Mourinho: Ómögulegt að halda öllum leikmönnum ánægðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2020 09:30 Jose Mourinho með sínum leikmönnum eftir leikinn í gærkvöldi. AP/Kirsty Wigglesworth Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, ráðlagði óánægðum leikmönnum sínum að drífa sig í heita sturtu. Jose Mourinho var spurður út í óánægju í leikmannahópnum sínum eftir sigurinn á belgíska félaginu Royal Antwerpen í Evrópudeildinni í gær en með honum tryggði Tottenham sér sigur í riðlinum. Það hefur gengið vel hjá Tottenham á þessu tímabili og Mourinho hefur haldið sig við svipað byrjunarlið allan tímann. Það hefur skilað liðinu á toppinn i ensku úrvalsdeildinni og í efsta sæti í Evrópuriðlinum. Í gær leyfði Mourinho sér að hvíla menn eins og framherjaparið Harry Kane og Son Heung-min. Þess í stað spiluðu Gareth Bale, Carlos Vinicius og Harry Winks. "I can't keep the squad happy."Jose Mourinho's admitted that it is impossible to keep his whole squad happy after making a host of changes for the Europa League win over Royal Antwerp. https://t.co/TRl2EcjNoU#bbcfootball pic.twitter.com/o0ZfAj80fd— BBC Sport (@BBCSport) December 10, 2020 Það mátti hins vegar sjá óánægð andlit. Harry Winks strunsaði inn í klefa eftir að honum var skipt útaf og varamaðurinn Dele Alli, fór líka inn í klefa eftir að Mourinho notaði sína fimmtu og síðustu skiptingu. Alli kom reyndar aftur til baka. „Ég get ekki haldið öllum í leikmannhópnum ánægðum. Ég trúi því að þeir séu ánægðir af því að liðið er að vinna en þeir eru ekki ánægðir af því að þeir fá ekki að spila,“ sagði Jose Mourinho við BT Sport eftir leikinn. „Ég sagði við alla leikmenn sem komu af velli að drífa sér í heita sturtu því það væri kalt. Sumir ákváðu að fara strax í sturtu en aðrir ekki,“ sagði Mourinho. „Það er bara ómögulegt að halda öllum leikmönnum ánægðum og hjá öllum félögum eru þeir leikmenn ósáttir sem fá ekki að spila.,“ sagði Mourinho en hann var spurður sérstaklega út í Dele Alli sem hefur aðeins spilað tvo leiki og í samtals 66 mínútur í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. „Við skulum halda okkur við veruleikann. Leikmaður sem er á bekknum og sér að það er búið að nota alla fimm skiptingarnar eru auðvitað ekki ánægður. Ég býst heldur ekki við því að hann sé ánægður,“ sagði Jose Mourinho. Dele Alli hefur aðeins byrjað einn leik í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og það var leikur á móti Everton í fyrstu umferð þar sem Mourinho tók hann af velli í hálfleik. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Sjá meira
Jose Mourinho var spurður út í óánægju í leikmannahópnum sínum eftir sigurinn á belgíska félaginu Royal Antwerpen í Evrópudeildinni í gær en með honum tryggði Tottenham sér sigur í riðlinum. Það hefur gengið vel hjá Tottenham á þessu tímabili og Mourinho hefur haldið sig við svipað byrjunarlið allan tímann. Það hefur skilað liðinu á toppinn i ensku úrvalsdeildinni og í efsta sæti í Evrópuriðlinum. Í gær leyfði Mourinho sér að hvíla menn eins og framherjaparið Harry Kane og Son Heung-min. Þess í stað spiluðu Gareth Bale, Carlos Vinicius og Harry Winks. "I can't keep the squad happy."Jose Mourinho's admitted that it is impossible to keep his whole squad happy after making a host of changes for the Europa League win over Royal Antwerp. https://t.co/TRl2EcjNoU#bbcfootball pic.twitter.com/o0ZfAj80fd— BBC Sport (@BBCSport) December 10, 2020 Það mátti hins vegar sjá óánægð andlit. Harry Winks strunsaði inn í klefa eftir að honum var skipt útaf og varamaðurinn Dele Alli, fór líka inn í klefa eftir að Mourinho notaði sína fimmtu og síðustu skiptingu. Alli kom reyndar aftur til baka. „Ég get ekki haldið öllum í leikmannhópnum ánægðum. Ég trúi því að þeir séu ánægðir af því að liðið er að vinna en þeir eru ekki ánægðir af því að þeir fá ekki að spila,“ sagði Jose Mourinho við BT Sport eftir leikinn. „Ég sagði við alla leikmenn sem komu af velli að drífa sér í heita sturtu því það væri kalt. Sumir ákváðu að fara strax í sturtu en aðrir ekki,“ sagði Mourinho. „Það er bara ómögulegt að halda öllum leikmönnum ánægðum og hjá öllum félögum eru þeir leikmenn ósáttir sem fá ekki að spila.,“ sagði Mourinho en hann var spurður sérstaklega út í Dele Alli sem hefur aðeins spilað tvo leiki og í samtals 66 mínútur í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. „Við skulum halda okkur við veruleikann. Leikmaður sem er á bekknum og sér að það er búið að nota alla fimm skiptingarnar eru auðvitað ekki ánægður. Ég býst heldur ekki við því að hann sé ánægður,“ sagði Jose Mourinho. Dele Alli hefur aðeins byrjað einn leik í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og það var leikur á móti Everton í fyrstu umferð þar sem Mourinho tók hann af velli í hálfleik.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Sjá meira