Stytting vinnuvikunnar; hver er samningsaðili leikskólabarna? Bryndís Baldvinsdóttir, Sigrún Hulda Jónsdóttir og Sóley Gyða Jörundsdóttir skrifa 4. desember 2020 13:00 Opið bréf til: Félags-og barnamálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar og Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur. Afrit sent á: Umboðsmann Barna, Barnaheill, Heimili og skóla landssamtök foreldra,Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda í leikskólum, Samband íslenskra sveitafélaga og Vísi. Stytting vinnuvikunnar; hver er samningsaðili leikskólabarna? Umræða um styttingu vinnuvikunnar er áberandi í fjölmiðlum og meðal almennings um þessar mundir enda eðlilegt þar sem vinnustyttingin á að vera komin til framkvæmda 1.janúar 2021. Umræðan snýst að miklu leyti um útfærsluatriði og hvaða leiðir henta hverjum vinnustað. Í grunninn snýst vinnustyttingin um skilvirkara og fjölskylduvænna vinnuumhverfi eins og sjá má í nýlegum samþykktum kjarasamningum fjölda stéttarfélaga. Í ályktun á vef BHM segir um styttingu vinnuvikunnar: „Ekki þarf að hafa mörg orð um þann ávinning sem stytting vinnuvikunnar getur haft í för með sér fyrir vinnustaði hins opinbera og starfsfólk þess, en bætt vinnustaðamenning og betri nýting vinnutíma eru meðal helstu markmiða styttingarinnar. Með styttingu vinnuvikunnar verður vinnustaðurinn skilvirkari og um leið fjölskylduvænni og getur styttingin stuðlað að auknu jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði og inni á heimilum“. Forðumst að vinnustytting fullorðinna bitni á skóladegi barna Í leikskólum landsins dvelja yngstu þegnarnir, sem mæta daglega og eru þar lengst af sínum vökutíma. Skóladagur þeirra langflestra eru 40-45 klst. á viku eða8-9 klst. á dag í litlu rými og oftar en ekki í hávaðasömu umhverfi. Í faglegri umræðu innan leikskólanna er mikið rætt um vinnutímastyttingu. Leikskólastjórnendur og starfsmenn leikskóla liggja núna yfir skipulagi og reyna að finna leiðir til að útfæra vinnutímastyttinguna innan hvers skóla. Vinnutímastyttingin þarf að taka tillit til starfsemi stofnunarinnar, má ekki hafa aukinn kostnað í för með sér og ekki má skerða þjónustu. Það segir sig sjálft að þegar starfsmenn taka út vinnutímastyttingu án afleysingar mun það skerða þjónustu. Það mun ekki skerða þjónustu við foreldra, það mun skerða þjónustu við börnin og hafa áhrif á öryggi þeirra. Þegar vinnutímastyttingin verður komin til framkvæmda munu starfsmenn leikskóla þurfa að taka ábyrgð á starfsskyldum þeirra sem eru að taka út styttingu og jafnframt fleiri börnum. Álagið á starfsmannahópinn sem er í húsi hverju sinni verður óneitanlega meira og hætta á að yfirsýn yfir barnahópinn minnki. Starfsfólk leikskóla hefur hagsmuni barna fyrst og fremst að leiðarljósi. Við spyrjum okkur að því hvort sá ávinningur sem boðaður er muni skila sér í leikskólastarfið. Hann skilar sér í styttri viðveru starfsmanna en verður hann til hagsbóta fyrir börnin?Um leið og við fögnum styttingu vinnuvikunnar, sjáum við að metnaðarfullt leikskólastarf þar sem börnin eiga að upplifa gleði og lærdómsríka daga, sé í uppnámi vegna vinnutímastyttingar og fækkunar starfsmanna á viðverutíma þeirra án þess að til komi afleysing. Um þessa hagsmuni barna þarf formlega umræðu með aðkomu sveitarfélaga, atvinnulífsins, umboðsmanns barna og annarra þeirra sem vinna að málefnum og réttindum barna. Breytingar á vinnutíma ættu líka að vera börnum til hagsbóta. Eins og fram kemur í tölum Hagstofu Íslands um lengd skóladags leikskólabarna í landinu árið 2019, eru 84,6% eins árs barna og 89,6% tveggja til fimm ára barna, með 8-9 tíma langan skóladag. Í samanburði við lönd innan OECD eru íslensk börn með lengstu viðveru á dag í litlu rými og flesta daga ársins. Þetta þarf að skoða betur og setja mörk um hámarkslengd skóladags leikskólabarna í landinu. Með það að leiðarljósi að börn fái að njóta þess sem stytting vinnuvikunnar býður upp á þarf að taka mið af því sem stendur í Barnasáttmálanum: „Þegar fullorðnir taka ákvarðanir eiga þeir að hugsa um hvaða áhrif þær hafa á börn og eiga að gera það sem er best fyrir þau. Stjórnvöld eiga að tryggja að foreldrar verndi börnin sín og gæti þeirra eða aðrir í þeirra staða þegar þörf er á. Stjórnvöld eiga að sjá til þess að fólk sem ábyrgt er fyrir börnum hafi hagsmuni þeirra alltaf að leiðarljósi og staðir sem ætlaðir eru börnum uppfylli einnig þær skyldur“. Tryggjum öruggar starfsaðstæður í leikskólum, látum ekki vinnutímastyttingu bitna á börnum og setjum hæfileg mörk um lengd skóladags leikskólabarna. Höfundar eru leikskólastjórnendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Sjá meira
