AGF hafði undanfarið leitað að nýjum yfirmanni knattspyrnumála eftir að Peter Christiansen skipti frá AGF til FCK.
Fyrst um sinn hafði liðið ráðið Hans Jørgen Haysen en vegna eftirmála kom hann ekki til starfa og nú er Bjørnebye mættur.
Bjørnebye var yfirmaður knattspyrnumála hjá Rosenborg á árunum 2015 til 2019 þar sem liðið vann tvennuna tvö ár í röð.
Hann hefur einnig verið aðalþjálfari Start sem og aðstoðarþjálfari norska landsliðsins en hann er þaulreyndur norskur landsliðsmaður.
Hann lék með Liverpool á árunum 1992 til 2000 og einnig með liðum á borð við Blackburn, Rosenborg og Brøndby.
Et varmt velkommen til Stig Inge Bjørnebye, der er ny sportschef i AGF ⚽️🤝⬇️ #ksdh #sldk https://t.co/zZfNGZv7sk
— AGF (@AGFFodbold) April 14, 2021