Fjölmargir foreldrar halda börnum sínum heima og hljóðið þungt í leikskólakennurum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. mars 2021 11:34 Hertar takmarkanir vegna kórónuveirunnar voru kynntar í gær og verður m.a. öllum skólastigum, utan leikskóla, lokað til og með 31. mars. Vísir/Vilhelm Hljóðið er þungt í leikskólakennurum að sögn formanns félags leikskólakennara. Hann segir stjórnvöld taka óþarfa áhættu með því að halda leikskólum opnum fram að páskafríi. Formaður skóla- og frístundasviðs segir að fámennt verði á leikskólum í dag og á morgun. Fjölmargir foreldrar hafi ákveðið að halda börnum sínum heima. Hertar takmarkanir vegna kórónuveirunnar voru kynntar í gær og verður m.a. öllum skólastigum, utan leikskóla, lokað til og með 31. mars. Allir leikskólar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu voru þó lokaðir til hádegis í dag til þess að gefa stjórnendum svigrúm til að aðlaga húsnæði og skipulag að nýjum sóttvarnaráherslum. Haraldur Gíslason, formaður félags leikskólakennara, hefur áhyggjur af stöðunni. Ekki langur tími sem yrði lokað „Okkur finnst bara erfitt að sjá skynsemina í því að loka ekki leikskólum þennan stutta tíma fram að páskum eins og öðrum skólastigum. Þetta byggir á því að þessi veira er frekar óútreiknanleg með það hvar hún slær niður og þá vaknar upp sú spurning hvort það sé verið að taka óþarfa áhættu með að halda þeim opnum fram að páskum. Þetta er ekki langur tími en auðvitað vonum við öll að þetta komi ekki í bakið á okkur og vonum svo sannarlega að það verði ekki niðurstaðan að smit berist í leikskólana á þessum síðustu dögum fyrir páska,“ segir Haraldur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að afbrigði veirunnar sem nú er í samfélaginu smiti börn frekar en önnur afbrigði hennar. Þá virðist börn einnig verða veikari af þessu afbrigði veirunnar. Þóróflur útskýrði ákvörðun sína á upplýsingafundi í morgun og sagði engar sóttvarnalegar forsendur fyrir því að loka leikskólum. „Kjarninn í málinu er þessi að KÍ hefur kallað eftir því að forgangshópar verði skilgreindir með skýrum hætti þannig að framlínufólk geti sinnt störfum sínum þegar koma upp svona aðstæður þar sem við ætlum að ná þessari veiru hratt niður á skömmum tíma,“ segir Haraldur. Hljóðið í leikskólakennurum sé ekki gott. Þessir feðgar mættu á leikskólann Sólborg í morgun.Vísir/Vilhelm „.Það er bara þungt. Þetta virkar í raun þannig að þegar veiran færist nær manni kemur upp ákveðinn ótti og hann er bara mjög eðliegur,“ segir Haraldur Gíslason, formaður félags leikskólakennara. Helgi Grímsson, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir að leikskólar borgarinnar hafi verið opnaðir í hádeginu. Það verði þó fáliðað á mörgum leikskólum í dag og á morgun þar sem hluti starfsfólks geti ekki mætt í vinnu vegna sóttkvíar eða þeir eigi grunnskólabörn sem þeir þurfi að sinna. Þá hafi fjölmargir foreldrar ákveðið að halda börnum sínum heima. Skóla - og menntamál Leikskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Hertar takmarkanir vegna kórónuveirunnar voru kynntar í gær og verður m.a. öllum skólastigum, utan leikskóla, lokað til og með 31. mars. Allir leikskólar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu voru þó lokaðir til hádegis í dag til þess að gefa stjórnendum svigrúm til að aðlaga húsnæði og skipulag að nýjum sóttvarnaráherslum. Haraldur Gíslason, formaður félags leikskólakennara, hefur áhyggjur af stöðunni. Ekki langur tími sem yrði lokað „Okkur finnst bara erfitt að sjá skynsemina í því að loka ekki leikskólum þennan stutta tíma fram að páskum eins og öðrum skólastigum. Þetta byggir á því að þessi veira er frekar óútreiknanleg með það hvar hún slær niður og þá vaknar upp sú spurning hvort það sé verið að taka óþarfa áhættu með að halda þeim opnum fram að páskum. Þetta er ekki langur tími en auðvitað vonum við öll að þetta komi ekki í bakið á okkur og vonum svo sannarlega að það verði ekki niðurstaðan að smit berist í leikskólana á þessum síðustu dögum fyrir páska,“ segir Haraldur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að afbrigði veirunnar sem nú er í samfélaginu smiti börn frekar en önnur afbrigði hennar. Þá virðist börn einnig verða veikari af þessu afbrigði veirunnar. Þóróflur útskýrði ákvörðun sína á upplýsingafundi í morgun og sagði engar sóttvarnalegar forsendur fyrir því að loka leikskólum. „Kjarninn í málinu er þessi að KÍ hefur kallað eftir því að forgangshópar verði skilgreindir með skýrum hætti þannig að framlínufólk geti sinnt störfum sínum þegar koma upp svona aðstæður þar sem við ætlum að ná þessari veiru hratt niður á skömmum tíma,“ segir Haraldur. Hljóðið í leikskólakennurum sé ekki gott. Þessir feðgar mættu á leikskólann Sólborg í morgun.Vísir/Vilhelm „.Það er bara þungt. Þetta virkar í raun þannig að þegar veiran færist nær manni kemur upp ákveðinn ótti og hann er bara mjög eðliegur,“ segir Haraldur Gíslason, formaður félags leikskólakennara. Helgi Grímsson, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir að leikskólar borgarinnar hafi verið opnaðir í hádeginu. Það verði þó fáliðað á mörgum leikskólum í dag og á morgun þar sem hluti starfsfólks geti ekki mætt í vinnu vegna sóttkvíar eða þeir eigi grunnskólabörn sem þeir þurfi að sinna. Þá hafi fjölmargir foreldrar ákveðið að halda börnum sínum heima.
Skóla - og menntamál Leikskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira