Nú er öldin önnur Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 20. nóvember 2020 16:30 Við megum vera þakklát fyrir að lifa á árinu 2020, einhverjir eru ekki sammála mér um að árið 2020 sé endilega gott ár og það er ég heldur ekki að segja. En farsóttir hafa áður gengið yfir heimsbyggðina, við getum verið þakklát fyrir að það sé ekki árið 1918 þegar spænska veikinn gekk yfir Ísland. Í spænsku veikinni létust um 490 Íslendingar fólk á öllum aldri. Vanmáttugt heilbrigðiskerfi ásamt því að lyf og sóttvarnarráðstafanir voru að skornum skammti. Sóttvörnum sem þá var beitt var meðal annars að setja á samgöngubann milli landshluta, bæði þekking og úrræði voru veik. Þegar leið á farsóttina var það gagnrýnt að almennir samkomustaðir hafi ekki verið lokaðir þegar í byrjun farsóttarinnar. Í dag árið 2020 höfum við meiri þekkingu og reynslu, ásamt tækninýjungum sem hjálpar okkur að berjast við hinn ósýnilega vágest. Tækninýjungar og þétt samfélag Fyrir réttri öld var auðvelt að beita þeirri aðferð að stöðva ferðir fólks milli landshluta og einhver samfélög fóru í sjálfskipaða sóttkví til að varna því að sjúkdómurinn næði inn. Í dag er erfiðra að nota þá aðferð þar sem samfélagsgerðin er ólík. En hún kallar á aðrar leiðir. Smitrakningarappið er ein af þeim tækninýjungum sem við höfum nýtt okkur í baráttunni við dreifingu kórónuverunnar. Það voru íslensk fyrirtæki og forritarar frá íslenskri erfðagreiningu sem buðu fram aðstoð sýna við uppbyggingu forritsins án endurgjalds. Það ber að þakka. Þessi íslenska uppfinning hefur komið sér vel við að rekja smitleiðir og mögulega komið í veg fyrir einhver hópsmit sem og varpað ljósi á þá snertifleti veirunnar sem annars hefði tekið drjúgan tíma að finna. Smitrakningarteymi almannavarna hefur unnið mikið og þarft verk við að greina og finna ferðir veirunnar um samfélagið og stjórnvöld hafa brugðist við með snöggum hætti með að setja upp varnir sem hafa sýnt að duga. Þó er það alltaf einstaklingurinn sem ber mesta ábyrgð við að halda niðri útbreiðslu sjúkdómsins. Það hefur gengið alla vega að fara eftir tilmælum en heilt yfir stöndum við okkur vel. Við skrifum söguna Atferli okkar og viðbrögð skrifa söguna og með hverjum degi aukum við þekkingabrunninn sem kynslóðir framtíðar leita í, í sínum verkefnum. Það er erfitt að segja nákvæmlega til um hvort við höfum brugðist rétt við í öllum þeim áskorunum sem við höfum staðið fyrir í þessu faraldri. En við erum að gera okkar besta. Sóttvarnir og einstaklingsfrelsið Nokkrir hafa stigið fram og mótmælt sóttvarnarráðstöfum stjórnvalda. Telja það sé verið að hefta einstaklingsfrelsið og það sé einfaldlega hægt að beina vörnum einungis að viðkvæmum hópum en aðrir geti um frjálst höfuð strokið í samfélaginu. Frelsið er yndislegt en því fylgir ábyrgð. Hvað með frelsi þess hóps sem telja má til viðkvæmra hópa í samfélaginu? Því hafa frjálshyggjupostularnir ekki svarað. Með þeirra hugmyndum yrði frelsi þess hóps ekkert auk þess sem líkur eru á að okkar góða heilbrigðiskerfi standist ekki þá raun og þá á eftir að sinna öðrum sjúkdómum og slys sem tíðkast samhliða heimsfaraldrinum. Hvernig við högum okkur hvert og eitt í sóttvörnum er mikilvægt í þessari baráttu. En ábyrgð okkar í stjórnsýslunni er ekki síður mikilvæg og því ættum við haga orðræðu okkar í samræmi við það. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Sjá meira
Við megum vera þakklát fyrir að lifa á árinu 2020, einhverjir eru ekki sammála mér um að árið 2020 sé endilega gott ár og það er ég heldur ekki að segja. En farsóttir hafa áður gengið yfir heimsbyggðina, við getum verið þakklát fyrir að það sé ekki árið 1918 þegar spænska veikinn gekk yfir Ísland. Í spænsku veikinni létust um 490 Íslendingar fólk á öllum aldri. Vanmáttugt heilbrigðiskerfi ásamt því að lyf og sóttvarnarráðstafanir voru að skornum skammti. Sóttvörnum sem þá var beitt var meðal annars að setja á samgöngubann milli landshluta, bæði þekking og úrræði voru veik. Þegar leið á farsóttina var það gagnrýnt að almennir samkomustaðir hafi ekki verið lokaðir þegar í byrjun farsóttarinnar. Í dag árið 2020 höfum við meiri þekkingu og reynslu, ásamt tækninýjungum sem hjálpar okkur að berjast við hinn ósýnilega vágest. Tækninýjungar og þétt samfélag Fyrir réttri öld var auðvelt að beita þeirri aðferð að stöðva ferðir fólks milli landshluta og einhver samfélög fóru í sjálfskipaða sóttkví til að varna því að sjúkdómurinn næði inn. Í dag er erfiðra að nota þá aðferð þar sem samfélagsgerðin er ólík. En hún kallar á aðrar leiðir. Smitrakningarappið er ein af þeim tækninýjungum sem við höfum nýtt okkur í baráttunni við dreifingu kórónuverunnar. Það voru íslensk fyrirtæki og forritarar frá íslenskri erfðagreiningu sem buðu fram aðstoð sýna við uppbyggingu forritsins án endurgjalds. Það ber að þakka. Þessi íslenska uppfinning hefur komið sér vel við að rekja smitleiðir og mögulega komið í veg fyrir einhver hópsmit sem og varpað ljósi á þá snertifleti veirunnar sem annars hefði tekið drjúgan tíma að finna. Smitrakningarteymi almannavarna hefur unnið mikið og þarft verk við að greina og finna ferðir veirunnar um samfélagið og stjórnvöld hafa brugðist við með snöggum hætti með að setja upp varnir sem hafa sýnt að duga. Þó er það alltaf einstaklingurinn sem ber mesta ábyrgð við að halda niðri útbreiðslu sjúkdómsins. Það hefur gengið alla vega að fara eftir tilmælum en heilt yfir stöndum við okkur vel. Við skrifum söguna Atferli okkar og viðbrögð skrifa söguna og með hverjum degi aukum við þekkingabrunninn sem kynslóðir framtíðar leita í, í sínum verkefnum. Það er erfitt að segja nákvæmlega til um hvort við höfum brugðist rétt við í öllum þeim áskorunum sem við höfum staðið fyrir í þessu faraldri. En við erum að gera okkar besta. Sóttvarnir og einstaklingsfrelsið Nokkrir hafa stigið fram og mótmælt sóttvarnarráðstöfum stjórnvalda. Telja það sé verið að hefta einstaklingsfrelsið og það sé einfaldlega hægt að beina vörnum einungis að viðkvæmum hópum en aðrir geti um frjálst höfuð strokið í samfélaginu. Frelsið er yndislegt en því fylgir ábyrgð. Hvað með frelsi þess hóps sem telja má til viðkvæmra hópa í samfélaginu? Því hafa frjálshyggjupostularnir ekki svarað. Með þeirra hugmyndum yrði frelsi þess hóps ekkert auk þess sem líkur eru á að okkar góða heilbrigðiskerfi standist ekki þá raun og þá á eftir að sinna öðrum sjúkdómum og slys sem tíðkast samhliða heimsfaraldrinum. Hvernig við högum okkur hvert og eitt í sóttvörnum er mikilvægt í þessari baráttu. En ábyrgð okkar í stjórnsýslunni er ekki síður mikilvæg og því ættum við haga orðræðu okkar í samræmi við það. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun