Skoða hvort breyta þurfi vörumerkinu í ljósi líkinda Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. janúar 2021 15:19 Einar Ágústsson og Ágúst Arnar Ágústsson eru þekktir sem forsvarsmenn trúfélagsins Zuism. Merki pítsustaðanna má sjá fyrir neðan bræðurna. Samsett Einn forsvarsmanna pítsustaðarins Slæs segir að merki staðarins, sem bent hefur verið á að svipi til merkis annars pítsustaðar, sé fengið í gegnum vefsíðuna Fiverr, markaðstorg á netinu þar sem hægt er að kaupa þjónustu af einyrkjum. Verið sé að skoða hvort taka þurfi upp nýtt merki í ljósi líkindanna. Greint var frá því í gær að bræðurnir Ágúst Arnar Ágústsson og Einar Ágústsson, sem þekktastir eru sem forsvarsmenn trúfélagsins Zuism, hefðu opnað pítsustaðinn Slæs í Garðabæ á laugardag. Eftir að fregnir bárust af opnuninni hefur verið bent á talsverð líkindi með merki Slæs og merki annars pítsustaðar, Firecraft Artisan Pizza í Suður-Dakóta í Bandaríkjunum. Merkin eru raunar alveg eins; stílhrein og sýna pítsusneið umlukta logum. Samanburð má sjá á myndinni hér fyrir ofan. Leiðinlegt ef vörumerkið er of líkt öðru Ágúst Arnar segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að þau hjá Slæs viti af líkindunum. Fleiri fyrirtæki séu með „sama eða svipað“ merki, sem fengið sé af Fiverr, markaðstorgi á netinu þar sem einyrkjar selja vinnu sína. „Okkur hefur verið bent á þessi líkindi við annan pizzastað og reyndar fleiri. Logoið kom úr logobanka sem að lítil fyrirtæki nota oft til að spara kostnað í byrjun. Ég geri ráð fyrir að önnur fyrirtæki sem eru með sama eða svipað logo hafi gert það sama. Við völdum þetta logo því okkur fannst það passa vel við nafn og hlutverk staðarins,“ segir Ágúst Arnar. Hann segir jafnframt að merkið sé fengið í gegnum hönnuð á síðunni og málið sé til skoðunar. Ef til vill þurfi að breyta merkinu í ljósi líkinda við aðra staði. Í því samhengi bendir hann á þriðja staðinn sem notar merkið en sá virðist staddur í Úrúgvæ. „Við erum að skoða þetta sjálfir og vissum ekki að aðrir væru að nota svipað logo. Við erum því að skoða hvort að við þurfum að breyta því. Við erum að byggja upp okkar eigið vörumerki og finnst því leiðinlegt ef það eru líkindi milli annars merkis.“ Uppfært klukkan 17:03: Samkvæmt frekari upplýsingum frá Slæs er merkið upprunnið úr myndabankanum Shuttersock, líkt og sjá má hér. Staðurinn hafi tilskilið leyfi til að nota merkið. Neytendur Veitingastaðir Höfundarréttur Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Zuism nýtti sér þekkta veikleika á lögum um trúfélög Ríkislögreglustjóri varaði við því að ófullnægjandi lög um trú- og lífsskoðunarfélög sköpuðu hættu á að þau væru misnotuð í þágu brotastarfsemi meira en ári áður en stjórnendur Zuism voru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. 21. desember 2020 09:01 Ágúst og Einar neituðu sök og krefjast frávísunar Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir sem stýra trúfélaginu Zuism neituðu sök í máli héraðssaksóknara gegn þeim við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ágúst Arnar og Einar sæta ákæru fyrir fjársvik og peningaþvætti. 14. desember 2020 10:42 Stjórnendur Zuism ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti Tveir bræður sem stýra trúfélaginu Zuism hafa verið ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Trúfélagið var á tímabili eitt það fjölmennasta á landinu og hefur þegið tugi milljóna króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda. 7. desember 2020 11:23 Mest lesið Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Sækja á sjötta milljarð króna Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Viðskipti innlent Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Sjá meira
