Samkvæmt DownDetector fóru notendur að tilkynna mögulegar bilanir upp úr klukkan níu í kvöld og hefur þeim farið fjölgandi.
Samkvæmt TechRadar er bilunin ekki bundin við ákveðin svæði og hafa tilkynningar borist úr öllum heimshornum.
Uppfært klukkan 21:44: Miðlar Facebook eru nú komin í lag. Engin skýring hefur verið gefin á biluninni enn sem komið er.