„Maðurinn minn kallar mig lampann“ og óttaleg óregla á öllu vegna COVID Rakel Sveinsdóttir skrifar 18. apríl 2020 10:00 Áslaug Hulda Jónsdóttir starfar hjá Pure North seme endurvinnur plast með vinnsluaðferði sem byggir á íslensku hugviti. Áslaug Hulda er líka formaður bæjarráðs Garðabæjar. Vísir/Vilhelm „Ég er að fara alltof seint að sofa en ég kenni COVID um það, óttaleg óregla á öllu,“ viðurkennir Áslaug Hulda Jónsdóttir sem starfar hjá Pure North Recycling og er formaður bæjarráðs Garðabæjar. Starfsemi Pure North Recycling byggir á íslensku hugviti. Þar er plast endurunnið með umhverfisvænum orkugjöfum þar sem jarðvarminn er í aðalhlutverki. Óhreinum plastúrgangi er breytt í plastpalettur og telst vinnsluaðferðin einstök á heimsvísu. Áslaug Hulda er gestur kaffispjallsins að þessu sinni en þar spyrjum við alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um helstu verkefni og skipulagið. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna vanalega klukkan sjö virka daga með allri fjölskyldunni en það hefur breyst á tímum COVID. Nú ég vakna um áttaleytið enda vinnuumhverfi mitt og skólastarf drengjanna minna með öðru sniði.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Nú langar mig að segja að ég taki nokkrar öndunaræfingar áður en ég fer á fætur, fái mér svo volgt vatnsglas með sítrónu og geri nokkrar jógaæfingar. En það væri lygi. Ég bara vakna. Brosi og býð fólkinu mínu góðan daginn, klappa hundinum mínum og hleypi honum út. Fæ mér vatnsglas og kaffibolla. Kíki í símann og skoða hvort eitthvað mikið sé að frétta. Góð sturta gerir alla daga betri. Kem mér svo í gang, byrja á því að skoða verkefnalistann minn og geri nýjan fyrir daginn.“ Umhverfismál eru ekki ,,vesen" Er dýrt fyrir fyrirtæki að endurvinna plast og hvaða plast eiga fyrirtæki að endurvinna? „Það er dýrast að gera ekki neitt. Við eigum að hætta að hugsa umhverfismál sem aukinn kostnað og vesen. Þegar við flokkum, sem einstaklingar eða fyrirtæki, þá breytum við rusli og úrgangi í afurð. Afurð sem er endurnýtt eða endurunnin, breytum í verðmæti. Fyrirtæki sem koma plasti í endurvinnslu til okkar í Pure North minnka ekki aðeins kostnað í rekstri sínum heldur minnka einnig kolefnissporin sem telur síðan inn í umhverfisbókhald fyrirtækjanna. Þetta er samfélagsleg ábyrgð í verki. Hringrásarhagkerfið í sinni bestu mynd.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég er listakona og þá er ég ekki að vísa í skapandi störf. Ég geri lista yfir öll verkefni sem ég þarf að klára og nota þá til að forgangsraða, efst á listanum er það sem er mikilvægast og svo koll af kolli. En áður en einhver fer að halda að ég sé fullkomin þá geta þessir listar tekið breytingum oft á dag og í miklu fjöri strikast stundum ekkert út af listanum. Það er svo auðvelt að gleyma sér í verkefnunum sem eru skemmtilegust og auðveld en þau eru ekki endilega þau mikilvægustu. Skýr forgangsröðun og skipulag er því mikilvægt fyrir týpu eins og mig í bland við fjörið. En það má ekki gleyma því að í vinnu er mikilvægt að hafa gott plan, varða leiðina og horfa fram veginn, vita hvert maður stefnir.“ Áslaug Hulda segist vera mikil listakona en á þar reyndar ekki við um skapandi greinar, heldur það hvernig hún skipuleggur verkefnin sín.Vísir/Vilhelm Lampinn, vinnan og pólitíkin Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Það er mikið í gangi hjá Pure North Recycling og fer mest af tíma mínum í verkefnið Þjóðþrif en þar skuldbinda fyrirtæki sig til þess að koma plasti í endurvinnslu á Íslandi. Ótrúlega skemmtilegt að finna kraftinn og metnaðinn sem er í íslensku atvinnulífi til að gera betur í umhverfismálum. Fyrsta sveitarfélagið var að bætast í hópinn sem er mikið fagnaðarefni. Við getum nefnileg öll gert betur, miklu betur. Eðli málsins samkvæmt er líka töluvert að gera í bæjarmálunum en í Garðabæ höfum við líkt og aðrir verið að vinna áætlanir til að bregðast við samfélagslegum og efnahagslegum áhrifum vegna COVID-19. Þær miða að því að stuðla að velferð bæjarbúa og verja afkomu þeirra, útfæra fyrirkomulag skólastarfs og tryggja þjónustu við viðkvæmustu hópana. Styðja við fyrirtæki og liðka fyrir viðspyrnu efnahagslífs og samfélags. Mikilvægt er að halda uppbyggingu áfram, flýta viðhaldsframkvæmdum og tryggja ungu fólki sumarvinnu. Samhliða þurfum við að hugsa til framtíðar, náinnar framtíðar. Hvernig verður veröldin þegar þetta verður allt yfirstaðið. Svo margt er breytt. Skólar og vinnustaðir þurftu að fjarfundavæða starfsemi sína nánast á einni nóttu. Fjarfundarbúnaður er nú staðalbúnaður. Eitthvað sem við trúðum varla að gæti gerst, gerðist. Og þetta hefur gengið miklu betur en nokkurn hefði órað fyrir. Og í þessu felast ýmis tækifæri. Ég hef til dæmis leitt starfshóp um stafræna þróun í Garðabæ og ákveðin verkefni sem við horfðum á sem langtímaverkefni fyrir nokkrum vikum eru nú raunveruleiki. Og þennan veruleika verðum við að fanga, taka það góða og jákvæða og þróa áfram. Mikil tækifæri felast í stafrænni þróun og auknum sveigjanleika í skólum og í atvinnulífinu.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég er að fara alltof seint að sofa en ég kenni COVID um það, óttaleg óregla á öllu. En almennt hef ég vanið mig á að fara frekar snemma og fer sjaldan að sofa eftir miðnætti á virkum dögum. Á miklum álagspunktum hef ég haft þann vanann á að fara einu sinni í viku að sofa klukkan tíu. Góður og nægur svefn er okkur öllum svo mikilvægur, sérstaklega á álagstímum. Ég er heppin, hef alltaf átt auðvelt með svefn. Maðurinn minn kallar mig lampann. Lampa vegna þess að ég virðist geta slökkt og kveikt á mér eins og lampi án allrar fyrirhafnar.“ Kaffispjallið Umhverfismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Helena einhenta, fjarkennsla og söngvakeppnin í Rotterdam Í kaffispjalli um helgar heyrum við í fólki sem starfar á ólíkum sviðum og í þetta sinn er gestur okkar Reynir Þór Eggertsson, lektor við háskólann í Helsinki og einn þekktasti Eurovision sérfræðingur landsins. 4. apríl 2020 10:00 Konan með kórónu-húmorinn reynir að fela ógreitt hárið á morgnana Í kaffispjalli um helgar er talað við fólk í ólíkum störfum. Þessa helgina er rætt við Lóu Hlín Hjálmtýsdóttir, myndasögu- og handritstöfund, teiknara, rithöfund og konuna á bakvið óborganlegan húmor Lóuboratoríum myndasögunnar. 28. mars 2020 10:00 Er í smitrakningarteyminu en bíður spenntur eftir því að mega knúsa á ný Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum og að þessu sinni er viðmælandinn einn þeirra sem kallaður var til í smitrakningarteymið, Gestur K. Pálmason. 21. mars 2020 10:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
„Ég er að fara alltof seint að sofa en ég kenni COVID um það, óttaleg óregla á öllu,“ viðurkennir Áslaug Hulda Jónsdóttir sem starfar hjá Pure North Recycling og er formaður bæjarráðs Garðabæjar. Starfsemi Pure North Recycling byggir á íslensku hugviti. Þar er plast endurunnið með umhverfisvænum orkugjöfum þar sem jarðvarminn er í aðalhlutverki. Óhreinum plastúrgangi er breytt í plastpalettur og telst vinnsluaðferðin einstök á heimsvísu. Áslaug Hulda er gestur kaffispjallsins að þessu sinni en þar spyrjum við alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um helstu verkefni og skipulagið. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna vanalega klukkan sjö virka daga með allri fjölskyldunni en það hefur breyst á tímum COVID. Nú ég vakna um áttaleytið enda vinnuumhverfi mitt og skólastarf drengjanna minna með öðru sniði.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Nú langar mig að segja að ég taki nokkrar öndunaræfingar áður en ég fer á fætur, fái mér svo volgt vatnsglas með sítrónu og geri nokkrar jógaæfingar. En það væri lygi. Ég bara vakna. Brosi og býð fólkinu mínu góðan daginn, klappa hundinum mínum og hleypi honum út. Fæ mér vatnsglas og kaffibolla. Kíki í símann og skoða hvort eitthvað mikið sé að frétta. Góð sturta gerir alla daga betri. Kem mér svo í gang, byrja á því að skoða verkefnalistann minn og geri nýjan fyrir daginn.“ Umhverfismál eru ekki ,,vesen" Er dýrt fyrir fyrirtæki að endurvinna plast og hvaða plast eiga fyrirtæki að endurvinna? „Það er dýrast að gera ekki neitt. Við eigum að hætta að hugsa umhverfismál sem aukinn kostnað og vesen. Þegar við flokkum, sem einstaklingar eða fyrirtæki, þá breytum við rusli og úrgangi í afurð. Afurð sem er endurnýtt eða endurunnin, breytum í verðmæti. Fyrirtæki sem koma plasti í endurvinnslu til okkar í Pure North minnka ekki aðeins kostnað í rekstri sínum heldur minnka einnig kolefnissporin sem telur síðan inn í umhverfisbókhald fyrirtækjanna. Þetta er samfélagsleg ábyrgð í verki. Hringrásarhagkerfið í sinni bestu mynd.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég er listakona og þá er ég ekki að vísa í skapandi störf. Ég geri lista yfir öll verkefni sem ég þarf að klára og nota þá til að forgangsraða, efst á listanum er það sem er mikilvægast og svo koll af kolli. En áður en einhver fer að halda að ég sé fullkomin þá geta þessir listar tekið breytingum oft á dag og í miklu fjöri strikast stundum ekkert út af listanum. Það er svo auðvelt að gleyma sér í verkefnunum sem eru skemmtilegust og auðveld en þau eru ekki endilega þau mikilvægustu. Skýr forgangsröðun og skipulag er því mikilvægt fyrir týpu eins og mig í bland við fjörið. En það má ekki gleyma því að í vinnu er mikilvægt að hafa gott plan, varða leiðina og horfa fram veginn, vita hvert maður stefnir.“ Áslaug Hulda segist vera mikil listakona en á þar reyndar ekki við um skapandi greinar, heldur það hvernig hún skipuleggur verkefnin sín.Vísir/Vilhelm Lampinn, vinnan og pólitíkin Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Það er mikið í gangi hjá Pure North Recycling og fer mest af tíma mínum í verkefnið Þjóðþrif en þar skuldbinda fyrirtæki sig til þess að koma plasti í endurvinnslu á Íslandi. Ótrúlega skemmtilegt að finna kraftinn og metnaðinn sem er í íslensku atvinnulífi til að gera betur í umhverfismálum. Fyrsta sveitarfélagið var að bætast í hópinn sem er mikið fagnaðarefni. Við getum nefnileg öll gert betur, miklu betur. Eðli málsins samkvæmt er líka töluvert að gera í bæjarmálunum en í Garðabæ höfum við líkt og aðrir verið að vinna áætlanir til að bregðast við samfélagslegum og efnahagslegum áhrifum vegna COVID-19. Þær miða að því að stuðla að velferð bæjarbúa og verja afkomu þeirra, útfæra fyrirkomulag skólastarfs og tryggja þjónustu við viðkvæmustu hópana. Styðja við fyrirtæki og liðka fyrir viðspyrnu efnahagslífs og samfélags. Mikilvægt er að halda uppbyggingu áfram, flýta viðhaldsframkvæmdum og tryggja ungu fólki sumarvinnu. Samhliða þurfum við að hugsa til framtíðar, náinnar framtíðar. Hvernig verður veröldin þegar þetta verður allt yfirstaðið. Svo margt er breytt. Skólar og vinnustaðir þurftu að fjarfundavæða starfsemi sína nánast á einni nóttu. Fjarfundarbúnaður er nú staðalbúnaður. Eitthvað sem við trúðum varla að gæti gerst, gerðist. Og þetta hefur gengið miklu betur en nokkurn hefði órað fyrir. Og í þessu felast ýmis tækifæri. Ég hef til dæmis leitt starfshóp um stafræna þróun í Garðabæ og ákveðin verkefni sem við horfðum á sem langtímaverkefni fyrir nokkrum vikum eru nú raunveruleiki. Og þennan veruleika verðum við að fanga, taka það góða og jákvæða og þróa áfram. Mikil tækifæri felast í stafrænni þróun og auknum sveigjanleika í skólum og í atvinnulífinu.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég er að fara alltof seint að sofa en ég kenni COVID um það, óttaleg óregla á öllu. En almennt hef ég vanið mig á að fara frekar snemma og fer sjaldan að sofa eftir miðnætti á virkum dögum. Á miklum álagspunktum hef ég haft þann vanann á að fara einu sinni í viku að sofa klukkan tíu. Góður og nægur svefn er okkur öllum svo mikilvægur, sérstaklega á álagstímum. Ég er heppin, hef alltaf átt auðvelt með svefn. Maðurinn minn kallar mig lampann. Lampa vegna þess að ég virðist geta slökkt og kveikt á mér eins og lampi án allrar fyrirhafnar.“
Kaffispjallið Umhverfismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Helena einhenta, fjarkennsla og söngvakeppnin í Rotterdam Í kaffispjalli um helgar heyrum við í fólki sem starfar á ólíkum sviðum og í þetta sinn er gestur okkar Reynir Þór Eggertsson, lektor við háskólann í Helsinki og einn þekktasti Eurovision sérfræðingur landsins. 4. apríl 2020 10:00 Konan með kórónu-húmorinn reynir að fela ógreitt hárið á morgnana Í kaffispjalli um helgar er talað við fólk í ólíkum störfum. Þessa helgina er rætt við Lóu Hlín Hjálmtýsdóttir, myndasögu- og handritstöfund, teiknara, rithöfund og konuna á bakvið óborganlegan húmor Lóuboratoríum myndasögunnar. 28. mars 2020 10:00 Er í smitrakningarteyminu en bíður spenntur eftir því að mega knúsa á ný Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum og að þessu sinni er viðmælandinn einn þeirra sem kallaður var til í smitrakningarteymið, Gestur K. Pálmason. 21. mars 2020 10:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Helena einhenta, fjarkennsla og söngvakeppnin í Rotterdam Í kaffispjalli um helgar heyrum við í fólki sem starfar á ólíkum sviðum og í þetta sinn er gestur okkar Reynir Þór Eggertsson, lektor við háskólann í Helsinki og einn þekktasti Eurovision sérfræðingur landsins. 4. apríl 2020 10:00
Konan með kórónu-húmorinn reynir að fela ógreitt hárið á morgnana Í kaffispjalli um helgar er talað við fólk í ólíkum störfum. Þessa helgina er rætt við Lóu Hlín Hjálmtýsdóttir, myndasögu- og handritstöfund, teiknara, rithöfund og konuna á bakvið óborganlegan húmor Lóuboratoríum myndasögunnar. 28. mars 2020 10:00
Er í smitrakningarteyminu en bíður spenntur eftir því að mega knúsa á ný Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum og að þessu sinni er viðmælandinn einn þeirra sem kallaður var til í smitrakningarteymið, Gestur K. Pálmason. 21. mars 2020 10:00