Fjörutíu fórnarlömb mansals í mál við Pornhub Sylvía Hall skrifar 16. desember 2020 20:22 Fjöldi ásakana hefur komið fram þess efnis að Pornhub hýsi barnaníðsefni og myndbönd af kynferðisofbeldi. Fjörutíu konur, sem allar birtust í myndböndum Girls Do Porn, hafa höfðað mál gegn Pornhub. Fullyrða konurnar að Pornhub og móðurfélag þess, MindGeek, hafi vitað að þeim ásökunum sem fram voru komnar um að konunum hefði verið ógnað og þær kúgaðar til þess að taka þátt í myndböndunum. Konurnar krefjast hver um sig um milljón Bandaríkjadala í skaðabætur, sem samsvarar tæplega 130 milljónum íslenskra króna. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna lét loka síðunni í október 2019 þegar starfsmenn hennar voru handteknir og ákærðir. Í kjölfarið lét Pornhub og aðrar síður MindGeek loka fyrir stöð Girls Do Porn. Eigendurnir Michael James Pratt og Matthew Isaac Wolfe, ásamt tveimur samstarfsmönnum þeirra, hafa verið ákærðir fyrir mansal. Þau fórnarlömb sem birtust í myndböndunum segjast hafa ítrekað haft samband við MindGeek og var fyrsta málið höfðað fyrir hönd nokkurra fórnarlamba í júlí. MindGeek hefði þó átt að vera ljóst frá árinu 2009 að þær konur sem birtust í myndböndunum gerðu það ekki af fúsum og frjálsum vilja. „Þrátt fyrir þá vitneskju hélt MindGeek áfram samstarfi við Girls Do Porn, án þess að rannsaka eða efast um þann samstarfsaðila í ljósi þeirra gífurlegu sönnunargagna um mansal sem send voru til MindGeek,“ segir í stefnunni. Fyrirtækinu hafi verið sama þar til það gat ekki lengur grætt á myndböndunum. Óskuðu eftir fyrirsætum Girls Do Porn lokkaði ungar konur til sín með því að auglýsa fyrirsætustörf áður en þeim var gert ljóst að um væri að ræða framleiðslu á klámmyndböndum. Eru sumar konurnar sagðar hafa verið þvingaðar til þess að skrifa undir skjöl án þess að fá að lesa þau og þær ekki mátt fara heim fyrr en þær tóku þátt í myndbandagerð. Til þess að sannfæra konurnar var þeim sagt að þær yrðu nafnlausar og óþekkjanlegar út frá myndböndunum. Myndböndin yrði jafnframt ekki birt á netinu heldur seld á erlenda markaði, en seinna meir kom í ljós að þeim var ætlað að fara í dreifingu í Norður-Ameríku að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Upplifun fórnarlambanna er ýmist á þann veg að þær hafi verið sviknar en í alvarlegustu tilfellum þvingaðar til athafna sem þær vildu ekki taka þátt. Líkt og áður sagði var þeim haldið á tökustað þar til þær féllust á að taka þátt í myndböndunum og margar hverjar beittar kynferðislegu ofbeldi. Í það minnsta einni hafi verið nauðgað. New York Times birti fyrr í mánuðinum grein eftir blaðamanninn Nicholas Kristof þar sem hann sagði Pornhub hýsta fjölda myndbanda sem sýndi nauðganir og barnaníðsefni. Er í greininni rætt við ungar konur sem lentu barnungar í því að vera misnotaðar, en myndböndin birtust á Pornhub án þess að gripið hefði verið inn í. Kortafyrirtækin Mastercard og Visa hafa ákveðið að slíta tengslum við klámsíðuna Pornhub eftir að í staðfest fékkst að á síðunni megi finna fjölmörg dæmi um barnaníð. Bæði fyrirtæki hófu rannsókn á málinu eftir að ásakanirnar á hendur Pornhub komu fram. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Mastercard hættir viðskiptum við Pornhub Kortafyrirtækið Mastercard hefur ákveðið að slíta tengslum við klámsíðuna Pornhub eftir að í staðfest fékkst að á síðunni megi finna fjölmörg dæmi um barnaníð. 10. desember 2020 23:05 Mastercard með Pornhub til skoðunar vegna ásakana um barnaníð Kortafyrirtækið Mastercard hefur til skoðunar ásakanir á hendur klámsíðunni Pornhub.com í kjölfar fullyrðinga um að á síðunni megi finna fjölmörg dæmi um barnaníð. 6. desember 2020 22:42 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Fleiri fréttir Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sjá meira
Konurnar krefjast hver um sig um milljón Bandaríkjadala í skaðabætur, sem samsvarar tæplega 130 milljónum íslenskra króna. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna lét loka síðunni í október 2019 þegar starfsmenn hennar voru handteknir og ákærðir. Í kjölfarið lét Pornhub og aðrar síður MindGeek loka fyrir stöð Girls Do Porn. Eigendurnir Michael James Pratt og Matthew Isaac Wolfe, ásamt tveimur samstarfsmönnum þeirra, hafa verið ákærðir fyrir mansal. Þau fórnarlömb sem birtust í myndböndunum segjast hafa ítrekað haft samband við MindGeek og var fyrsta málið höfðað fyrir hönd nokkurra fórnarlamba í júlí. MindGeek hefði þó átt að vera ljóst frá árinu 2009 að þær konur sem birtust í myndböndunum gerðu það ekki af fúsum og frjálsum vilja. „Þrátt fyrir þá vitneskju hélt MindGeek áfram samstarfi við Girls Do Porn, án þess að rannsaka eða efast um þann samstarfsaðila í ljósi þeirra gífurlegu sönnunargagna um mansal sem send voru til MindGeek,“ segir í stefnunni. Fyrirtækinu hafi verið sama þar til það gat ekki lengur grætt á myndböndunum. Óskuðu eftir fyrirsætum Girls Do Porn lokkaði ungar konur til sín með því að auglýsa fyrirsætustörf áður en þeim var gert ljóst að um væri að ræða framleiðslu á klámmyndböndum. Eru sumar konurnar sagðar hafa verið þvingaðar til þess að skrifa undir skjöl án þess að fá að lesa þau og þær ekki mátt fara heim fyrr en þær tóku þátt í myndbandagerð. Til þess að sannfæra konurnar var þeim sagt að þær yrðu nafnlausar og óþekkjanlegar út frá myndböndunum. Myndböndin yrði jafnframt ekki birt á netinu heldur seld á erlenda markaði, en seinna meir kom í ljós að þeim var ætlað að fara í dreifingu í Norður-Ameríku að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Upplifun fórnarlambanna er ýmist á þann veg að þær hafi verið sviknar en í alvarlegustu tilfellum þvingaðar til athafna sem þær vildu ekki taka þátt. Líkt og áður sagði var þeim haldið á tökustað þar til þær féllust á að taka þátt í myndböndunum og margar hverjar beittar kynferðislegu ofbeldi. Í það minnsta einni hafi verið nauðgað. New York Times birti fyrr í mánuðinum grein eftir blaðamanninn Nicholas Kristof þar sem hann sagði Pornhub hýsta fjölda myndbanda sem sýndi nauðganir og barnaníðsefni. Er í greininni rætt við ungar konur sem lentu barnungar í því að vera misnotaðar, en myndböndin birtust á Pornhub án þess að gripið hefði verið inn í. Kortafyrirtækin Mastercard og Visa hafa ákveðið að slíta tengslum við klámsíðuna Pornhub eftir að í staðfest fékkst að á síðunni megi finna fjölmörg dæmi um barnaníð. Bæði fyrirtæki hófu rannsókn á málinu eftir að ásakanirnar á hendur Pornhub komu fram.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Mastercard hættir viðskiptum við Pornhub Kortafyrirtækið Mastercard hefur ákveðið að slíta tengslum við klámsíðuna Pornhub eftir að í staðfest fékkst að á síðunni megi finna fjölmörg dæmi um barnaníð. 10. desember 2020 23:05 Mastercard með Pornhub til skoðunar vegna ásakana um barnaníð Kortafyrirtækið Mastercard hefur til skoðunar ásakanir á hendur klámsíðunni Pornhub.com í kjölfar fullyrðinga um að á síðunni megi finna fjölmörg dæmi um barnaníð. 6. desember 2020 22:42 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Fleiri fréttir Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sjá meira
Mastercard hættir viðskiptum við Pornhub Kortafyrirtækið Mastercard hefur ákveðið að slíta tengslum við klámsíðuna Pornhub eftir að í staðfest fékkst að á síðunni megi finna fjölmörg dæmi um barnaníð. 10. desember 2020 23:05
Mastercard með Pornhub til skoðunar vegna ásakana um barnaníð Kortafyrirtækið Mastercard hefur til skoðunar ásakanir á hendur klámsíðunni Pornhub.com í kjölfar fullyrðinga um að á síðunni megi finna fjölmörg dæmi um barnaníð. 6. desember 2020 22:42