Norwegian hættir flugi á lengri leiðum Atli Ísleifsson skrifar 14. janúar 2021 08:57 Norwegian hefur átt í miklum fjárhagsvandræðum síðustu mánuði, líkt og önnur flugfélög. EPA/TOMS KALNINS Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á áætlunarflug á lengri flugleiðum samkvæmt tilkynningu til norku kauphallarinnar. Er þar verið að bregðast við erfiðri fjárhagsstöðu félagsins sem orðið hefur fyrir búsifjum líkt og önnur flugfélög vegna heimsfaraldursins. Eftirspurn eftir flugi á lengri leiðum hefur dregist sérstaklega mikið saman á síðustu mánuðum og segir félagið að sá hluti rekstrarins sé ekki lengur sjálfbær. Því hafi þessi ákvörðun verið tekin. Í tilkynningunni segir að félagið leggi nú áherslu á að byggja upp öflugan og arðbæran rekstur innan Norðurlandanna til að tryggja eins mörg störf og mögulegt sé. Langur tími muni líða þar til að eftirspurn eftir lengri flugferðum verði komin í það horf sem hún hafi verið fyrir faraldurinn. Norwegian mun áfram halda úti innanlandsflugi í Noregi, innan Norðurlandanna og milli áfangastaða á Norðurlöndum og til annarra staða í Evrópu. Ákvörðunin að hætta rekstri á lengri flugleiðum mun óhjákvæmilega leiða til fækkunar starfsmanna, að sögn forstjóra Norwegian. Með þessari ákvörðun er Norwegian í raun að hverfa aftur til uppruna síns því félagið var byggt upp í kringum flug á styttri flugleiðum. Noregur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Norwegian í frjálsu falli Hlutabréf í flugfélaginu Norwegian hafa hríðfallið í norsku kauphöllinni í morgun. Frá opnun hafa virði bréfanna fallið um 15 prósent. 19. nóvember 2020 10:15 Norwegian leitar til dómstóla til að bjarga félaginu frá gjaldþroti Flugfélagið Norwegian Air hefur leitað til dómstóla á Írlandi vegna mikilla skulda. Um er að ræða viðleitni til að koma í veg fyrir gjaldþrot flugfélagsins á tímum kórónuveirufaraldursins. 18. nóvember 2020 16:53 Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Eftirspurn eftir flugi á lengri leiðum hefur dregist sérstaklega mikið saman á síðustu mánuðum og segir félagið að sá hluti rekstrarins sé ekki lengur sjálfbær. Því hafi þessi ákvörðun verið tekin. Í tilkynningunni segir að félagið leggi nú áherslu á að byggja upp öflugan og arðbæran rekstur innan Norðurlandanna til að tryggja eins mörg störf og mögulegt sé. Langur tími muni líða þar til að eftirspurn eftir lengri flugferðum verði komin í það horf sem hún hafi verið fyrir faraldurinn. Norwegian mun áfram halda úti innanlandsflugi í Noregi, innan Norðurlandanna og milli áfangastaða á Norðurlöndum og til annarra staða í Evrópu. Ákvörðunin að hætta rekstri á lengri flugleiðum mun óhjákvæmilega leiða til fækkunar starfsmanna, að sögn forstjóra Norwegian. Með þessari ákvörðun er Norwegian í raun að hverfa aftur til uppruna síns því félagið var byggt upp í kringum flug á styttri flugleiðum.
Noregur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Norwegian í frjálsu falli Hlutabréf í flugfélaginu Norwegian hafa hríðfallið í norsku kauphöllinni í morgun. Frá opnun hafa virði bréfanna fallið um 15 prósent. 19. nóvember 2020 10:15 Norwegian leitar til dómstóla til að bjarga félaginu frá gjaldþroti Flugfélagið Norwegian Air hefur leitað til dómstóla á Írlandi vegna mikilla skulda. Um er að ræða viðleitni til að koma í veg fyrir gjaldþrot flugfélagsins á tímum kórónuveirufaraldursins. 18. nóvember 2020 16:53 Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Norwegian í frjálsu falli Hlutabréf í flugfélaginu Norwegian hafa hríðfallið í norsku kauphöllinni í morgun. Frá opnun hafa virði bréfanna fallið um 15 prósent. 19. nóvember 2020 10:15
Norwegian leitar til dómstóla til að bjarga félaginu frá gjaldþroti Flugfélagið Norwegian Air hefur leitað til dómstóla á Írlandi vegna mikilla skulda. Um er að ræða viðleitni til að koma í veg fyrir gjaldþrot flugfélagsins á tímum kórónuveirufaraldursins. 18. nóvember 2020 16:53