Lífið að veði Þorsteinn Sæmundsson skrifar 22. febrúar 2021 19:31 Ég skundaði yfir Austurvöll um daginn á hraða sem ég réð ekki vel við en erindið var brýnt. Ég varð að benda á þá vá sem vofir yfir íslenskum konum nú þegar greiningar á leg – og brjóstakrabbameinum hafa verið hrifsaðar af Krabbameinsfélaginu án þess að framtíðarfyrirkomulag sé tilbúið og ákveðið. Óbeit heilbrigðisráðherra á öllum þeim sem stunda heilbrigðisþjónustu og ekki lúta ríkisforsjá er löngu kunn. Einstakur velvilji hennar í garð einkarekinnar heilbrigðisþjónustu í öðrum löndum er einnig vel þekktur. Þessi meinloka ráðherrans eða trúarsannfæring hefur birst í ýmsum myndum. Skorin hefur verið upp herör gegn frjálsum félagasamtökum, einstaklingum og félögum sem koma að heilbrigðismálum og forvörnum s.s. Hugarafli og Rauða krossinum þar sem ráðherra fór reyndar sneypuför varðandi sjúkrabílarekstur góðu heilli. SÁA hefur ekki farið varhluta af stefnu ráðherra og hefur þingið ítrekað orðið að grípa inn í og tryggja fjárframlög þó ekki að því marki sem Miðflokkurinn hefur lagt til. Hert hefur verið að sjúkraþjálfurum þannig að rekstur einherja og annar smærri rekstur er í hættu. Algert bann er við því að eiga viðskipti við einkaaðila í heilbrigðisþjónustu s.s. Klínikinni varðandi liðskiptaaðgerðir þrátt fyrir að biðlistar eftir slíkum aðgerðum hafi líklega aldrei verið lengri. Covid ástandið hefur bætt gráu ofan á svart því ekki hefur verið unnt að senda fólk á einkaklínik í Svíþjóð sem Sjúkratryggingar hafa samning við og kosta tvö og hálffalt á við aðgerðir Klínikurinnar. Í þessu sambandi má einnig minnast á að sérfræðilæknar í einkarekstri eru samningslausir og hafa verið í nokkurn tíma sem bitnar einkum á efnaminni sjúklingum. Aðför að heilsu kvenna En nú tekur steininn úr lesandi góður. Nýlegar ráðstafanir heilbrigðisráðherra varðandi skimun fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum hefur sett fjölda kvenna í hættu. Strokusýni úr leghálsi þúsunda kvenna lentu á hrakhólum nýlega þar til þau voru send til einkaaðila í Danmörku. Brögð eru að því að sýni hafi misfarist og þurfi því að taka ný. Ljóst er einnig að sending til Danmerkur er tímafrekari og verður til þess að mikilvæg þekking hverfur úr landi á mati sérfræðinga. Það er háalvarlegt mál að draga konur á svari og hætta einnig á að nauðsynlegar meðferðir tefjist. Sama er uppi á teningnum hvað brjóstaskimun snertir. Lengri tíma tekur nú en áður að fá brjóstaskimun og konur bíða lengur eftir greiningu og upphafi meðferðar. Þær bíða kvíðnar og óttaslegnar með lífið að veði. Ekki þarf að benda á að hvorutveggja krabbamein eru algeng og illvíg og brýnt er að greining sé fljótvirk og að skammur tími líði þar til meðferð hefst. Upp á hvort tveggja hefur sárlega skort undanfarandi. Sérfræðingar segja ástandið aðför að heilsu kvenna. Það er því ekki að ófyrirsynju að konur hafa myndað grasrótarsamtök sem einmitt heita ,,Aðför að heilsu kvenna“ og hefur skráning í samtökin verið með ólíkindum undanfarna sólarhringa en sýnir einnig hversu brýnt málefnið er. Nú þegar þarf að vinda ofan af röngum ákvörðunum, færa rannsóknir til landsins að nýju og tryggja konum viðunandi öryggi og viðunandi greiningar og meðferðir. Vonandi láta nýju samtökin til sín heyra með ótvíræðum hætti. Vonandi fylkja allir sér um samtökin og baráttu þeirra, bæði konur og karlmenn. Það væri viðeigandi að mótmæla núverandi ástandi með áberandi hætti þann 8. mars n.k. á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Þorsteinn Sæmundsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Ég skundaði yfir Austurvöll um daginn á hraða sem ég réð ekki vel við en erindið var brýnt. Ég varð að benda á þá vá sem vofir yfir íslenskum konum nú þegar greiningar á leg – og brjóstakrabbameinum hafa verið hrifsaðar af Krabbameinsfélaginu án þess að framtíðarfyrirkomulag sé tilbúið og ákveðið. Óbeit heilbrigðisráðherra á öllum þeim sem stunda heilbrigðisþjónustu og ekki lúta ríkisforsjá er löngu kunn. Einstakur velvilji hennar í garð einkarekinnar heilbrigðisþjónustu í öðrum löndum er einnig vel þekktur. Þessi meinloka ráðherrans eða trúarsannfæring hefur birst í ýmsum myndum. Skorin hefur verið upp herör gegn frjálsum félagasamtökum, einstaklingum og félögum sem koma að heilbrigðismálum og forvörnum s.s. Hugarafli og Rauða krossinum þar sem ráðherra fór reyndar sneypuför varðandi sjúkrabílarekstur góðu heilli. SÁA hefur ekki farið varhluta af stefnu ráðherra og hefur þingið ítrekað orðið að grípa inn í og tryggja fjárframlög þó ekki að því marki sem Miðflokkurinn hefur lagt til. Hert hefur verið að sjúkraþjálfurum þannig að rekstur einherja og annar smærri rekstur er í hættu. Algert bann er við því að eiga viðskipti við einkaaðila í heilbrigðisþjónustu s.s. Klínikinni varðandi liðskiptaaðgerðir þrátt fyrir að biðlistar eftir slíkum aðgerðum hafi líklega aldrei verið lengri. Covid ástandið hefur bætt gráu ofan á svart því ekki hefur verið unnt að senda fólk á einkaklínik í Svíþjóð sem Sjúkratryggingar hafa samning við og kosta tvö og hálffalt á við aðgerðir Klínikurinnar. Í þessu sambandi má einnig minnast á að sérfræðilæknar í einkarekstri eru samningslausir og hafa verið í nokkurn tíma sem bitnar einkum á efnaminni sjúklingum. Aðför að heilsu kvenna En nú tekur steininn úr lesandi góður. Nýlegar ráðstafanir heilbrigðisráðherra varðandi skimun fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum hefur sett fjölda kvenna í hættu. Strokusýni úr leghálsi þúsunda kvenna lentu á hrakhólum nýlega þar til þau voru send til einkaaðila í Danmörku. Brögð eru að því að sýni hafi misfarist og þurfi því að taka ný. Ljóst er einnig að sending til Danmerkur er tímafrekari og verður til þess að mikilvæg þekking hverfur úr landi á mati sérfræðinga. Það er háalvarlegt mál að draga konur á svari og hætta einnig á að nauðsynlegar meðferðir tefjist. Sama er uppi á teningnum hvað brjóstaskimun snertir. Lengri tíma tekur nú en áður að fá brjóstaskimun og konur bíða lengur eftir greiningu og upphafi meðferðar. Þær bíða kvíðnar og óttaslegnar með lífið að veði. Ekki þarf að benda á að hvorutveggja krabbamein eru algeng og illvíg og brýnt er að greining sé fljótvirk og að skammur tími líði þar til meðferð hefst. Upp á hvort tveggja hefur sárlega skort undanfarandi. Sérfræðingar segja ástandið aðför að heilsu kvenna. Það er því ekki að ófyrirsynju að konur hafa myndað grasrótarsamtök sem einmitt heita ,,Aðför að heilsu kvenna“ og hefur skráning í samtökin verið með ólíkindum undanfarna sólarhringa en sýnir einnig hversu brýnt málefnið er. Nú þegar þarf að vinda ofan af röngum ákvörðunum, færa rannsóknir til landsins að nýju og tryggja konum viðunandi öryggi og viðunandi greiningar og meðferðir. Vonandi láta nýju samtökin til sín heyra með ótvíræðum hætti. Vonandi fylkja allir sér um samtökin og baráttu þeirra, bæði konur og karlmenn. Það væri viðeigandi að mótmæla núverandi ástandi með áberandi hætti þann 8. mars n.k. á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun