Vinir eignast barn saman og var þeim ráðlagt að reyna sjálf með lítilli sprautu Stefán Árni Pálsson skrifar 15. apríl 2021 10:31 Þórdís og Sigurjón hafa aldrei verið neitt annað en vinir en ætla nú að eignast barn saman. Vinirnir Þórdís Imsland og Sigurjón Örn Böðvarsson tóku þá ákvörðun fyrir tveimur árum að eignast barn saman. Þau eru og hafa ekki verið í ástarsambandi, eru eingöngu góðir vinir og þau höfðu bæði dreymt um að eignast barn. Þau segja að fjölskyldur séu alls konar og þau hafi tekið ákvörðun um að mynda sína eigin fjölskyldu, Eva Laufey hitti þau nú á dögunum og fékk að heyra hvernig þessi hugmynd kom upp. „Hugmyndin kom upp þegar ég var með sameiginlegum vinkonum okkar úti að tana og við vorum að tala um börn og ég var að tala um hvað mig langaði að verða mamma. Maður er alltaf að bíða eftir draumaprinsinum og ég einhvern veginn nennti því ekki. Þær sögðu þá, af hverju áttu ekki bara barn með Sigurjóni? Ég hugsaði þá, ég ætla bara að tékka á honum og athuga hvort þetta sé ekki eitthvað fyrir okkur,“ segir Þórdís. „Mig hefur alltaf langað til að eignast börn og svo þegar Þórdís kom með þessa frábæru hugmynd var ekki aftur snúið,“ segir Sigurjón en þau hafa aldrei verið neitt annað en vinir. „Við byrjuðum á því að setja upp fundi þar sem við myndum bara ræða þessa hluti. Við vorum með Rósu vinkonu okkar sem er sameiginleg vinkona. Hún var hlutlaus og spurði okkur spjörunum úr,“ segir Þórdís en Rósa er einmitt að læra fjölskylduráðgjöf og fannst þetta spennandi viðfangsefni. Rósa spurði þau út í hluti eins og fyrirkomulag, trúmál og margt fleira. „Þetta var auðvitað svolítið stór spurning en ég fékk strax góða tilfinningu gangvart þessu. Við erum ótrúlega góðir vinir og ég treysti Þórdísi fullkomlega og fékk á tilfinninguna að við yrðum góð saman í þessu,“ segir Sigurjón. „Ég fann það mjög sterkt ef ég gæti valið besta pabba í heimi þá væri það Sigurjón og ég er ógeðslega montin af því,“ segir Þórdís. Þau leituðu til sérfræðinga til að fá upplýsingar hvernig best væri að ná fram getnaði og var þeim einfaldlega ráðlagt að reyna sjálf. Kalkúnasprautan algjör mýta „Það var mælt með að prófa að gera þetta sjálf til að byrja með,“ segir Sigurjón og bætir þá Þórdís við að þau hafi til að mynda google-að kalkúnasprautu til að nota. „Það er sem sagt mýta og það er ekki gott að nota kalkúnasprautuna,“ segir Sigurjón. „Það er bara best að nota svona litla sprautu sem maður kaupir í apóteki. Við bara fengum okkur rauðvín og höfðum það næs og gerðum þetta bara heima,“ segir Þórdís. „Við vorum svo heppin, og ótrúlegt að segja frá þessu, en þetta heppnaðist hjá okkur í fyrstu tilraun og við trúðum varla eigin augum þegar við kíktum á óléttuprófið,“ segir Sigurjón. Hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni þar sem margt annað kemur fram í tengslum við komandi barneign Þórdísar og Sigurjóns. Ísland í dag Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
Þau eru og hafa ekki verið í ástarsambandi, eru eingöngu góðir vinir og þau höfðu bæði dreymt um að eignast barn. Þau segja að fjölskyldur séu alls konar og þau hafi tekið ákvörðun um að mynda sína eigin fjölskyldu, Eva Laufey hitti þau nú á dögunum og fékk að heyra hvernig þessi hugmynd kom upp. „Hugmyndin kom upp þegar ég var með sameiginlegum vinkonum okkar úti að tana og við vorum að tala um börn og ég var að tala um hvað mig langaði að verða mamma. Maður er alltaf að bíða eftir draumaprinsinum og ég einhvern veginn nennti því ekki. Þær sögðu þá, af hverju áttu ekki bara barn með Sigurjóni? Ég hugsaði þá, ég ætla bara að tékka á honum og athuga hvort þetta sé ekki eitthvað fyrir okkur,“ segir Þórdís. „Mig hefur alltaf langað til að eignast börn og svo þegar Þórdís kom með þessa frábæru hugmynd var ekki aftur snúið,“ segir Sigurjón en þau hafa aldrei verið neitt annað en vinir. „Við byrjuðum á því að setja upp fundi þar sem við myndum bara ræða þessa hluti. Við vorum með Rósu vinkonu okkar sem er sameiginleg vinkona. Hún var hlutlaus og spurði okkur spjörunum úr,“ segir Þórdís en Rósa er einmitt að læra fjölskylduráðgjöf og fannst þetta spennandi viðfangsefni. Rósa spurði þau út í hluti eins og fyrirkomulag, trúmál og margt fleira. „Þetta var auðvitað svolítið stór spurning en ég fékk strax góða tilfinningu gangvart þessu. Við erum ótrúlega góðir vinir og ég treysti Þórdísi fullkomlega og fékk á tilfinninguna að við yrðum góð saman í þessu,“ segir Sigurjón. „Ég fann það mjög sterkt ef ég gæti valið besta pabba í heimi þá væri það Sigurjón og ég er ógeðslega montin af því,“ segir Þórdís. Þau leituðu til sérfræðinga til að fá upplýsingar hvernig best væri að ná fram getnaði og var þeim einfaldlega ráðlagt að reyna sjálf. Kalkúnasprautan algjör mýta „Það var mælt með að prófa að gera þetta sjálf til að byrja með,“ segir Sigurjón og bætir þá Þórdís við að þau hafi til að mynda google-að kalkúnasprautu til að nota. „Það er sem sagt mýta og það er ekki gott að nota kalkúnasprautuna,“ segir Sigurjón. „Það er bara best að nota svona litla sprautu sem maður kaupir í apóteki. Við bara fengum okkur rauðvín og höfðum það næs og gerðum þetta bara heima,“ segir Þórdís. „Við vorum svo heppin, og ótrúlegt að segja frá þessu, en þetta heppnaðist hjá okkur í fyrstu tilraun og við trúðum varla eigin augum þegar við kíktum á óléttuprófið,“ segir Sigurjón. Hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni þar sem margt annað kemur fram í tengslum við komandi barneign Þórdísar og Sigurjóns.
Ísland í dag Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira