Miami Heat hætt að eltast við Harden Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2020 17:31 James Harden hefur verið stigakóngur NBA-deildarinnar undanfarin þrjú tímabil en hann skoraði 34,3 stig í leik á síðasta tímabili. Getty/Michael Reaves Það hefur fækkað um eitt lið í hópi liðanna sem koma til greina sem framtíðargriðarstaður fyrir NBA stórstjörnuna James Harden. Framtíð körfuboltamannsins James Harden er í uppnámi eftir að hann gerði það opinbert að hann vilji komast í burtu frá Houston Rockets. Harden tíminn í Houston virðist vera á enda. Hann safnaði að sér einstaklingsverðlaunum á síðustu árum en Rockets liðið náði ekki að komast bara einu sinni í úrslit Vesturdeildarinnar og aldrei í lokaúrslitin um NBA titilinn. I guess we're not gonna see a Jimmy Butler + James Harden duo soon pic.twitter.com/KaZRjQxLU0— Heat Nation (@HeatNationCP) December 21, 2020 NBA deildin hefst aftur í kvöld en það er hætt við því að hugsanleg skipti á Harden muni drottna yfir öllu hjá Rockets næstu vikur og mánuði takist félaginu ekki að finna lið sem vill gefa þeim nógu mikið fyrir hann. Harden átti að hafa sagt forráðamönnum Houston Rockets, til hvaða liða hann vildi fara, ef tækist að semja um leikmannaskipti. Eitt af þessum liðum átti að vera lið Miami Heat sem komast alla leið í lokaúrslitin á síðustu leiktíð. Miami Heat og Houston Rockets voru eitthvað búin að ræða saman um möguleika á slíkum skiptum en í Miami liðinu eru ungir og spennandi leikmenn eins og Tyler Herro, Duncan Robinson og Kendrick Nunn. Per source, Heat no longer are engaging Rockets when it comes to Harden. Was told conversation never was more than cursory, but that, of course, always is a matter of perspective. Heat made clear on eve of 2018-19 season they were out of Jimmy Butler talks for that season.— Ira Winderman (@IraHeatBeat) December 21, 2020 Miami Heat hafði aftur á móti ekki mikið að bjóða þegar kemur að framtíðarvalréttum í nýliðavalinu en það er eitthvað sem Houston Rockets sækist eftir til að geta sett saman nýtt lið í framtíðinni. Nýjustu heimildir ESPN herma hins vegar að Miami Heat hafi slitið þessum viðræðum endanlega og að félagið hafi ekki lengur áhuga á því að eltast við James Harden. Houston menn hafa einnig rætt við Brooklyn Nets, Philadelphia 76ers og Denver Nuggets um hugsanleg skipti. Harden sjálfur hefur neitað að ræða stöðu sína og framtíðina í síðustu viðtölum sínum við fjölmiðlamenn. James Harden was asked if he feels better about his situation with the Rockets now than he did before he arrived at camp. "Next question." pic.twitter.com/gm2zz7i199— SportsCenter (@SportsCenter) December 21, 2020 NBA Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni Sport Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira
Framtíð körfuboltamannsins James Harden er í uppnámi eftir að hann gerði það opinbert að hann vilji komast í burtu frá Houston Rockets. Harden tíminn í Houston virðist vera á enda. Hann safnaði að sér einstaklingsverðlaunum á síðustu árum en Rockets liðið náði ekki að komast bara einu sinni í úrslit Vesturdeildarinnar og aldrei í lokaúrslitin um NBA titilinn. I guess we're not gonna see a Jimmy Butler + James Harden duo soon pic.twitter.com/KaZRjQxLU0— Heat Nation (@HeatNationCP) December 21, 2020 NBA deildin hefst aftur í kvöld en það er hætt við því að hugsanleg skipti á Harden muni drottna yfir öllu hjá Rockets næstu vikur og mánuði takist félaginu ekki að finna lið sem vill gefa þeim nógu mikið fyrir hann. Harden átti að hafa sagt forráðamönnum Houston Rockets, til hvaða liða hann vildi fara, ef tækist að semja um leikmannaskipti. Eitt af þessum liðum átti að vera lið Miami Heat sem komast alla leið í lokaúrslitin á síðustu leiktíð. Miami Heat og Houston Rockets voru eitthvað búin að ræða saman um möguleika á slíkum skiptum en í Miami liðinu eru ungir og spennandi leikmenn eins og Tyler Herro, Duncan Robinson og Kendrick Nunn. Per source, Heat no longer are engaging Rockets when it comes to Harden. Was told conversation never was more than cursory, but that, of course, always is a matter of perspective. Heat made clear on eve of 2018-19 season they were out of Jimmy Butler talks for that season.— Ira Winderman (@IraHeatBeat) December 21, 2020 Miami Heat hafði aftur á móti ekki mikið að bjóða þegar kemur að framtíðarvalréttum í nýliðavalinu en það er eitthvað sem Houston Rockets sækist eftir til að geta sett saman nýtt lið í framtíðinni. Nýjustu heimildir ESPN herma hins vegar að Miami Heat hafi slitið þessum viðræðum endanlega og að félagið hafi ekki lengur áhuga á því að eltast við James Harden. Houston menn hafa einnig rætt við Brooklyn Nets, Philadelphia 76ers og Denver Nuggets um hugsanleg skipti. Harden sjálfur hefur neitað að ræða stöðu sína og framtíðina í síðustu viðtölum sínum við fjölmiðlamenn. James Harden was asked if he feels better about his situation with the Rockets now than he did before he arrived at camp. "Next question." pic.twitter.com/gm2zz7i199— SportsCenter (@SportsCenter) December 21, 2020
NBA Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni Sport Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira