Kvika, TM og Lykill fjármögnun sameinast Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 18:58 Vísir/Vilhelm Stjórnir Kviku banka hf., TM hf. og Lykils fjármögnunar hf. samþykktu í dag að sameina félögin þrjú. Viðræður hafa staðið yfir á undanförnum vikum og hafa framkvæmt gagnkvæmar áreiðanleikakannanir að því er segir í tilkynningu um sameininguna. Samkvæmt samrunasamningnum sem samþykktur var í dag mun TM færa vátryggingastarfsemi sína í dótturfélag sitt TM tryggingar hf. og í kjölfarið fari fram þríhliða samruni félaganna þriggja. Þannig verða TM tryggingar í kjölfarið dótturfélag hins sameinaða félags. Samkvæmt samrunasamningnum munu hluthafar TM fá sem endurgjald fyrir hluti sína í TM, rúma 2,5 milljarða hluta í Kviku sem greitt verður með útgáfu nýs hlutafjár sem nemur 54,4% útgefins hlutafjár í Kviku miðað við útgefið hlutafé í dag. Gerðir eru nokkrir fyrirvarar í samrunasamningnum, meðal annars um samþykki fjármálaeftirlits um samrunann, samþykki FME um eignarhald Kviku á virkum eignarhlut í TM tryggingum hf., TM líftryggingum hf. og Íslenskri endurtryggingu hf. Þá er settur fyrirvari um að samkeppniseftirlitið ógildi ekki samrunann eða setji íþyngjandi skkilyrði, hluthafar samþykki samrunann og að yfirfærsla vátryggingastofns TM og TM trygginga hafi verið framkvæmd til samræmis við áætlanir. Sjá fram á mikla kostnaðarsamlegð „Sameinað félag verður fjárhagslega sterkt fyrirtæki með breiðan tekjugrunn sem mun geta boðið viðskiptavinum sínum upp á fjölþætta þjónustu á öllum helstu sviðum fjármála- og tryggingaþjónustu. Stjórnir félaganna telja raunhæft að fyrirvarar samrunasamningsins verði uppfylltir og að félögin verði sameinuð á fyrsta ársfjórðungi 2021,“ segir um samrunann í tilkynningu. Gert er ráð fyrir að Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku, og Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, muni áfram gegna stöðum sínum. Marinó verður þannig forstjóri Kviku og Sigurður forstjóri TM trygginga. Þá verður fjármála- og rekstrarsviði Kviku skipt upp í tvö svið að loknum samruna þar sem Ragnar Páll Dyer mun gegna starfi framkvæmdastjóra fjármálasviðs og Ólöf Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Lykils, mun hefja störf hjá Kviku og gegna þar starfi framkvæmdastjóra rekstrar- og þróunarsviðs. „Stjórnir félaganna telja raunhæft að með samrunanum megi ná fram 1.200-1.500 m.kr. árlegri kostnaðarsamlegð, án viðskipta- og einskiptiskostnaðar. Við mat á kostnaðarsamlegð hefur verið miðað við áætlanir félaganna fyrir árið 2021. Gert er ráð fyrir að stærsti hluti kostnaðarsamlegðar komi til vegna hagkvæmari fjármögnunar. Gert er ráð fyrir að megnið af áætlaðri samlegð náist á árinu 2022,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Íslenskir bankar Tryggingar Markaðir Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Stjórnir Kviku banka hf., TM hf. og Lykils fjármögnunar hf. samþykktu í dag að sameina félögin þrjú. Viðræður hafa staðið yfir á undanförnum vikum og hafa framkvæmt gagnkvæmar áreiðanleikakannanir að því er segir í tilkynningu um sameininguna. Samkvæmt samrunasamningnum sem samþykktur var í dag mun TM færa vátryggingastarfsemi sína í dótturfélag sitt TM tryggingar hf. og í kjölfarið fari fram þríhliða samruni félaganna þriggja. Þannig verða TM tryggingar í kjölfarið dótturfélag hins sameinaða félags. Samkvæmt samrunasamningnum munu hluthafar TM fá sem endurgjald fyrir hluti sína í TM, rúma 2,5 milljarða hluta í Kviku sem greitt verður með útgáfu nýs hlutafjár sem nemur 54,4% útgefins hlutafjár í Kviku miðað við útgefið hlutafé í dag. Gerðir eru nokkrir fyrirvarar í samrunasamningnum, meðal annars um samþykki fjármálaeftirlits um samrunann, samþykki FME um eignarhald Kviku á virkum eignarhlut í TM tryggingum hf., TM líftryggingum hf. og Íslenskri endurtryggingu hf. Þá er settur fyrirvari um að samkeppniseftirlitið ógildi ekki samrunann eða setji íþyngjandi skkilyrði, hluthafar samþykki samrunann og að yfirfærsla vátryggingastofns TM og TM trygginga hafi verið framkvæmd til samræmis við áætlanir. Sjá fram á mikla kostnaðarsamlegð „Sameinað félag verður fjárhagslega sterkt fyrirtæki með breiðan tekjugrunn sem mun geta boðið viðskiptavinum sínum upp á fjölþætta þjónustu á öllum helstu sviðum fjármála- og tryggingaþjónustu. Stjórnir félaganna telja raunhæft að fyrirvarar samrunasamningsins verði uppfylltir og að félögin verði sameinuð á fyrsta ársfjórðungi 2021,“ segir um samrunann í tilkynningu. Gert er ráð fyrir að Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku, og Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, muni áfram gegna stöðum sínum. Marinó verður þannig forstjóri Kviku og Sigurður forstjóri TM trygginga. Þá verður fjármála- og rekstrarsviði Kviku skipt upp í tvö svið að loknum samruna þar sem Ragnar Páll Dyer mun gegna starfi framkvæmdastjóra fjármálasviðs og Ólöf Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Lykils, mun hefja störf hjá Kviku og gegna þar starfi framkvæmdastjóra rekstrar- og þróunarsviðs. „Stjórnir félaganna telja raunhæft að með samrunanum megi ná fram 1.200-1.500 m.kr. árlegri kostnaðarsamlegð, án viðskipta- og einskiptiskostnaðar. Við mat á kostnaðarsamlegð hefur verið miðað við áætlanir félaganna fyrir árið 2021. Gert er ráð fyrir að stærsti hluti kostnaðarsamlegðar komi til vegna hagkvæmari fjármögnunar. Gert er ráð fyrir að megnið af áætlaðri samlegð náist á árinu 2022,“ segir ennfremur í tilkynningunni.
Íslenskir bankar Tryggingar Markaðir Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira