Tökum höndum saman Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar 2. desember 2020 08:01 Heimsfaraldur Covid-19 hefur haft gríðarleg áhrif á fólk um allan heim og afhjúpað ýmsa veikleika, ekki síst hefur mismunandi veruleiki kynjanna afhjúpast. Þegar faraldurinn skall á okkur í upphafi ársins var aukið ofbeldi eflaust ekki það fyrsta sem fólki datt í hug. Staðreyndin er hins vegar sú að víða um heim hefur mikil aukning orðið á heimilisofbeldi. Ísland er þar svo sannarlega ekki undanskilið, því miður. Í ljósi ástandsins sem skapast hefur í samfélaginu vegna heimsfaraldursins er full ástæða til að draga fram öll þau tól og tæki sem tiltæk eru svo okkur takist að uppræta ofbeldi með samstilltu átaki. Það eru ekki eingöngu þolendur ofbeldis sem þurfa að þekkja hættumerkin heldur við öll því heimilisofbeldi er vandamál samfélagsins ekki síður en einstaklinga. Stjórnvöld brugðust við strax í fyrstu bylgju faraldursins hér á landi og lögðu aukið fjármagn í málaflokkinn. Jafnréttisstofa fékk t.d. fjármagn í vor til þess að koma aftur í umferð vitundarvakningu um heimilisofbeldi sem unnin var undir slagorðinu Þú átt von. Um er að ræða fimm stutt myndbönd sem gefa innsýn í aðstæður þolenda og gerenda. Sýningartölur hafa gefið til kynna mikið áhorf enda þörfin fyrir upplýsingar mikil. Myndböndin eru enn aðgengileg á samfélagsmiðlum, á heimasíðu Jafnréttisstofu og á vefsíðu 112 en þar hafa verið teknar saman mikilvægar upplýsingar um ofbeldi í samböndum. Það er líka rétt að vekja athygli á netnámskeiði sem Jafnréttisstofa útbjó með það að markmiði að auka þekkingu fagfólks á heimilisofbeldi. Efnið er þó þannig upp sett að það nýtist leikum sem lærðum. Námskeiðið er aðgengilegt á vefsíðu Jafnréttisstofu og samanstendur af þrettán myndböndum þar sem fagfólk á ýmsum sviðum sem tengjast kynbundnu ofbeldi fjallar um efnið. Leitast er við að svara spurningum á borð við: Hvernig berum við kennsl á þolendur og gerendur? Hvernig skal bregðast við? Hvaða úrræði eru fyrir hendi? Hverju þarf að huga að við vinnslu á málum er varða fatlað fólk, barnshafandi, fólk af erlendum uppruna, hinsegin fólk og einstaklinga af öðrum minnihlutahópum? Við þurfum öll að taka höndum saman og gera okkur grein fyrir því að kynbundið ofbeldi varðar okkur sem samfélag. Eftir því sem við kynnum okkur málin betur, öflum okkur þekkingar og þekkjum úrræðin betur þeim mun betur gengur okkur að standa saman við að uppræta kynbundið ofbeldi. Höfundur er framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Heimsfaraldur Covid-19 hefur haft gríðarleg áhrif á fólk um allan heim og afhjúpað ýmsa veikleika, ekki síst hefur mismunandi veruleiki kynjanna afhjúpast. Þegar faraldurinn skall á okkur í upphafi ársins var aukið ofbeldi eflaust ekki það fyrsta sem fólki datt í hug. Staðreyndin er hins vegar sú að víða um heim hefur mikil aukning orðið á heimilisofbeldi. Ísland er þar svo sannarlega ekki undanskilið, því miður. Í ljósi ástandsins sem skapast hefur í samfélaginu vegna heimsfaraldursins er full ástæða til að draga fram öll þau tól og tæki sem tiltæk eru svo okkur takist að uppræta ofbeldi með samstilltu átaki. Það eru ekki eingöngu þolendur ofbeldis sem þurfa að þekkja hættumerkin heldur við öll því heimilisofbeldi er vandamál samfélagsins ekki síður en einstaklinga. Stjórnvöld brugðust við strax í fyrstu bylgju faraldursins hér á landi og lögðu aukið fjármagn í málaflokkinn. Jafnréttisstofa fékk t.d. fjármagn í vor til þess að koma aftur í umferð vitundarvakningu um heimilisofbeldi sem unnin var undir slagorðinu Þú átt von. Um er að ræða fimm stutt myndbönd sem gefa innsýn í aðstæður þolenda og gerenda. Sýningartölur hafa gefið til kynna mikið áhorf enda þörfin fyrir upplýsingar mikil. Myndböndin eru enn aðgengileg á samfélagsmiðlum, á heimasíðu Jafnréttisstofu og á vefsíðu 112 en þar hafa verið teknar saman mikilvægar upplýsingar um ofbeldi í samböndum. Það er líka rétt að vekja athygli á netnámskeiði sem Jafnréttisstofa útbjó með það að markmiði að auka þekkingu fagfólks á heimilisofbeldi. Efnið er þó þannig upp sett að það nýtist leikum sem lærðum. Námskeiðið er aðgengilegt á vefsíðu Jafnréttisstofu og samanstendur af þrettán myndböndum þar sem fagfólk á ýmsum sviðum sem tengjast kynbundnu ofbeldi fjallar um efnið. Leitast er við að svara spurningum á borð við: Hvernig berum við kennsl á þolendur og gerendur? Hvernig skal bregðast við? Hvaða úrræði eru fyrir hendi? Hverju þarf að huga að við vinnslu á málum er varða fatlað fólk, barnshafandi, fólk af erlendum uppruna, hinsegin fólk og einstaklinga af öðrum minnihlutahópum? Við þurfum öll að taka höndum saman og gera okkur grein fyrir því að kynbundið ofbeldi varðar okkur sem samfélag. Eftir því sem við kynnum okkur málin betur, öflum okkur þekkingar og þekkjum úrræðin betur þeim mun betur gengur okkur að standa saman við að uppræta kynbundið ofbeldi. Höfundur er framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun