Fjarvinna og börnin heima líka: Hjálp! Rakel Sveinsdóttir skrifar 19. mars 2020 07:26 Í fullkomnum heimi er fjarvinna heima með börn ekkert mál. Vísir/Getty Það hefur ekkert vantað upp á fagleg ráð um fjarvinnu síðustu daga. Tæknimálin eru leyst og allt í boði. Stjórnendur og starfsmenn eru samhuga um að láta þetta nú allt ganga sem best upp, vaktplön eru skipulögð upp á nýtt, hópaskipt er í fjarvinnu og alls kyns ráðstafanir eru gerðar. Þá eru sumir í fjarvinnu vegna sóttkvía og aðrir vegna röskunar á skólastarfi. En rétt upp hönd það ykkar sem hefur náð fullkomnum tökum á fjarvinnu samhliða því að vera með börnin heima? Já, úff og pfúff heyrist eflaust í einhverjum núna enda eru nú þegar farnar að sjást einstaka stöðufærslur á samfélagsmiðlum um örmagna foreldra sem eru við það að fá taugaáfall. Ekki síst nú þegar ekki má lengur biðja ömmu og afa um að passa þau yngstu. Þá er systkina kærleikurinn farinn að segja til sín á mörgum heimilum þar sem rifrildi og jafnvel slagsmál eru að færast í aukana. Hér eru nokkur ráð sem gætu hjálpað sálartetrinu og skipulagi. 1. Nýttu þér fagráð um fjarvinnu Þú þarft að byrja á því að koma skikki á þína vinnu. Við mælum með lestrinum 6 ráð frá reynslubolta. Ef þú ert með ungmenni í fjarnámi úr framhaldsskóla eða háskólanáms er gott að leiðbeina þeim líka hvernig þau geta hagað til sinni vinnu. 2. Væntingarnar verða að vera raunhæfar Það er ekkert eðlilegt við þær aðstæður sem nú eru uppi og því alls ekki raunhæft að ætla að foreldrum takist að ná tökum á fjarvinnu heima samhliða því að vera með börnin heima hluta eða alla daga vikunnar. Að ætlast til þess að allt gangi fumlaust upp er því fyrsta hugmyndin sem gott er að láta frá sér. 3. Eyddu ekki orkunni í óþarfa Lítur stofan út eins og eftir sprengju og eldhúsið eins og þar hafi 20 manns verið að borða en ekki tvö til þrjú systkini? Í stóru myndinni skiptir þetta ekki máli og því óþarfi að fara of oft upp á háa C-ið við krakkana. Ef umgengnin er ekki í lagi er best að ræða það í ró og næði og gera öllum fjölskyldumeðlimum það ljóst að á meðan verið er að reyna að vinna, læra og stytta sér stundir heima þurfa allir að vanda sig í umgengni. 4. „Kauptu“ þér næði í hófi Það þekkja allir foreldrar það að „kaupa“ sér næði með því að leyfa meiri leigu á Voddinu, leyfa meira sjónvarpsgláp en vanalega, að lengja í tölvuleikjatímum og láta af öllum afskiptum um síma, iPad eða tölvunotkun. Ef samviskubitið er farið að naga þig að innan vegna þessa er upplagt að gefa sér korter í að skipuleggja nýja afþreyingu. Draga fram gömul púsl, litabækur, lestrarbækur, spil, kenna spilakapla eða draga fram föndur eru allt ágætis hugmyndir og þá ekki síst ef mamma eða pabbi taka sér smá tíma frá til að taka þátt. Það virkar líka ágætlega að skipuleggja sameiginlega afþreyingu. Ákveða snemma að síðdegis eigi að horfa á þátt saman eða eiga einhverja aðra kósýstund. 5. Vaktaskipti Ef báðir foreldrar eru heima er hægt að búa til vaktplan og skipta upp deginum. Þannig er hægt að koma í veg fyrir að báðir foreldrar verði fyrir truflun allan daginn. Ef börnin sem eru heima eru mjög ung er þetta nauðsynleg ráðstöfun. Fyrir þá foreldra sem eru einir heima í fjarvinnu með ungt barn eða börn, er nauðsynlegt að ræða aðstæðurnar við yfirmann og haga væntingum um afköst fjarvinnunnar í samræmi við heimilisaðstæður. 