Mourinho: Ómögulegt að halda öllum leikmönnum ánægðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2020 09:30 Jose Mourinho með sínum leikmönnum eftir leikinn í gærkvöldi. AP/Kirsty Wigglesworth Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, ráðlagði óánægðum leikmönnum sínum að drífa sig í heita sturtu. Jose Mourinho var spurður út í óánægju í leikmannahópnum sínum eftir sigurinn á belgíska félaginu Royal Antwerpen í Evrópudeildinni í gær en með honum tryggði Tottenham sér sigur í riðlinum. Það hefur gengið vel hjá Tottenham á þessu tímabili og Mourinho hefur haldið sig við svipað byrjunarlið allan tímann. Það hefur skilað liðinu á toppinn i ensku úrvalsdeildinni og í efsta sæti í Evrópuriðlinum. Í gær leyfði Mourinho sér að hvíla menn eins og framherjaparið Harry Kane og Son Heung-min. Þess í stað spiluðu Gareth Bale, Carlos Vinicius og Harry Winks. "I can't keep the squad happy."Jose Mourinho's admitted that it is impossible to keep his whole squad happy after making a host of changes for the Europa League win over Royal Antwerp. https://t.co/TRl2EcjNoU#bbcfootball pic.twitter.com/o0ZfAj80fd— BBC Sport (@BBCSport) December 10, 2020 Það mátti hins vegar sjá óánægð andlit. Harry Winks strunsaði inn í klefa eftir að honum var skipt útaf og varamaðurinn Dele Alli, fór líka inn í klefa eftir að Mourinho notaði sína fimmtu og síðustu skiptingu. Alli kom reyndar aftur til baka. „Ég get ekki haldið öllum í leikmannhópnum ánægðum. Ég trúi því að þeir séu ánægðir af því að liðið er að vinna en þeir eru ekki ánægðir af því að þeir fá ekki að spila,“ sagði Jose Mourinho við BT Sport eftir leikinn. „Ég sagði við alla leikmenn sem komu af velli að drífa sér í heita sturtu því það væri kalt. Sumir ákváðu að fara strax í sturtu en aðrir ekki,“ sagði Mourinho. „Það er bara ómögulegt að halda öllum leikmönnum ánægðum og hjá öllum félögum eru þeir leikmenn ósáttir sem fá ekki að spila.,“ sagði Mourinho en hann var spurður sérstaklega út í Dele Alli sem hefur aðeins spilað tvo leiki og í samtals 66 mínútur í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. „Við skulum halda okkur við veruleikann. Leikmaður sem er á bekknum og sér að það er búið að nota alla fimm skiptingarnar eru auðvitað ekki ánægður. Ég býst heldur ekki við því að hann sé ánægður,“ sagði Jose Mourinho. Dele Alli hefur aðeins byrjað einn leik í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og það var leikur á móti Everton í fyrstu umferð þar sem Mourinho tók hann af velli í hálfleik. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Sport Fleiri fréttir Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Sjá meira
Jose Mourinho var spurður út í óánægju í leikmannahópnum sínum eftir sigurinn á belgíska félaginu Royal Antwerpen í Evrópudeildinni í gær en með honum tryggði Tottenham sér sigur í riðlinum. Það hefur gengið vel hjá Tottenham á þessu tímabili og Mourinho hefur haldið sig við svipað byrjunarlið allan tímann. Það hefur skilað liðinu á toppinn i ensku úrvalsdeildinni og í efsta sæti í Evrópuriðlinum. Í gær leyfði Mourinho sér að hvíla menn eins og framherjaparið Harry Kane og Son Heung-min. Þess í stað spiluðu Gareth Bale, Carlos Vinicius og Harry Winks. "I can't keep the squad happy."Jose Mourinho's admitted that it is impossible to keep his whole squad happy after making a host of changes for the Europa League win over Royal Antwerp. https://t.co/TRl2EcjNoU#bbcfootball pic.twitter.com/o0ZfAj80fd— BBC Sport (@BBCSport) December 10, 2020 Það mátti hins vegar sjá óánægð andlit. Harry Winks strunsaði inn í klefa eftir að honum var skipt útaf og varamaðurinn Dele Alli, fór líka inn í klefa eftir að Mourinho notaði sína fimmtu og síðustu skiptingu. Alli kom reyndar aftur til baka. „Ég get ekki haldið öllum í leikmannhópnum ánægðum. Ég trúi því að þeir séu ánægðir af því að liðið er að vinna en þeir eru ekki ánægðir af því að þeir fá ekki að spila,“ sagði Jose Mourinho við BT Sport eftir leikinn. „Ég sagði við alla leikmenn sem komu af velli að drífa sér í heita sturtu því það væri kalt. Sumir ákváðu að fara strax í sturtu en aðrir ekki,“ sagði Mourinho. „Það er bara ómögulegt að halda öllum leikmönnum ánægðum og hjá öllum félögum eru þeir leikmenn ósáttir sem fá ekki að spila.,“ sagði Mourinho en hann var spurður sérstaklega út í Dele Alli sem hefur aðeins spilað tvo leiki og í samtals 66 mínútur í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. „Við skulum halda okkur við veruleikann. Leikmaður sem er á bekknum og sér að það er búið að nota alla fimm skiptingarnar eru auðvitað ekki ánægður. Ég býst heldur ekki við því að hann sé ánægður,“ sagði Jose Mourinho. Dele Alli hefur aðeins byrjað einn leik í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og það var leikur á móti Everton í fyrstu umferð þar sem Mourinho tók hann af velli í hálfleik.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Sport Fleiri fréttir Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Sjá meira