Lögreglumaðurinn ber ekki vitni um dauða Floyd Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2021 15:21 Derek Chauvin (t.h.) með lögmanni sínum Eric Nelson í réttarsal í gær. Chauvin hefur aldrei rætt dauða George Floyd opinberlega. Vísir/AP Málsvörn Dereks Chauvin, fyrrverandi lögreglumannsins sem er ákærður fyrir að valda dauða Georges Floyd í Minneapolis í fyrra, lauk í dag án þess að hann bæri sjálfur vitni. Hann ákvað að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn til þess að bendla sjálfan sig ekki við glæp með því að bera vitni. Chauvin er ákærður fyrir manndráp en hann hvíldi hné sitt á hálsi Floyd í meira en níu mínútur með þeim afleiðingum að hann lést í maí í fyrra. Dauði Floyd, sem var blökkumaður, varð kveikjan að mikilli mótmælaöldu gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju sem gekk yfir Bandaríkin og fleiri lönd í fyrra. Verjendur Chauvin luku máli sínu í dag eftir að hafa kallað til vitni í tvo daga. Ákæruvaldið tók tvær vikur í að leggja fram mál sitt á hendur fyrrverandi lögreglumanninum. Vörn Chauvin fólst meðal annars í því að hann hafi borið sig að í samræmi við þjálfun og að Floyd hafi látið lífið vegna neyslu á ólöglegum efnum og undirliggjandi sjúkdóma. Sérfræðingar sem saksóknarar kvöddu til vitnis sögðu aftur á móti að Floyd hefði látið lífið vegna súrefnisskorts þegar Chauvin þrengdi að hálsi hans. AP-fréttastofan segir að Chauvin hafi tjáð dómaranum að hann hefði valið bera fyrir sig fimmta viðaukann við stjórnarskrá Bandaríkjanna og neita að bera vitni. Lokamálflutningsræður í málinu eiga að fara fram á mánudag áður en kviðdómendur ráða ráðum sínum um örlög Chauvin. Mikil spenna ríkir í Minnesota-ríki vegna máls Chauvin. Ekki bætti úr skák þegar lögreglukona skaut svartan ökumann til bana í ríkinu á sunnudag. Talið er að lögreglukonan hafi ætlað að skjóta hann með rafbyssu en hleypt af skammbyssu sinni fyrir mistök. Drápið varð kveikjan að enn frekari mótmælum gegn lögregluofbeldi. Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Áfram mótmælt á götum Minneapolis Áfram var mótmælt á götum Brooklyn Center, úthverfi Minneapolis í Minnesota, í nótt eftir að hinn tvítugi Daunte Wright var skotinn til bana af lögreglunni á sunnudag. Að minnsta kosti sextíu mótmælendur voru handteknir í mótmælum næturinnar. 14. apríl 2021 07:26 Lögreglustjórinn segir af sér í kjölfar drápsins á Daunte Wright Lögreglustjórinn í borginni Brooklyn Center í Minnesota-ríki, Tim Gannon, hefur sagt upp störfum. Lögreglan í borginni hefur verið harðlega gagnrýnd eftir að lögreglukona skaut svartan ökumann, Daunte Wright, til bana. 13. apríl 2021 20:05 Sérfræðimat útilokar fíkniefnanotkun sem dánarorsök Dánarorsök George Floyd var súrefnisskortur en ekki fíkniefnanotkun eða undirliggjandi hjartakvillar. Þetta er niðurstaða sérfræðiálits Dr. Martin Tobin, lungna- og gjörgæslulæknis sem bar vitni í réttarhöldum gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin í dag. 8. apríl 2021 19:53 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Chauvin er ákærður fyrir manndráp en hann hvíldi hné sitt á hálsi Floyd í meira en níu mínútur með þeim afleiðingum að hann lést í maí í fyrra. Dauði Floyd, sem var blökkumaður, varð kveikjan að mikilli mótmælaöldu gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju sem gekk yfir Bandaríkin og fleiri lönd í fyrra. Verjendur Chauvin luku máli sínu í dag eftir að hafa kallað til vitni í tvo daga. Ákæruvaldið tók tvær vikur í að leggja fram mál sitt á hendur fyrrverandi lögreglumanninum. Vörn Chauvin fólst meðal annars í því að hann hafi borið sig að í samræmi við þjálfun og að Floyd hafi látið lífið vegna neyslu á ólöglegum efnum og undirliggjandi sjúkdóma. Sérfræðingar sem saksóknarar kvöddu til vitnis sögðu aftur á móti að Floyd hefði látið lífið vegna súrefnisskorts þegar Chauvin þrengdi að hálsi hans. AP-fréttastofan segir að Chauvin hafi tjáð dómaranum að hann hefði valið bera fyrir sig fimmta viðaukann við stjórnarskrá Bandaríkjanna og neita að bera vitni. Lokamálflutningsræður í málinu eiga að fara fram á mánudag áður en kviðdómendur ráða ráðum sínum um örlög Chauvin. Mikil spenna ríkir í Minnesota-ríki vegna máls Chauvin. Ekki bætti úr skák þegar lögreglukona skaut svartan ökumann til bana í ríkinu á sunnudag. Talið er að lögreglukonan hafi ætlað að skjóta hann með rafbyssu en hleypt af skammbyssu sinni fyrir mistök. Drápið varð kveikjan að enn frekari mótmælum gegn lögregluofbeldi.
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Áfram mótmælt á götum Minneapolis Áfram var mótmælt á götum Brooklyn Center, úthverfi Minneapolis í Minnesota, í nótt eftir að hinn tvítugi Daunte Wright var skotinn til bana af lögreglunni á sunnudag. Að minnsta kosti sextíu mótmælendur voru handteknir í mótmælum næturinnar. 14. apríl 2021 07:26 Lögreglustjórinn segir af sér í kjölfar drápsins á Daunte Wright Lögreglustjórinn í borginni Brooklyn Center í Minnesota-ríki, Tim Gannon, hefur sagt upp störfum. Lögreglan í borginni hefur verið harðlega gagnrýnd eftir að lögreglukona skaut svartan ökumann, Daunte Wright, til bana. 13. apríl 2021 20:05 Sérfræðimat útilokar fíkniefnanotkun sem dánarorsök Dánarorsök George Floyd var súrefnisskortur en ekki fíkniefnanotkun eða undirliggjandi hjartakvillar. Þetta er niðurstaða sérfræðiálits Dr. Martin Tobin, lungna- og gjörgæslulæknis sem bar vitni í réttarhöldum gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin í dag. 8. apríl 2021 19:53 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Áfram mótmælt á götum Minneapolis Áfram var mótmælt á götum Brooklyn Center, úthverfi Minneapolis í Minnesota, í nótt eftir að hinn tvítugi Daunte Wright var skotinn til bana af lögreglunni á sunnudag. Að minnsta kosti sextíu mótmælendur voru handteknir í mótmælum næturinnar. 14. apríl 2021 07:26
Lögreglustjórinn segir af sér í kjölfar drápsins á Daunte Wright Lögreglustjórinn í borginni Brooklyn Center í Minnesota-ríki, Tim Gannon, hefur sagt upp störfum. Lögreglan í borginni hefur verið harðlega gagnrýnd eftir að lögreglukona skaut svartan ökumann, Daunte Wright, til bana. 13. apríl 2021 20:05
Sérfræðimat útilokar fíkniefnanotkun sem dánarorsök Dánarorsök George Floyd var súrefnisskortur en ekki fíkniefnanotkun eða undirliggjandi hjartakvillar. Þetta er niðurstaða sérfræðiálits Dr. Martin Tobin, lungna- og gjörgæslulæknis sem bar vitni í réttarhöldum gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin í dag. 8. apríl 2021 19:53