6. Heyrnatól Margir nýta sér heyrnatól í vinnunni og um að gera að nýta þessi tól líka í fjarvinnu. 7. Komdu börnunum á óvart einu sinni á dag Þetta tekur í mesta lagi korter og felur enga fórn í sér eða hættuleg afföll í vinnuafköstum. Dæmi: Óvæntar veitingar þurfa oft ekki að vera neitt nema ljúffengt smoothie eða einfaldar samlokur úr grillinu, miðdegiskaffi sem er skemmtilega framreitt o.s.frv. Þetta skipulagða korter skilar sér án efa í hærri ánægjustuðli heimilisfólks með tilheyrandi rósemd í kjölfarið. 8. Ekki vinna í allra augsýn Það er varla hægt að ætlast til þess af börnum að þau ræði ekkert við foreldra sína ef fjarvinnan er unnin fyrir allra augum á heimilinu. Ef ætlunin er að fá næði við fjarvinnuna er betra að útbúa einhverja vinnuaðstöðu sem ekki er í allra augsýn. Eða að útskýra vel hvert vinnusvæðið er og standa þá við það að í pásum eða eftir vinnutíma, sé gengið frá vinnustöðunni eða hún sett til hliðar. Ef þú hins vegar kýst að vinna í allra augsýn, gefðu þér þá tíma til að hlusta og taka þátt í samtölunum þegar börnin falast eftir þeim. 9. Öðruvísi pásur Í vinnunni stöndum við upp og fáum okkur kaffi, spjöllum við vinnufélaga og fáum okkur hádegismat. Gerðu það sama í fjarvinnunni og gerðu þá ráð fyrir að félagsskapurinn sé félagsskapur barnanna þinna. Göngutúr, að baka saman eða eitthvað sem þeim finnst skemmtilegt er ekkert endilega að taka allan heimsins tíma þannig að gerðu ráð fyrir þessum tíma í verkefnaáætlun dagsins. Með eldri krökkum er það oftar en ekki bara spjall um lífið og tilveruna (líka kórónuveiruna) sem virkar. 10. Getur fjarvinnan verið sveigjanlegur vinnutími? Ef svarið við þessari spurningu er já, er spurning um hvernig þú getur stýrt vinnutímanum þínum þannig að vinnutíminn falli sem best að heimilisrekstrinum og þeim tíma sem krakkarnir þurfa athygli. Höfundur er blaðamaður í fjarvinnu með tvö börn heima, 12 og 16 ára, yngra barn í styttri skólavist og eldra barn í fjarnámi. Vinnumarkaður Börn og uppeldi Tengdar fréttir Náðu tökum á fjarvinnu: Sex ráð frá reynslubolta m skiptir máli að setja sér leikreglur um fjarvinnu svo dagarnir endi ekki við eldhúsborðið á náttbuxunum. 17. mars 2020 09:00 Teymisvinna í fjarvinnu: Tíu góð ráð fyrir stjórnendur Nú þegar æ fleiri starfa heiman frá sér í fjarvinnu er ekki úr vegi að fara yfir þau atriði sem stjórnendur þurfa að huga að þannig að fjarvinnan gangi sem best fyrir sig. 11. mars 2020 10:38 Er erfitt að vinna fyrir áhyggjum? Átta góð ráð Mörgum finnst erfitt að einbeita sér að vinnutengdum verkefnum nú í upphafi samgöngubanns og miðjum kórónufaraldri. 16. mars 2020 09:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Það hefur ekkert vantað upp á fagleg ráð um fjarvinnu síðustu daga. Tæknimálin eru leyst og allt í boði. Stjórnendur og starfsmenn eru samhuga um að láta þetta nú allt ganga sem best upp, vaktplön eru skipulögð upp á nýtt, hópaskipt er í fjarvinnu og alls kyns ráðstafanir eru gerðar. Þá eru sumir í fjarvinnu vegna sóttkvía og aðrir vegna röskunar á skólastarfi. En rétt upp hönd það ykkar sem hefur náð fullkomnum tökum á fjarvinnu samhliða því að vera með börnin heima? Já, úff og pfúff heyrist eflaust í einhverjum núna enda eru nú þegar farnar að sjást einstaka stöðufærslur á samfélagsmiðlum um örmagna foreldra sem eru við það að fá taugaáfall. Ekki síst nú þegar ekki má lengur biðja ömmu og afa um að passa þau yngstu. Þá er systkina kærleikurinn farinn að segja til sín á mörgum heimilum þar sem rifrildi og jafnvel slagsmál eru að færast í aukana. Hér eru nokkur ráð sem gætu hjálpað sálartetrinu og skipulagi. 1. Nýttu þér fagráð um fjarvinnu Þú þarft að byrja á því að koma skikki á þína vinnu. Við mælum með lestrinum 6 ráð frá reynslubolta. Ef þú ert með ungmenni í fjarnámi úr framhaldsskóla eða háskólanáms er gott að leiðbeina þeim líka hvernig þau geta hagað til sinni vinnu. 2. Væntingarnar verða að vera raunhæfar Það er ekkert eðlilegt við þær aðstæður sem nú eru uppi og því alls ekki raunhæft að ætla að foreldrum takist að ná tökum á fjarvinnu heima samhliða því að vera með börnin heima hluta eða alla daga vikunnar. Að ætlast til þess að allt gangi fumlaust upp er því fyrsta hugmyndin sem gott er að láta frá sér. 3. Eyddu ekki orkunni í óþarfa Lítur stofan út eins og eftir sprengju og eldhúsið eins og þar hafi 20 manns verið að borða en ekki tvö til þrjú systkini? Í stóru myndinni skiptir þetta ekki máli og því óþarfi að fara of oft upp á háa C-ið við krakkana. Ef umgengnin er ekki í lagi er best að ræða það í ró og næði og gera öllum fjölskyldumeðlimum það ljóst að á meðan verið er að reyna að vinna, læra og stytta sér stundir heima þurfa allir að vanda sig í umgengni. 4. „Kauptu“ þér næði í hófi Það þekkja allir foreldrar það að „kaupa“ sér næði með því að leyfa meiri leigu á Voddinu, leyfa meira sjónvarpsgláp en vanalega, að lengja í tölvuleikjatímum og láta af öllum afskiptum um síma, iPad eða tölvunotkun. Ef samviskubitið er farið að naga þig að innan vegna þessa er upplagt að gefa sér korter í að skipuleggja nýja afþreyingu. Draga fram gömul púsl, litabækur, lestrarbækur, spil, kenna spilakapla eða draga fram föndur eru allt ágætis hugmyndir og þá ekki síst ef mamma eða pabbi taka sér smá tíma frá til að taka þátt. Það virkar líka ágætlega að skipuleggja sameiginlega afþreyingu. Ákveða snemma að síðdegis eigi að horfa á þátt saman eða eiga einhverja aðra kósýstund. 5. Vaktaskipti Ef báðir foreldrar eru heima er hægt að búa til vaktplan og skipta upp deginum. Þannig er hægt að koma í veg fyrir að báðir foreldrar verði fyrir truflun allan daginn. Ef börnin sem eru heima eru mjög ung er þetta nauðsynleg ráðstöfun. Fyrir þá foreldra sem eru einir heima í fjarvinnu með ungt barn eða börn, er nauðsynlegt að ræða aðstæðurnar við yfirmann og haga væntingum um afköst fjarvinnunnar í samræmi við heimilisaðstæður. 6. Heyrnatól Margir nýta sér heyrnatól í vinnunni og um að gera að nýta þessi tól líka í fjarvinnu. 