fræða og bregðast við þessari stöðu,“ segir Eyrún Viktorsdóttir forvarnarfulltrúi brunavarna hjá Hús og mannvirkjastofnun á Sauðárkróki. Eyrún segir að átakið fara fram á öllu landinu. „Við verðum með myndbönd á heimasíðunni okkar , hms.is og bjóðum fólki að taka þátt í átakinu með því að skrá sig til leiks og svo fær viðkomandi gátlista og fer yfir hvað er í lagi og hvað ekki. Það sem þarf að vera til á öllum heimilum eru reykskynjarar í rýmum, eldvarnarteppi og handslökkvitæki. Þá þarf flóttaáætlun að vera klár, helst á tveimur stöðum,“ segir Eyrún.. Eldvarnarátak slökkviliðsmanna Eldvarnarbandalagið kynnti svo nýja Gallup könnun í gær þar sem fram kemur að fullnægjandi brunavarnir eru aðeins á tæpum helmingi heimila. Það er aðeins einn eða engin reykskynjari á ríflega fjórðungi heimila en mörg heimili eru með slökkvitæki. Þá eru eldvarnir lakastar í fjölbýli. Slökkviliðsmenn hófu líka eldvarnarátak í dag. Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni var kennt að nota handslökkvitæki þegar átakið hófst.Vísir/Sigurjón Eldvarnarátak slökkviliðsmanna hófst einnig í dag og í ár er sjónum beint af þriðju bekkingum grunnskóla og fjölskyldum þeirra. Þríeykið svokallaða fékk að spreyta sig á að slökkva eld í dag þegar átakið var kynnt. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir sagði eftir að hafa spreytt sig á handslökkvitæki: „Ég hefði kannski freistast til að slökkva í með vatni hefði kviknað í þegar við gerum laufabrauðin, en nú veit ég hvernig á að gera þetta og vatn á fitu er algjörlega bannað,“ sagði Þórólfur.
Eldur og brennisteinn Húsnæðismál Vinnumarkaður Lögreglumál Slökkvilið Tengdar fréttir Húsnæði lokað vegna lélegra brunavarna Dæmi eru um að húsnæði þar sem fólk býr hafi verið lokað eftir úttekt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í framhaldi brunans á Bræðraborgarstíg 12. júlí 2020 18:40 Þarf meira fjármagn og mannskap ef auka á eldvarnareftirlit Slökkviliðsstjóri segir slökkviliðið ekki í stakk búið til að taka út brunavarnir á heimilum fólks, líkt og velt var upp á fundi Velferðarnefndar í dag. Félagsmálaráðherra segir að skoða þurfi hvort hámark verði sett á lögheimilisskráningar á hvert heimili í kjölfar brunans við Bræðraborgarstíg. 30. júní 2020 19:00 Ráðherra uppfærir reglur um starfsskyldu borgara á hættustundu Reglur um starfsskyldu allra á aldrinum 18 til 65 ára til að starfa í hjálparliði almannavarna sé þess óskað voru uppfærðar á dögunum. 19. mars 2020 15:39 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Húsnæði lokað vegna lélegra brunavarna Dæmi eru um að húsnæði þar sem fólk býr hafi verið lokað eftir úttekt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í framhaldi brunans á Bræðraborgarstíg 12. júlí 2020 18:40
Þarf meira fjármagn og mannskap ef auka á eldvarnareftirlit Slökkviliðsstjóri segir slökkviliðið ekki í stakk búið til að taka út brunavarnir á heimilum fólks, líkt og velt var upp á fundi Velferðarnefndar í dag. Félagsmálaráðherra segir að skoða þurfi hvort hámark verði sett á lögheimilisskráningar á hvert heimili í kjölfar brunans við Bræðraborgarstíg. 30. júní 2020 19:00
Ráðherra uppfærir reglur um starfsskyldu borgara á hættustundu Reglur um starfsskyldu allra á aldrinum 18 til 65 ára til að starfa í hjálparliði almannavarna sé þess óskað voru uppfærðar á dögunum. 19. mars 2020 15:39