Laugarnesskólasmitið komið í Hafnarfjörð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. mars 2021 10:40 Um sex hundruð nemendur eru í Öldutúnsskóla. Allir 180 nemendur á unglingastigi Öldutúnsskóla og tuttugu kennarar eru komnir í úrvinnslusóttkví eftir að í ljós kom í gærkvöldi að nemandi á unglingastigi væri smitaður af Covid-19. Valdimar Víðisson skólastjóri segir nemandann hafa verið í samneyti við nemendur í Laugarnesskóla þar sem tólf höfðu í gær greinst með breska afbrigði kórónuveirunnar. Ellefu í fyrradag og einn um síðustu helgi. Mbl.is greindi fyrst frá. Valdimar skólastjóri segir að nemandinn hafi verið í skólanum á þriðjudaginn og svo farið í sóttkví á þriðjudagskvöld. Lítið samneyti þeirra yngri og eldri „Við erum að rekja ferðir hans innan skólans og samneyti við nemendur og starfsmenn. Það er alveg ljóst að það verður töluvert stór hópur sem þarf að halda áfram í sóttkví, ef ekki allir.“ Um sex hundruð krakkar nema við Öldutúnsskóla í fyrsta til tíunda bekk. Valdimar segir að yngra stigið sé ekki í annarri byggingu en samneyti við unglingastigið mjög takmarkað. Nemendur geti mæst á göngum en noti aðskilin salerni og samneyti sé lítið. „Núna klukkan hálf ellefu er ekki talið að fyrsti til sjöundi bekkur sé útsettur fyrir smiti.“ Hann segir vinnu standa yfir innan skólans í samvinnu við smitrakningateymið. Leiðindaafbrigðið sem það breska sé „Þetta er rakið til samneytis nemenda við börn í Laugarnesskóla. Þetta er orðið svo skuggalegt á milli barnanna, þetta nýja leiðindaafbrigði sem breska afbrigðið er.“ Fram hefur komið að breska afbrigðið er meira smitandi og veldur frekar veikindum en þau afbrigði sem hafi verið ríkjandi undanfarið ár á Íslandi. Þá smitast börn frekar af því. Í ljósi þess var skólum utan leikskóla lokað í gær og gilda samkomutakmarkarnir einnig um börn á grunnskólaaldri. Sex greindust innanlands með Covid-19 í gær og var einn utan sóttkvíar. Nánar hér. Hafnarfjörður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Ekki stendur til að byrja að bólusetja börn Ekki stendur til að breyta forgangsröðun í bólusetningu við Covid-19 hér á landi eða hefja bólusetningar á börnum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. 25. mars 2021 12:00 Uppfært: Enginn úr Laugarnesskóla greindist með veiruna í gær Skólastjórnendur í Laugarnesskóla hafa fengið þær upplýsingar að enginn nemandi hafi greinst í sýnatöku vegna kórónuveirunnar í gær. Áður töldu þeir sig vita að einhverjir hefðu greinst. 25. mars 2021 10:22 Leikskólabörn í Laugarnesi í úrvinnslusóttkví Leikskólabörn og starfsfólk leikskólanna Laugasólar og Hofs í Laugarneshverfi í Reykjavík eru komin í úrvinnslusóttkví. 25. mars 2021 08:32 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Sjá meira
Valdimar Víðisson skólastjóri segir nemandann hafa verið í samneyti við nemendur í Laugarnesskóla þar sem tólf höfðu í gær greinst með breska afbrigði kórónuveirunnar. Ellefu í fyrradag og einn um síðustu helgi. Mbl.is greindi fyrst frá. Valdimar skólastjóri segir að nemandinn hafi verið í skólanum á þriðjudaginn og svo farið í sóttkví á þriðjudagskvöld. Lítið samneyti þeirra yngri og eldri „Við erum að rekja ferðir hans innan skólans og samneyti við nemendur og starfsmenn. Það er alveg ljóst að það verður töluvert stór hópur sem þarf að halda áfram í sóttkví, ef ekki allir.“ Um sex hundruð krakkar nema við Öldutúnsskóla í fyrsta til tíunda bekk. Valdimar segir að yngra stigið sé ekki í annarri byggingu en samneyti við unglingastigið mjög takmarkað. Nemendur geti mæst á göngum en noti aðskilin salerni og samneyti sé lítið. „Núna klukkan hálf ellefu er ekki talið að fyrsti til sjöundi bekkur sé útsettur fyrir smiti.“ Hann segir vinnu standa yfir innan skólans í samvinnu við smitrakningateymið. Leiðindaafbrigðið sem það breska sé „Þetta er rakið til samneytis nemenda við börn í Laugarnesskóla. Þetta er orðið svo skuggalegt á milli barnanna, þetta nýja leiðindaafbrigði sem breska afbrigðið er.“ Fram hefur komið að breska afbrigðið er meira smitandi og veldur frekar veikindum en þau afbrigði sem hafi verið ríkjandi undanfarið ár á Íslandi. Þá smitast börn frekar af því. Í ljósi þess var skólum utan leikskóla lokað í gær og gilda samkomutakmarkarnir einnig um börn á grunnskólaaldri. Sex greindust innanlands með Covid-19 í gær og var einn utan sóttkvíar. Nánar hér.
Hafnarfjörður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Ekki stendur til að byrja að bólusetja börn Ekki stendur til að breyta forgangsröðun í bólusetningu við Covid-19 hér á landi eða hefja bólusetningar á börnum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. 25. mars 2021 12:00 Uppfært: Enginn úr Laugarnesskóla greindist með veiruna í gær Skólastjórnendur í Laugarnesskóla hafa fengið þær upplýsingar að enginn nemandi hafi greinst í sýnatöku vegna kórónuveirunnar í gær. Áður töldu þeir sig vita að einhverjir hefðu greinst. 25. mars 2021 10:22 Leikskólabörn í Laugarnesi í úrvinnslusóttkví Leikskólabörn og starfsfólk leikskólanna Laugasólar og Hofs í Laugarneshverfi í Reykjavík eru komin í úrvinnslusóttkví. 25. mars 2021 08:32 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Sjá meira
Ekki stendur til að byrja að bólusetja börn Ekki stendur til að breyta forgangsröðun í bólusetningu við Covid-19 hér á landi eða hefja bólusetningar á börnum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. 25. mars 2021 12:00
Uppfært: Enginn úr Laugarnesskóla greindist með veiruna í gær Skólastjórnendur í Laugarnesskóla hafa fengið þær upplýsingar að enginn nemandi hafi greinst í sýnatöku vegna kórónuveirunnar í gær. Áður töldu þeir sig vita að einhverjir hefðu greinst. 25. mars 2021 10:22
Leikskólabörn í Laugarnesi í úrvinnslusóttkví Leikskólabörn og starfsfólk leikskólanna Laugasólar og Hofs í Laugarneshverfi í Reykjavík eru komin í úrvinnslusóttkví. 25. mars 2021 08:32