7. Komdu börnunum á óvart einu sinni á dag Þetta tekur í mesta lagi korter og felur enga fórn í sér eða hættuleg afföll í vinnuafköstum. Dæmi: Óvæntar veitingar þurfa oft ekki að vera neitt nema ljúffengt smoothie eða einfaldar samlokur úr grillinu, miðdegiskaffi sem er skemmtilega framreitt o.s.frv. Þetta skipulagða korter skilar sér án efa í hærri ánægjustuðli heimilisfólks með tilheyrandi rósemd í kjölfarið. 8. Ekki vinna í allra augsýn Það er varla hægt að ætlast til þess af börnum að þau ræði ekkert við foreldra sína ef fjarvinnan er unnin fyrir allra augum á heimilinu. Ef ætlunin er að fá næði við fjarvinnuna er betra að útbúa einhverja vinnuaðstöðu sem ekki er í allra augsýn. Eða að útskýra vel hvert vinnusvæðið er og standa þá við það að í pásum eða eftir vinnutíma, sé gengið frá vinnustöðunni eða hún sett til hliðar. Ef þú hins vegar kýst að vinna í allra augsýn, gefðu þér þá tíma til að hlusta og taka þátt í samtölunum þegar börnin falast eftir þeim. 9. Öðruvísi pásur Í vinnunni stöndum við upp og fáum okkur kaffi, spjöllum við vinnufélaga og fáum okkur hádegismat. Gerðu það sama í fjarvinnunni og gerðu þá ráð fyrir að félagsskapurinn sé félagsskapur barnanna þinna. Göngutúr, að baka saman eða eitthvað sem þeim finnst skemmtilegt er ekkert endilega að taka allan heimsins tíma þannig að gerðu ráð fyrir þessum tíma í verkefnaáætlun dagsins. Með eldri krökkum er það oftar en ekki bara spjall um lífið og tilveruna (líka kórónuveiruna) sem virkar. 10. Getur fjarvinnan verið sveigjanlegur vinnutími? Ef svarið við þessari spurningu er já, er spurning um hvernig þú getur stýrt vinnutímanum þínum þannig að vinnutíminn falli sem best að heimilisrekstrinum og þeim tíma sem krakkarnir þurfa athygli. Höfundur er blaðamaður í fjarvinnu með tvö börn heima, 12 og 16 ára, yngra barn í styttri skólavist og eldra barn í fjarnámi.
Vinnumarkaður Börn og uppeldi Tengdar fréttir Náðu tökum á fjarvinnu: Sex ráð frá reynslubolta m skiptir máli að setja sér leikreglur um fjarvinnu svo dagarnir endi ekki við eldhúsborðið á náttbuxunum. 17. mars 2020 09:00 Teymisvinna í fjarvinnu: Tíu góð ráð fyrir stjórnendur Nú þegar æ fleiri starfa heiman frá sér í fjarvinnu er ekki úr vegi að fara yfir þau atriði sem stjórnendur þurfa að huga að þannig að fjarvinnan gangi sem best fyrir sig. 11. mars 2020 10:38 Er erfitt að vinna fyrir áhyggjum? Átta góð ráð Mörgum finnst erfitt að einbeita sér að vinnutengdum verkefnum nú í upphafi samgöngubanns og miðjum kórónufaraldri. 16. mars 2020 09:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Náðu tökum á fjarvinnu: Sex ráð frá reynslubolta m skiptir máli að setja sér leikreglur um fjarvinnu svo dagarnir endi ekki við eldhúsborðið á náttbuxunum. 17. mars 2020 09:00
Teymisvinna í fjarvinnu: Tíu góð ráð fyrir stjórnendur Nú þegar æ fleiri starfa heiman frá sér í fjarvinnu er ekki úr vegi að fara yfir þau atriði sem stjórnendur þurfa að huga að þannig að fjarvinnan gangi sem best fyrir sig. 11. mars 2020 10:38
Er erfitt að vinna fyrir áhyggjum? Átta góð ráð Mörgum finnst erfitt að einbeita sér að vinnutengdum verkefnum nú í upphafi samgöngubanns og miðjum kórónufaraldri. 16. mars 2020 09:00