„Force majeure-klásúla“ óvænt komin inn í skilmála Reebok Fitness Jakob Bjarnar skrifar 30. mars 2020 11:35 Breki Karlsson hjá Neytendasamtökunum segir að fyrir liggi fjöldi erinda þar á borði frá óánægðum viðskiptavinum líkamsræktarstöðvanna sem eiga fullt í fangi með að losa sig frá áskrift þó líkamsræktarstöðvarnar séu lokaðar. visir/vilhelm Líkamsræktarstöðin Reebok Fitnes setti í síðustu viku inn nýja klásúlu inn í notendaskilmála eins og þeir birtast á vefsíðu fyrirtækisins, þar sem stöðin áskilur sér rétt til að „stöðva alla blæðingu svo sem að setja stopp (hold) á afskráningu áskrifta þar til ástandið er liðið hjá.“ Áskilja sér rétt til að stöðva afskráningu Vísir fjallaði í síðustu viku um raunir viðskiptavina líkamsræktarstöðvarinnar við að segja upp áskriftum sínum þar. Stöðin er lokuð samkvæmt tilskipun yfirvalda um samkomubann. Áður mátti segja upp viðskiptum á netinu með einföldum hætti en nú þurfa menn að mæta á ákveðnum tíma á staðinn og samkvæmt lýsingum eins viðskiptavinarins sem lét á það reyna þá er engin móttaka heldur liggja fyrir eyðublöð þar sem menn geta skrifað inn ósk um að áskrift sé sagt upp. Og látið fylgja skýringar á því hvers vegna þeir vilji hætta? Vísir fékk ábendingu um að nú væri komin inn viðbótarákvæði við skilmála á heimasíðu líkamsræktarstöðvarinnar, svohljóðandi: „„Force majeure“ Óviðráðanlegar aðstæður Ófyrirséðar aðstæður eða atvik sem aðilar samnings hafa ekki stjórn á og koma í veg fyrir að þeir geti staðið við þær skuldbindingar sem kveðið er á um í samningnum enda verði þau ekki rakin til yfirsjónar eða vanrækslu af þeirra hálfu. Við slíkan atburð áskiljum við okkur rétt til að stöðva alla blæðingu svo sem að setja stopp (hold) á afskráningu áskrifta þar til ástandið er liðið hjá.“ Ekkert lögfræðilegt gildi Neytendasamtökin hafa fengið ýmis erindi inn á borð sín sem snúa að áskriftum fólks hjá líkamsræktarstöðvum. En svo virðist sem reynt sé að fremsta megni að hindra að fólk geti hætt þó stöðvarnar séu lokaðar. Reebok er vinsæl líkamsræktarstöð en vegna samkomubanns og kórónuveiru er starfsemin þar, sem og víðar, í lamasessi.Reebok Fitness Breki Karlsson, formaður samtakanna, segir að samkvæmt símtali lögfræðings Neytendasamtakanna við Guðmund Ágúst forsvarsmann Reebok Fitness var téð ákvæði sett inn í síðustu viku. „Það hefur ekkert lögfræðilegt gildi, fyrir þá sem gerðust áskrifendur fyrir þann tíma, nema þeim hafi verið gerð grein fyrir nýja skilmálanum og samþykkt hann,“ segir Breki. Og bætir því við að hann viti ekki til þess að það hafi verið gert. Því geti þeir sem gerðu áskriftarsamning fyrir þann tíma ekki verið skuldbundnir honum. Breki bendir á vefsíðu Neytendasamtakanna þar sem finna má ítarlegri skýringar á þessu. Samkomubann á Íslandi Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Líkamsræktarstöðin Reebok Fitnes setti í síðustu viku inn nýja klásúlu inn í notendaskilmála eins og þeir birtast á vefsíðu fyrirtækisins, þar sem stöðin áskilur sér rétt til að „stöðva alla blæðingu svo sem að setja stopp (hold) á afskráningu áskrifta þar til ástandið er liðið hjá.“ Áskilja sér rétt til að stöðva afskráningu Vísir fjallaði í síðustu viku um raunir viðskiptavina líkamsræktarstöðvarinnar við að segja upp áskriftum sínum þar. Stöðin er lokuð samkvæmt tilskipun yfirvalda um samkomubann. Áður mátti segja upp viðskiptum á netinu með einföldum hætti en nú þurfa menn að mæta á ákveðnum tíma á staðinn og samkvæmt lýsingum eins viðskiptavinarins sem lét á það reyna þá er engin móttaka heldur liggja fyrir eyðublöð þar sem menn geta skrifað inn ósk um að áskrift sé sagt upp. Og látið fylgja skýringar á því hvers vegna þeir vilji hætta? Vísir fékk ábendingu um að nú væri komin inn viðbótarákvæði við skilmála á heimasíðu líkamsræktarstöðvarinnar, svohljóðandi: „„Force majeure“ Óviðráðanlegar aðstæður Ófyrirséðar aðstæður eða atvik sem aðilar samnings hafa ekki stjórn á og koma í veg fyrir að þeir geti staðið við þær skuldbindingar sem kveðið er á um í samningnum enda verði þau ekki rakin til yfirsjónar eða vanrækslu af þeirra hálfu. Við slíkan atburð áskiljum við okkur rétt til að stöðva alla blæðingu svo sem að setja stopp (hold) á afskráningu áskrifta þar til ástandið er liðið hjá.“ Ekkert lögfræðilegt gildi Neytendasamtökin hafa fengið ýmis erindi inn á borð sín sem snúa að áskriftum fólks hjá líkamsræktarstöðvum. En svo virðist sem reynt sé að fremsta megni að hindra að fólk geti hætt þó stöðvarnar séu lokaðar. Reebok er vinsæl líkamsræktarstöð en vegna samkomubanns og kórónuveiru er starfsemin þar, sem og víðar, í lamasessi.Reebok Fitness Breki Karlsson, formaður samtakanna, segir að samkvæmt símtali lögfræðings Neytendasamtakanna við Guðmund Ágúst forsvarsmann Reebok Fitness var téð ákvæði sett inn í síðustu viku. „Það hefur ekkert lögfræðilegt gildi, fyrir þá sem gerðust áskrifendur fyrir þann tíma, nema þeim hafi verið gerð grein fyrir nýja skilmálanum og samþykkt hann,“ segir Breki. Og bætir því við að hann viti ekki til þess að það hafi verið gert. Því geti þeir sem gerðu áskriftarsamning fyrir þann tíma ekki verið skuldbundnir honum. Breki bendir á vefsíðu Neytendasamtakanna þar sem finna má ítarlegri skýringar á þessu.
Samkomubann á Íslandi Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira