Réttarhöldin vegna dauða Floyd gætu frestast um fleiri vikur Kjartan Kjartansson skrifar 9. mars 2021 10:25 Derek Chauvin (t.h.), lögreglumaðurinn sem er ákærður fyrir að drepa George Floyd, í réttarsal í gær. Vísir/AP Krafa saksóknara um að bæta nýjum lið við ákæru á hendur lögreglumanninum sem er ákærður vegna dauða Georges Floyd gæti þýtt að upphaf málflutnings tefjist um fleiri vikur og jafnvel mánuði. Byrjað er að velja kviðdómendur í málinu. Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumaður í Minneapolis, er ákærður fyrir að hafa valdið dauða Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í maí í fyrra. Myndband náðist af viðskiptum Chauvin og Floyd sýndi að lögreglumaðurinn hélt hné sínu á hálsi Floyd í um níu mínútur þrátt fyrir að Floyd grátbæði hann um að sleppa takinu. Þrír aðrir lögreglumenn eru ákærðir fyrir aðild að manndrápi en réttað verður yfir þeim síðar á þessu ári. Saksóknarar óskuðu eftir því að ákæra Chauvin einnig fyrir manndráp án ásetnings og er nú beðið niðurstöðu áfrýjunardómstóls um hvort þeir fá að gera það. AP-fréttastofan segir að réttarhöldin gætu tafist í fleiri vikur eða mánuði á meðan fjallað er um kröfuna. Dómarinn í málinu í Hennepin-sýslu ákvað að byrjað yrði að velja kviðdómendur í dag þrátt fyrir að hann gæti þurft að gera hlé á réttarhöldunum bráðlega. Upphaflega átti valið að hefjast í gær. Dráp lögreglumannanna á Floyd varð kveikjan að mikilli mótmælaöldu gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju, ekki aðeins í Bandaríkjunum heldur víða um heim, í fyrra. Chauvin er sagður ætla að neita sök í málinu. Málsvörn hans byggist á því að hann hafi ekki valdið dauða Floyd heldur hafi heilsubrestur og ofskammtur af lyfjum orðið honum að aldurtila. Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Réttarhöld yfir lögreglumanninum sem drap George Floyd að hefjast Taugar eru þandar í Minneapolis í Bandaríkjunum vegna réttarhalda yfir lögreglumanni sem varð George Floyd að bana sem hefjast í þessari viku. Byrjað verður að velja kviðdómendur í málinu í dag en upphaf réttarhaldanna gæti enn frestast. 8. mars 2021 12:30 Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Traustið við frostmark Innlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fleiri fréttir Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Sjá meira
Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumaður í Minneapolis, er ákærður fyrir að hafa valdið dauða Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í maí í fyrra. Myndband náðist af viðskiptum Chauvin og Floyd sýndi að lögreglumaðurinn hélt hné sínu á hálsi Floyd í um níu mínútur þrátt fyrir að Floyd grátbæði hann um að sleppa takinu. Þrír aðrir lögreglumenn eru ákærðir fyrir aðild að manndrápi en réttað verður yfir þeim síðar á þessu ári. Saksóknarar óskuðu eftir því að ákæra Chauvin einnig fyrir manndráp án ásetnings og er nú beðið niðurstöðu áfrýjunardómstóls um hvort þeir fá að gera það. AP-fréttastofan segir að réttarhöldin gætu tafist í fleiri vikur eða mánuði á meðan fjallað er um kröfuna. Dómarinn í málinu í Hennepin-sýslu ákvað að byrjað yrði að velja kviðdómendur í dag þrátt fyrir að hann gæti þurft að gera hlé á réttarhöldunum bráðlega. Upphaflega átti valið að hefjast í gær. Dráp lögreglumannanna á Floyd varð kveikjan að mikilli mótmælaöldu gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju, ekki aðeins í Bandaríkjunum heldur víða um heim, í fyrra. Chauvin er sagður ætla að neita sök í málinu. Málsvörn hans byggist á því að hann hafi ekki valdið dauða Floyd heldur hafi heilsubrestur og ofskammtur af lyfjum orðið honum að aldurtila.
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Réttarhöld yfir lögreglumanninum sem drap George Floyd að hefjast Taugar eru þandar í Minneapolis í Bandaríkjunum vegna réttarhalda yfir lögreglumanni sem varð George Floyd að bana sem hefjast í þessari viku. Byrjað verður að velja kviðdómendur í málinu í dag en upphaf réttarhaldanna gæti enn frestast. 8. mars 2021 12:30 Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Traustið við frostmark Innlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fleiri fréttir Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Sjá meira
Réttarhöld yfir lögreglumanninum sem drap George Floyd að hefjast Taugar eru þandar í Minneapolis í Bandaríkjunum vegna réttarhalda yfir lögreglumanni sem varð George Floyd að bana sem hefjast í þessari viku. Byrjað verður að velja kviðdómendur í málinu í dag en upphaf réttarhaldanna gæti enn frestast. 8. mars 2021 12:30