Prestar og kráareigendur taka gleði sína á ný Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. febrúar 2021 08:00 Heilbrigðisráðherra kynnti nýjar tilslakanir á sóttvarnareglum í gær en meðal stærstu breytinga sem taka gildi á mánudag er að krám og skemmtistöðum verður aftur leyft að opna til klukkan 22 á kvöldin. Þar að auki verður 150 fullorðnum einstaklingum leyft að vera viðstaddir athafnir í kirkjum og hjá öðrum trúfélögum. Prestur í Háteigskirkju segir síðustu mánuði hafa verið nokkuð erfiða en hún er bjartsýn á framhaldið. Kráareigendur eru kampakátir með breytingarnar. „Mér finnst þetta bara æðislegt, við erum svo glöð og kát og erum að óska hvert öðru til hamingju með að mega svolítið fara að opna kirkjurnar aftur og hleypa fólki inn,“ segir séra Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur við Háteigskirkju. Hún bætir við að síðustu mánuðir hafi verið þungbærir. „Þetta er mjög erfitt bæði í gleði og sorg, við sjáum alveg að það hlýtur að vera mög erfitt til dæmis í allri sorgargöngu fólks að geta ekki fylgt þeim til grafar sem að maður hefur tengst og að fylgjast með á streymi kemur aldrei í staðinn fyrir það eða vera á sama stað.“ Helga telur að breyttir og betri tímar séu nú fram undan. „Við erum bara svo kát, það er nefnilega svo mikil gleði í kirkjunni.“ Síminn ekki stoppað Fleiri tóku gleði sína á ný í gær og það eru eflaust margir sem að fagna því að skemmtistaðir og krár fái loks að opna aftur eftir hátt í átta mánaða lokun. Kormákur Geirharðsson, eigandi Ölstofu Kormáks og Skjaldar segist vera spenntur fyrir því að fólk fái aftur að tylla sér á staðnum með bjór við hönd. „Þetta er geggjað sko, síminn er búinni að hringja í allan dag og ég er að fara að tékka á dælunum hvort þær virki.“ Þó staðirnir fái aðeins að taka á móti 20 manns til klukkan 22 á kvöldin þá verði það látið ganga upp. Tekur gleðihopp í kjölfar fregnanna „Ég er bara sáttur í bili, við erum svo glöð að fá að vera með hinum í sama leik og hinir eru í, hafa sömu leikreglur og að allir séu á sama stað. Þannig að okkur finnst gaman að fá að fara aftur að leika,“ segir Kormákur og vísar til þess að ólíkar reglur hafa gilt um krár og veitingastaði sem selja þó áfengi. Er þetta búið að vera erfitt? „Ó já en Pollýanna er búin að hjálpa manni, Pollýanna er okkar átrúnaðargoð, það er allt gott. Það er ekkert víst að þetta klikki,“ segir Kormákur skömmu áður en sést taka gleðihopp fyrir utan Ölstofuna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðkirkjan Veitingastaðir Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin að sjá bílastæði planað í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Sjá meira
Prestur í Háteigskirkju segir síðustu mánuði hafa verið nokkuð erfiða en hún er bjartsýn á framhaldið. Kráareigendur eru kampakátir með breytingarnar. „Mér finnst þetta bara æðislegt, við erum svo glöð og kát og erum að óska hvert öðru til hamingju með að mega svolítið fara að opna kirkjurnar aftur og hleypa fólki inn,“ segir séra Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur við Háteigskirkju. Hún bætir við að síðustu mánuðir hafi verið þungbærir. „Þetta er mjög erfitt bæði í gleði og sorg, við sjáum alveg að það hlýtur að vera mög erfitt til dæmis í allri sorgargöngu fólks að geta ekki fylgt þeim til grafar sem að maður hefur tengst og að fylgjast með á streymi kemur aldrei í staðinn fyrir það eða vera á sama stað.“ Helga telur að breyttir og betri tímar séu nú fram undan. „Við erum bara svo kát, það er nefnilega svo mikil gleði í kirkjunni.“ Síminn ekki stoppað Fleiri tóku gleði sína á ný í gær og það eru eflaust margir sem að fagna því að skemmtistaðir og krár fái loks að opna aftur eftir hátt í átta mánaða lokun. Kormákur Geirharðsson, eigandi Ölstofu Kormáks og Skjaldar segist vera spenntur fyrir því að fólk fái aftur að tylla sér á staðnum með bjór við hönd. „Þetta er geggjað sko, síminn er búinni að hringja í allan dag og ég er að fara að tékka á dælunum hvort þær virki.“ Þó staðirnir fái aðeins að taka á móti 20 manns til klukkan 22 á kvöldin þá verði það látið ganga upp. Tekur gleðihopp í kjölfar fregnanna „Ég er bara sáttur í bili, við erum svo glöð að fá að vera með hinum í sama leik og hinir eru í, hafa sömu leikreglur og að allir séu á sama stað. Þannig að okkur finnst gaman að fá að fara aftur að leika,“ segir Kormákur og vísar til þess að ólíkar reglur hafa gilt um krár og veitingastaði sem selja þó áfengi. Er þetta búið að vera erfitt? „Ó já en Pollýanna er búin að hjálpa manni, Pollýanna er okkar átrúnaðargoð, það er allt gott. Það er ekkert víst að þetta klikki,“ segir Kormákur skömmu áður en sést taka gleðihopp fyrir utan Ölstofuna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðkirkjan Veitingastaðir Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin að sjá bílastæði planað í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Sjá meira