Opið bréf til: Félags-og barnamálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar og Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur. Afrit sent á: Umboðsmann Barna, Barnaheill, Heimili og skóla landssamtök foreldra,Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda í leikskólum, Samband íslenskra sveitafélaga og Vísi. Stytting vinnuvikunnar; hver er samningsaðili leikskólabarna? Umræða um styttingu vinnuvikunnar er áberandi í fjölmiðlum og meðal almennings um þessar mundir enda eðlilegt þar sem vinnustyttingin á að vera komin til framkvæmda 1.janúar 2021. Umræðan snýst að miklu leyti um útfærsluatriði og hvaða leiðir henta hverjum vinnustað. Í grunninn snýst vinnustyttingin um skilvirkara og fjölskylduvænna vinnuumhverfi eins og sjá má í nýlegum samþykktum kjarasamningum fjölda stéttarfélaga. Í ályktun á vef BHM segir um styttingu vinnuvikunnar: „Ekki þarf að hafa mörg orð um þann ávinning sem stytting vinnuvikunnar getur haft í för með sér fyrir vinnustaði hins opinbera og starfsfólk þess, en bætt vinnustaðamenning og betri nýting vinnutíma eru meðal helstu markmiða styttingarinnar. Með styttingu vinnuvikunnar verður vinnustaðurinn skilvirkari og um leið fjölskylduvænni og getur styttingin stuðlað að auknu jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði og inni á heimilum“. Forðumst að vinnustytting fullorðinna bitni á skóladegi barna Í leikskólum landsins dvelja yngstu þegnarnir, sem mæta daglega og eru þar lengst af sínum vökutíma. Skóladagur þeirra langflestra eru 40-45 klst. á viku eða8-9 klst. á dag í litlu rými og oftar en ekki í hávaðasömu umhverfi. Í faglegri umræðu innan leikskólanna er mikið rætt um vinnutímastyttingu. Leikskólastjórnendur og starfsmenn leikskóla liggja núna yfir skipulagi og reyna að finna leiðir til að útfæra vinnutímastyttinguna innan hvers skóla. Vinnutímastyttingin þarf að taka tillit til starfsemi stofnunarinnar, má ekki hafa aukinn kostnað í för með sér og ekki má skerða þjónustu. Það segir sig sjálft að þegar starfsmenn taka út vinnutímastyttingu án afleysingar mun það skerða þjónustu. Það mun ekki skerða þjónustu við foreldra, það mun skerða þjónustu við börnin og hafa áhrif á öryggi þeirra. Þegar vinnutímastyttingin verður komin til framkvæmda munu starfsmenn leikskóla þurfa að taka ábyrgð á starfsskyldum þeirra sem eru að taka út styttingu og jafnframt fleiri börnum. Álagið á starfsmannahópinn sem er í húsi hverju sinni verður óneitanlega meira og hætta á að yfirsýn yfir barnahópinn minnki. Starfsfólk leikskóla hefur hagsmuni barna fyrst og fremst að leiðarljósi. Við spyrjum okkur að því hvort sá ávinningur sem boðaður er muni skila sér í leikskólastarfið. Hann skilar sér í styttri viðveru starfsmanna en verður hann til hagsbóta fyrir börnin?Um leið og við fögnum styttingu vinnuvikunnar, sjáum við að metnaðarfullt leikskólastarf þar sem börnin eiga að upplifa gleði og lærdómsríka daga, sé í uppnámi vegna vinnutímastyttingar og fækkunar starfsmanna á viðverutíma þeirra án þess að til komi afleysing. Um þessa hagsmuni barna þarf formlega umræðu með aðkomu sveitarfélaga, atvinnulífsins, umboðsmanns barna og annarra þeirra sem vinna að málefnum og réttindum barna. Breytingar á vinnutíma ættu líka að vera börnum til hagsbóta. Eins og fram kemur í tölum Hagstofu Íslands um lengd skóladags leikskólabarna í landinu árið 2019, eru 84,6% eins árs barna og 89,6% tveggja til fimm ára barna, með 8-9 tíma langan skóladag. Í samanburði við lönd innan OECD eru íslensk börn með lengstu viðveru á dag í litlu rými og flesta daga ársins. Þetta þarf að skoða betur og setja mörk um hámarkslengd skóladags leikskólabarna í landinu. Með það að leiðarljósi að börn fái að njóta þess sem stytting vinnuvikunnar býður upp á þarf að taka mið af því sem stendur í Barnasáttmálanum: „Þegar fullorðnir taka ákvarðanir eiga þeir að hugsa um hvaða áhrif þær hafa á börn og eiga að gera það sem er best fyrir þau. Stjórnvöld eiga að tryggja að foreldrar verndi börnin sín og gæti þeirra eða aðrir í þeirra staða þegar þörf er á. Stjórnvöld eiga að sjá til þess að fólk sem ábyrgt er fyrir börnum hafi hagsmuni þeirra alltaf að leiðarljósi og staðir sem ætlaðir eru börnum uppfylli einnig þær skyldur“. Tryggjum öruggar starfsaðstæður í leikskólum, látum ekki vinnutímastyttingu bitna á börnum og setjum hæfileg mörk um lengd skóladags leikskólabarna. Höfundar eru leikskólastjórnendur.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun