Enginn starfsmaður hefur smitast af sjúklingi Birgir Olgeirsson skrifar 23. apríl 2020 13:21 Enginn starfsmaður Landspítalans á Covid-deildum hefur smitast af kórónuveirunni af sjúklingi við störf sín. Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga spítalans segir miklar áhyggjur hafa verið af því í byrjun faraldursins en fagmennska og góður hlífðarbúnaður hafi komið í veg fyrir það. Strax í janúar var settur á mikill viðbúnaður á heilbrigðisstofnunum vegna kórónuveirunnar. „Þetta var auðvitað einn af þeim þáttum sem við höfðum hvað mestar áhyggjur af. Að starfsfólk okkar sem við teflum fram í framlínunni, myndi smitast og yrði veikt,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans. Á þeim deildum þar sem tekið er á móti Covid-sjúklingum, gjörgæsludeildum, smitsjúkdómadeild og lungnadeild, hefur enginn starfsmaður fengið veiruna frá sjúklingi. „Ég held það tali um fagmennsku, gæði hlífðarbúnaðarins og þeirrar starfsaðstöðu sem fólki hefur verið sköpuð.“ En hafa þá ekki komið upp nein tilvik smits utan úr samfélaginu inn á spítalann? „Jú vissulega en við höfum ekki geta sýnt fram á annað en að það tengist komu gesta eða starfsmanna inn á deildirnar. Þess vegna höfum við verið að reyna að girða fyrir það og jafnframt að brýna fyrir um hegðun starfsmanna fyrir utan vinnutíma,“ sagði Már. Hann segir erfitt að fara í samanburð við önnur lönd. „Ef maður tekur Kína, þar sem fólk var að glíma við einhvern vágest sem það hafði ekki nema takmarkaða þekkingu á strax í byrjun. Það kannski lá fyrir að þetta gæti verið smitefni en það var ekki fullvissa um það. Síðan leiða rannsóknir það í ljós og áður en sú upplýsing kemur fram þá hefur folk tekið smit. Fólk hefur verið undir miklu álagi og veikist heiftarlega,“ segir Már Kristjánsson. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira
Enginn starfsmaður Landspítalans á Covid-deildum hefur smitast af kórónuveirunni af sjúklingi við störf sín. Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga spítalans segir miklar áhyggjur hafa verið af því í byrjun faraldursins en fagmennska og góður hlífðarbúnaður hafi komið í veg fyrir það. Strax í janúar var settur á mikill viðbúnaður á heilbrigðisstofnunum vegna kórónuveirunnar. „Þetta var auðvitað einn af þeim þáttum sem við höfðum hvað mestar áhyggjur af. Að starfsfólk okkar sem við teflum fram í framlínunni, myndi smitast og yrði veikt,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans. Á þeim deildum þar sem tekið er á móti Covid-sjúklingum, gjörgæsludeildum, smitsjúkdómadeild og lungnadeild, hefur enginn starfsmaður fengið veiruna frá sjúklingi. „Ég held það tali um fagmennsku, gæði hlífðarbúnaðarins og þeirrar starfsaðstöðu sem fólki hefur verið sköpuð.“ En hafa þá ekki komið upp nein tilvik smits utan úr samfélaginu inn á spítalann? „Jú vissulega en við höfum ekki geta sýnt fram á annað en að það tengist komu gesta eða starfsmanna inn á deildirnar. Þess vegna höfum við verið að reyna að girða fyrir það og jafnframt að brýna fyrir um hegðun starfsmanna fyrir utan vinnutíma,“ sagði Már. Hann segir erfitt að fara í samanburð við önnur lönd. „Ef maður tekur Kína, þar sem fólk var að glíma við einhvern vágest sem það hafði ekki nema takmarkaða þekkingu á strax í byrjun. Það kannski lá fyrir að þetta gæti verið smitefni en það var ekki fullvissa um það. Síðan leiða rannsóknir það í ljós og áður en sú upplýsing kemur fram þá hefur folk tekið smit. Fólk hefur verið undir miklu álagi og veikist heiftarlega,“ segir Már Kristjánsson.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira