Starfsmanni í Skarðshlíðarskóla sagt upp vegna gruns um kynferðisbrot gegn barni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. janúar 2021 15:55 Skarðshlíðarskóli í Hafnarfirði. Starfsmanni við Skarðshlíðarskóla hefur verið sagt upp störfum vegna gruns um kynferðisbrot gegn barni. Þetta herma heimildir fréttastofu. Skólastjóri í Skarðshlíðarskóla hefur eftir lögreglu að ekkert bendi til þess að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað innan veggja skólans eða í skólastarfi á vegum skólans. Ingibjörg Magnúsdóttir, skólastjóri Skarðshlíðarskóla, segir í tölvupósti til foreldra og forráðamanna nemenda í 1. til 9. bekk skólans vilja koma ákveðnum hlutum á framfæri til að fyrirbyggja og leiðrétta mögulegan misskilning í ljósi þess að málið sé komið í almanna umfjöllun innan skólasamfélagsins. Ingibjörg segir lögreglu fara með rannsókn og skoðun málsins með hliðsjón af starfi og stöðu starfsmannsins. Stjórnendateymi skólans hafi strax verið upplýst um aðstæður og eðli málsins og stjórnendur hafi unnið málið í samvinnu við starfsfólk fag- og stoðsviða sveitarfélagsins. Ríkisútvarpið greindi frá því í desember að barnaníðsefni hefði fundist á heimili mannsins. Talið væri að efnið hefði verið framleitt hér á landi. Mun ekki snúa aftur til starfa „Strax var farið yfir verkferla innan skólans og aðkomu viðkomandi starfsmanns að starfi með börnum og tryggt að fyrirfram skilgreint verklag hafi verið viðhaft. Málið er enn til rannsóknar og á mjög viðkvæmu stigi,“ segir Ingibjörg. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu, bæði í desember og aftur nú í janúar, þá sé ekkert sem bendi til þess að nokkuð saknæmt hafi átt sé stað innan veggja skólans eða í skólastarfi á vegum skólans. Ingibjörg segir málið í réttum farvegi hjá lögreglu og starfsmaðurinn muni ekki snúa aftur til starfa. Frekari upplýsingar ekki veittar „Ekki er hægt að gefa upp ítarlegri upplýsingar um þetta einstaka mál til að tryggja megi rannsóknarhagsmuni, trúnað og persónuvernd hlutaðeigandi.“ Ingibjörg telur rétt að árétta sérstaklega að allir þeir sem ráðnir séu til starfa við grunnskóla Hafnarfjarðarbæjar þurfi að skila inn sakarvottorði þegar þeir hefja störf. Óheimilt sé að ráða einstakling til starfa við grunnskóla sem hlotið hafi refsidóm fyrir kynferðisbrot. „Ef upp koma upplýsingar um refsiverða háttsemi eftir að starfsmaður hefur störf er brugðist við slíku í samræmi við eðli brots.“ Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Sjá meira
Ingibjörg Magnúsdóttir, skólastjóri Skarðshlíðarskóla, segir í tölvupósti til foreldra og forráðamanna nemenda í 1. til 9. bekk skólans vilja koma ákveðnum hlutum á framfæri til að fyrirbyggja og leiðrétta mögulegan misskilning í ljósi þess að málið sé komið í almanna umfjöllun innan skólasamfélagsins. Ingibjörg segir lögreglu fara með rannsókn og skoðun málsins með hliðsjón af starfi og stöðu starfsmannsins. Stjórnendateymi skólans hafi strax verið upplýst um aðstæður og eðli málsins og stjórnendur hafi unnið málið í samvinnu við starfsfólk fag- og stoðsviða sveitarfélagsins. Ríkisútvarpið greindi frá því í desember að barnaníðsefni hefði fundist á heimili mannsins. Talið væri að efnið hefði verið framleitt hér á landi. Mun ekki snúa aftur til starfa „Strax var farið yfir verkferla innan skólans og aðkomu viðkomandi starfsmanns að starfi með börnum og tryggt að fyrirfram skilgreint verklag hafi verið viðhaft. Málið er enn til rannsóknar og á mjög viðkvæmu stigi,“ segir Ingibjörg. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu, bæði í desember og aftur nú í janúar, þá sé ekkert sem bendi til þess að nokkuð saknæmt hafi átt sé stað innan veggja skólans eða í skólastarfi á vegum skólans. Ingibjörg segir málið í réttum farvegi hjá lögreglu og starfsmaðurinn muni ekki snúa aftur til starfa. Frekari upplýsingar ekki veittar „Ekki er hægt að gefa upp ítarlegri upplýsingar um þetta einstaka mál til að tryggja megi rannsóknarhagsmuni, trúnað og persónuvernd hlutaðeigandi.“ Ingibjörg telur rétt að árétta sérstaklega að allir þeir sem ráðnir séu til starfa við grunnskóla Hafnarfjarðarbæjar þurfi að skila inn sakarvottorði þegar þeir hefja störf. Óheimilt sé að ráða einstakling til starfa við grunnskóla sem hlotið hafi refsidóm fyrir kynferðisbrot. „Ef upp koma upplýsingar um refsiverða háttsemi eftir að starfsmaður hefur störf er brugðist við slíku í samræmi við eðli brots.“
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Sjá meira