Félagsráðgjöf, fíknisjúkdómar og barnavernd Steinunn Bergmann skrifar 27. mars 2021 07:01 Félagsráðgjafafélag Íslands vill koma eftirfarandi á framfæri vegna greinar Söru Pálsdóttur sem birtist þann 26. mars 2021 á visir.is undir yfirskriftinni Brýn vöntun á fagmenntuðu fólki meðal starfsmanna barnaverndar og barnaverndarnefnda Starfsfólk barnaverndarnefnda sveitarfélaga hefur það hlutverk að bregðast við þegar börn búa við óviðunandi aðstæður, til dæmis þegar foreldar eru ófærir um að annast þau vegna fíkniefnaneyslu. Mjög stór hluti þessa starfsfólks eru félagsráðgjafar. Flestir félagsráðgjafar sækja menntun sína til Félagsráðgjafardeildar Háskóla Íslands sem hefur, ein háskóladeilda hérlendis, kennt í grunnámi námskeið um barnavernd, ofbeldi í fjölskyldum, áfengis- og vímuefnamál, auk sérstakra námskeiða um vinnu með börnum og unglingum í starfsréttindanámi á MA stigi. Margir félagsráðgjafar hafa einnig sótt sér viðbótarmenntun til að sérhæfa sig eftir að þeir hefja störf, meðal annars á sviði barnaverndar, áfengis- og vímuefnamála og fjölskyldumeðferðar. Félagsráðgjafardeild býður uppá þverfaglegt diplomanám á sviði áfengis- og vímuefnamála sem fjölmargir félagsráðgjafar hafa lokið. Þá auglýsti deildin nýverið lektorsstöðu á þessu sviði til að efla enn frekar kennslu á sviðinu. Það er því ekki rétt sem fram kemur í grein Söru Pálsdóttur þegar hún fullyrðir að félagsráðgjafar sem starfa innan barnaverndar hafi ekki þá sérmenntun, fagþekkingu eða þá reynslu sem til þarf til að eiga við, ráðleggja og hjálpa þeim sem glíma við fíknisjúkdóma. Þá má einnig nefna að það er ekki hlutverk starfsfólks barnaverndarnefnda að veita áfengs- og vímuefnameðferð, hlutverk þeirra er að bæta aðstæður barna og liðsinna foreldrum við að leita sér viðeigandi meðferðar. Félagsráðgjafar starfa út frá heildarsýn og leita leiða til að tengja saman þjónustukerfi og eiga samstarf við þá sem geta lagt lið til að tryggja velferð barna. Félagsráðgjafar hafa þekkingu á fíknisjúkdómum og hafa færni til að hvetja og aðstoða foreldra við að komast í viðeigandi meðferð og eiga í samstarfi við þá sem meðferðina veita. Það er flókið að takast á við fíknisjúkdóma og það er þekkt að þeir sem glíma við þá mæta oft fordómum og skilningsleysi almennings. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur bent á að eitt stærsta heilbrigðisvandamál sem herjar á þjóðir heims megi rekja til þeirra og sem dæmi má nefna að áfengisneysla er á meðal þeirra 10 þátta sem hafa mest áhrif á dánartíðni íslendinga og þá eru önnur vímuefni ótalin. Félagsráðgjafafélag Íslands tekur undir það með Söru Pálsdóttur að brýnt sé að fagfólk sem vinnur í barnavernd sé sérstaklega menntað um fíknisjúkdóma því stór hluti barnaverndarmála er tilkomin vegna þeirra. Það er því áríðandi að efla áfram menntun félagsráðgjafa á þessu sviði og gefa enn fleiri fagstéttum möguleika á að sækja sérþekkingu á áfengis og vímuefnamálum. Slík þekking eykur líkur á góðu þverfaglegu samstarf fagstétta við að tryggja hagsmuni og farsæld barna sem búa í fjölskyldum sem glíma við fíknisjúkdóma. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Barnavernd Félagsmál Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Félagsráðgjafafélag Íslands vill koma eftirfarandi á framfæri vegna greinar Söru Pálsdóttur sem birtist þann 26. mars 2021 á visir.is undir yfirskriftinni Brýn vöntun á fagmenntuðu fólki meðal starfsmanna barnaverndar og barnaverndarnefnda Starfsfólk barnaverndarnefnda sveitarfélaga hefur það hlutverk að bregðast við þegar börn búa við óviðunandi aðstæður, til dæmis þegar foreldar eru ófærir um að annast þau vegna fíkniefnaneyslu. Mjög stór hluti þessa starfsfólks eru félagsráðgjafar. Flestir félagsráðgjafar sækja menntun sína til Félagsráðgjafardeildar Háskóla Íslands sem hefur, ein háskóladeilda hérlendis, kennt í grunnámi námskeið um barnavernd, ofbeldi í fjölskyldum, áfengis- og vímuefnamál, auk sérstakra námskeiða um vinnu með börnum og unglingum í starfsréttindanámi á MA stigi. Margir félagsráðgjafar hafa einnig sótt sér viðbótarmenntun til að sérhæfa sig eftir að þeir hefja störf, meðal annars á sviði barnaverndar, áfengis- og vímuefnamála og fjölskyldumeðferðar. Félagsráðgjafardeild býður uppá þverfaglegt diplomanám á sviði áfengis- og vímuefnamála sem fjölmargir félagsráðgjafar hafa lokið. Þá auglýsti deildin nýverið lektorsstöðu á þessu sviði til að efla enn frekar kennslu á sviðinu. Það er því ekki rétt sem fram kemur í grein Söru Pálsdóttur þegar hún fullyrðir að félagsráðgjafar sem starfa innan barnaverndar hafi ekki þá sérmenntun, fagþekkingu eða þá reynslu sem til þarf til að eiga við, ráðleggja og hjálpa þeim sem glíma við fíknisjúkdóma. Þá má einnig nefna að það er ekki hlutverk starfsfólks barnaverndarnefnda að veita áfengs- og vímuefnameðferð, hlutverk þeirra er að bæta aðstæður barna og liðsinna foreldrum við að leita sér viðeigandi meðferðar. Félagsráðgjafar starfa út frá heildarsýn og leita leiða til að tengja saman þjónustukerfi og eiga samstarf við þá sem geta lagt lið til að tryggja velferð barna. Félagsráðgjafar hafa þekkingu á fíknisjúkdómum og hafa færni til að hvetja og aðstoða foreldra við að komast í viðeigandi meðferð og eiga í samstarfi við þá sem meðferðina veita. Það er flókið að takast á við fíknisjúkdóma og það er þekkt að þeir sem glíma við þá mæta oft fordómum og skilningsleysi almennings. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur bent á að eitt stærsta heilbrigðisvandamál sem herjar á þjóðir heims megi rekja til þeirra og sem dæmi má nefna að áfengisneysla er á meðal þeirra 10 þátta sem hafa mest áhrif á dánartíðni íslendinga og þá eru önnur vímuefni ótalin. Félagsráðgjafafélag Íslands tekur undir það með Söru Pálsdóttur að brýnt sé að fagfólk sem vinnur í barnavernd sé sérstaklega menntað um fíknisjúkdóma því stór hluti barnaverndarmála er tilkomin vegna þeirra. Það er því áríðandi að efla áfram menntun félagsráðgjafa á þessu sviði og gefa enn fleiri fagstéttum möguleika á að sækja sérþekkingu á áfengis og vímuefnamálum. Slík þekking eykur líkur á góðu þverfaglegu samstarf fagstétta við að tryggja hagsmuni og farsæld barna sem búa í fjölskyldum sem glíma við fíknisjúkdóma. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun