Krafði ríkisstjórnina um kröftugri aðgerðir fyrir atvinnulausa Heimir Már Pétursson skrifar 16. mars 2021 19:20 Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar hóf sérstaka umræðu á Alþingi í dag um stöðu þeirra sem hafa verið lengi atvinnulausir og krafði stjórnvöld um aðgerðir. Stöð 2/Sigurjón Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir stjórnvöld þurfa að hreyfa sig hraðar og koma þeim sem hefðu verið atvinnulausir lengi til mun meiri aðstoðar en hingað til. Félagsmálaráðherra segir allar aðgerðir stjórnvalda miða við þetta og sú nýjasta sé sú viðamesta til sköpunar starfa. Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar hóf sérstaka umræðu um stöðu atvinnulausra á Alþingi í dag. Atvinnuleysi hefði verið 11,4 prósent í febrúar. Rúmlega tuttugu og eitt þúsund manns hefðu þá verið án atvinnu, þar af rúmlega fjögur þúsund lengur en í tólf mánuði. Seðlabankinn spáði áframhaldandi miklu atvinnuleysi næstu árin. „Þess vegna er svo mikilvægt að staða þeirra sem eru án atvinnu verði greind og stjórnvöld grípi til almennilegra ráða til að vinna gegn fátækt. Ef stjórnvöld hreyfa sig ekki hraðar en hingað til er það pólitísk ákvörðun að láta þá sem missa vinnuna í heimsfaraldri bera þyngstu byrðarnar,“ sagði Oddný. Stór hluti atvinnulausra ættu erfitt með að láta enda ná saman og þyrftu í ríkari mæli en aðrir að leita aðstoðar hjálparsamtaka. Staða atvinnulausra af erlendum uppruna væri sínu verri en annarra. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra sagði nýjustu aðgerðir stjórnvalda sem kynntar voru á föstudag stuðla að fjölgun starfa fyrir þá sem hefðu verið atvinnulausir lengi.Stöð 2/Sigurjón „Staða atvinnulausra er alvarleg og krefst mun meiri athygli stjórnvalda og kröftugra sértækra aðgerða. Skrefið sem félags- og barnamálaráðherra kynnti síðasta föstudag er jákvætt. Við í Samfylkingunni höfðum kallað eftir slíkri aðgerð. Störfum með styrkjum líkt og gert var eftir hrun í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir en það þarf að koma fleira til og til lengri tíma,“ sagði Oddný. Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra sagði allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hingað til einnig hafa náð til atvinnulausra. Aðgerðir sem kynntar hefðu verið á föstudag í síðustu viku væru þær stærstu til að stuðla að sköpun starfa með styrkjum til fyrirtækja og sveitarfélaga til að standa undir launakostnaði. „Það er besta leiðin til að tryggja einstaklingum hærri framfærslu sem við erum að fara þarna. Það er besta leiðin til að koma fólki í virkni og það er besta leiðin til að koma hagkerfinu af stað. Það er líka besta leiðin til að tryggja auknar tekjur sveitarfélaganna. Vegna þess að þau fá líka hærri tekjur af því að skapa þessi störf,“ sagði Ásmundur Einar Daðason. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Félagsmál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar hóf sérstaka umræðu um stöðu atvinnulausra á Alþingi í dag. Atvinnuleysi hefði verið 11,4 prósent í febrúar. Rúmlega tuttugu og eitt þúsund manns hefðu þá verið án atvinnu, þar af rúmlega fjögur þúsund lengur en í tólf mánuði. Seðlabankinn spáði áframhaldandi miklu atvinnuleysi næstu árin. „Þess vegna er svo mikilvægt að staða þeirra sem eru án atvinnu verði greind og stjórnvöld grípi til almennilegra ráða til að vinna gegn fátækt. Ef stjórnvöld hreyfa sig ekki hraðar en hingað til er það pólitísk ákvörðun að láta þá sem missa vinnuna í heimsfaraldri bera þyngstu byrðarnar,“ sagði Oddný. Stór hluti atvinnulausra ættu erfitt með að láta enda ná saman og þyrftu í ríkari mæli en aðrir að leita aðstoðar hjálparsamtaka. Staða atvinnulausra af erlendum uppruna væri sínu verri en annarra. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra sagði nýjustu aðgerðir stjórnvalda sem kynntar voru á föstudag stuðla að fjölgun starfa fyrir þá sem hefðu verið atvinnulausir lengi.Stöð 2/Sigurjón „Staða atvinnulausra er alvarleg og krefst mun meiri athygli stjórnvalda og kröftugra sértækra aðgerða. Skrefið sem félags- og barnamálaráðherra kynnti síðasta föstudag er jákvætt. Við í Samfylkingunni höfðum kallað eftir slíkri aðgerð. Störfum með styrkjum líkt og gert var eftir hrun í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir en það þarf að koma fleira til og til lengri tíma,“ sagði Oddný. Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra sagði allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hingað til einnig hafa náð til atvinnulausra. Aðgerðir sem kynntar hefðu verið á föstudag í síðustu viku væru þær stærstu til að stuðla að sköpun starfa með styrkjum til fyrirtækja og sveitarfélaga til að standa undir launakostnaði. „Það er besta leiðin til að tryggja einstaklingum hærri framfærslu sem við erum að fara þarna. Það er besta leiðin til að koma fólki í virkni og það er besta leiðin til að koma hagkerfinu af stað. Það er líka besta leiðin til að tryggja auknar tekjur sveitarfélaganna. Vegna þess að þau fá líka hærri tekjur af því að skapa þessi störf,“ sagði Ásmundur Einar Daðason.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Félagsmál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira