Móðir Guðlaugs Victors lést á dögunum eftir áralanga baráttu við fíknisjúkdóm. Hún var jarðsungin í gær, sama dag og Darmstadt sótti Greuther Fürth heim í þýsku B-deildinni.
Tim Starke kom Darmstadt yfir í leiknum í gær. Hann fagnaði með því að halda á treyju Guðlaugs Victors eins og sjá má hér fyrir neðan. Darmstadt bætti svo þremur mörkum við og vann öruggan 0-4 sigur.
One Team! We support all of us! #sv98 pic.twitter.com/PK0bzAnfOv
— SV Darmstadt 98 | International (@sv98_en) December 16, 2020
Guðlaugur Victor er lykilmaður hjá Darmstadt en hann hefur verið hjá félaginu síðan í janúar í fyrra. Íslenski landsliðsmaðurinn lék áður með Zürich í Sviss.
Lið Darmstadt er komið í sóttkví eftir að einn leikmaður þess greindist með kórónuveiruna. Leik Darmstadt og Würzburger Kickers á laugardaginn hefur frestað af þessum sökum.
Due to a positive corona test in the team of the @fwk_1907 our home game on Saturday has to be canceled.
— SV Darmstadt 98 | International (@sv98_en) December 16, 2020
The Würzburg Health Department has decided to place the professional team in quarantine immediately until further notice.
We wish the person all the best! #SVDFWK #sv98
Darmstadt er í 13. sæti þýsku B-deildarinnar með fimmtán stig eftir tólf leiki.