Greint var frá því í gær að bræðurnir Ágúst Arnar Ágústsson og Einar Ágústsson, sem þekktastir eru sem forsvarsmenn trúfélagsins Zuism, hefðu opnað pítsustaðinn Slæs í Garðabæ á laugardag. Eftir að fregnir bárust af opnuninni hefur verið bent á talsverð líkindi með merki Slæs og merki annars pítsustaðar, Firecraft Artisan Pizza í Suður-Dakóta í Bandaríkjunum. Merkin eru raunar alveg eins; stílhrein og sýna pítsusneið umlukta logum. Samanburð má sjá á myndinni hér fyrir ofan. Leiðinlegt ef vörumerkið er of líkt öðru Ágúst Arnar segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að þau hjá Slæs viti af líkindunum. Fleiri fyrirtæki séu með „sama eða svipað“ merki, sem fengið sé af Fiverr, markaðstorgi á netinu þar sem einyrkjar selja vinnu sína. „Okkur hefur verið bent á þessi líkindi við annan pizzastað og reyndar fleiri. Logoið kom úr logobanka sem að lítil fyrirtæki nota oft til að spara kostnað í byrjun. Ég geri ráð fyrir að önnur fyrirtæki sem eru með sama eða svipað logo hafi gert það sama. Við völdum þetta logo því okkur fannst það passa vel við nafn og hlutverk staðarins,“ segir Ágúst Arnar. Hann segir jafnframt að merkið sé fengið í gegnum hönnuð á síðunni og málið sé til skoðunar. Ef til vill þurfi að breyta merkinu í ljósi líkinda við aðra staði. Í því samhengi bendir hann á þriðja staðinn sem notar merkið en sá virðist staddur í Úrúgvæ. „Við erum að skoða þetta sjálfir og vissum ekki að aðrir væru að nota svipað logo. Við erum því að skoða hvort að við þurfum að breyta því. Við erum að byggja upp okkar eigið vörumerki og finnst því leiðinlegt ef það eru líkindi milli annars merkis.“ Uppfært klukkan 17:03: Samkvæmt frekari upplýsingum frá Slæs er merkið upprunnið úr myndabankanum Shuttersock, líkt og sjá má hér. Staðurinn hafi tilskilið leyfi til að nota merkið.
Neytendur Veitingastaðir Höfundarréttur Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Zuism nýtti sér þekkta veikleika á lögum um trúfélög Ríkislögreglustjóri varaði við því að ófullnægjandi lög um trú- og lífsskoðunarfélög sköpuðu hættu á að þau væru misnotuð í þágu brotastarfsemi meira en ári áður en stjórnendur Zuism voru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. 21. desember 2020 09:01 Ágúst og Einar neituðu sök og krefjast frávísunar Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir sem stýra trúfélaginu Zuism neituðu sök í máli héraðssaksóknara gegn þeim við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ágúst Arnar og Einar sæta ákæru fyrir fjársvik og peningaþvætti. 14. desember 2020 10:42 Stjórnendur Zuism ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti Tveir bræður sem stýra trúfélaginu Zuism hafa verið ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Trúfélagið var á tímabili eitt það fjölmennasta á landinu og hefur þegið tugi milljóna króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda. 7. desember 2020 11:23 Mest lesið Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Sækja á sjötta milljarð króna Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Viðskipti innlent Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Sjá meira
Zuism nýtti sér þekkta veikleika á lögum um trúfélög Ríkislögreglustjóri varaði við því að ófullnægjandi lög um trú- og lífsskoðunarfélög sköpuðu hættu á að þau væru misnotuð í þágu brotastarfsemi meira en ári áður en stjórnendur Zuism voru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. 21. desember 2020 09:01
Ágúst og Einar neituðu sök og krefjast frávísunar Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir sem stýra trúfélaginu Zuism neituðu sök í máli héraðssaksóknara gegn þeim við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ágúst Arnar og Einar sæta ákæru fyrir fjársvik og peningaþvætti. 14. desember 2020 10:42
Stjórnendur Zuism ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti Tveir bræður sem stýra trúfélaginu Zuism hafa verið ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Trúfélagið var á tímabili eitt það fjölmennasta á landinu og hefur þegið tugi milljóna króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda. 7. desember 2020 11:23