Þyrlan á Mars: Fyrsta tilraunaflugferðin í morgun Kjartan Kjartansson skrifar 19. apríl 2021 09:26 Perseverance slakaði Ingenuity niður á litlum „flugvelli“ á yfirborði Mars 30. mars. Fyrsta tilraunaflugferð vængjunnar var á dagskrá í morgun. NASA/JPL-Caltech/MSSS Þyrilvængjan Ingenuity átti að reyna að fljúga í fyrsta skipti á reikistjörnunni Mars nú í morgun. Búist er við að upplýsingar um hvernig til tókst berist til jarðar nú fyrir hádegið. Hægt verður að fylgjast með því í beinni útsendingu á Vísi. Tilraunaflugferðin átti að hefjast klukkan 7:30 að íslenskum tíma í morgun. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA ætlar að streyma fyrstu myndunum og niðurstöðum flugferðarinnar í beinni útsendingu klukkan 10:15. Hægt er að horfa á útsendinguna í spilaranum hér fyrir neðan. Ætlunin var að láta Ingenuity svífa upp í þriggja metra hæð í fjörutíu sekúndur. Perseverance könnunarjeppinn sem flutti Ingenuity með sér til Mars fylgist með tilraunaflugferðinni með myndavélum sínum í um hundrað metra fjarlægð. Fyrstu myndirnar sem berast eiga að vera úr svarthvítri myndavél á kviði Ingenuity. Space.com segir að myndir frá Perseverance og annarri myndavél Ingenuity verði líklega birtar síðar. Þetta er í fyrsta skipti sem menn reyna að fljúga farartæki undir eigin afli á öðrum hnetti. Engin vísindatæki eru um borð í Ingenuity en vængjunni er aðeins ætlað að láta reyna á aðstæður til flugs. Upphaflega stóð til að reyna fyrsta tilraunaflugferðina fyrr í þessum mánuði en því var frestað eftir að hnökrar komu upp þegar mótor vængjunnar var prófaður. Þurftu verkfræðingar leiðangursins að uppfæra hugbúnað Ingenuity í framhaldinu. Mars Geimurinn Vísindi Tækni Tengdar fréttir Stefna á þyrluflug á Mars á morgun Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna stefna á að fljúga litlu þyrlunni Ingenuity á Mars á morgun (mánudag). Tilraunafluginu hafði verið frestað fyrr á mánuðinum vegna tæknilegra vandræða sem komu upp. 18. apríl 2021 14:01 Fyrstu þyrluflugferðinni seinkar vegna hugbúnaðaruppfærslu Ný dagsetning fyrir fyrstu flugferð þyrilvængjunnar Ingenuity á reikistjörnunni Mars verður ákveðin í næstu viku ef allt gengur að óskum. Ferðinni var frestað eftir að hnökrar komu fram við undirbúning fyrir helgi og þurfa verkfræðingar að uppfæra flugstjórnarhugbúnað vængjunnar. 14. apríl 2021 09:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Tilraunaflugferðin átti að hefjast klukkan 7:30 að íslenskum tíma í morgun. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA ætlar að streyma fyrstu myndunum og niðurstöðum flugferðarinnar í beinni útsendingu klukkan 10:15. Hægt er að horfa á útsendinguna í spilaranum hér fyrir neðan. Ætlunin var að láta Ingenuity svífa upp í þriggja metra hæð í fjörutíu sekúndur. Perseverance könnunarjeppinn sem flutti Ingenuity með sér til Mars fylgist með tilraunaflugferðinni með myndavélum sínum í um hundrað metra fjarlægð. Fyrstu myndirnar sem berast eiga að vera úr svarthvítri myndavél á kviði Ingenuity. Space.com segir að myndir frá Perseverance og annarri myndavél Ingenuity verði líklega birtar síðar. Þetta er í fyrsta skipti sem menn reyna að fljúga farartæki undir eigin afli á öðrum hnetti. Engin vísindatæki eru um borð í Ingenuity en vængjunni er aðeins ætlað að láta reyna á aðstæður til flugs. Upphaflega stóð til að reyna fyrsta tilraunaflugferðina fyrr í þessum mánuði en því var frestað eftir að hnökrar komu upp þegar mótor vængjunnar var prófaður. Þurftu verkfræðingar leiðangursins að uppfæra hugbúnað Ingenuity í framhaldinu.
Mars Geimurinn Vísindi Tækni Tengdar fréttir Stefna á þyrluflug á Mars á morgun Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna stefna á að fljúga litlu þyrlunni Ingenuity á Mars á morgun (mánudag). Tilraunafluginu hafði verið frestað fyrr á mánuðinum vegna tæknilegra vandræða sem komu upp. 18. apríl 2021 14:01 Fyrstu þyrluflugferðinni seinkar vegna hugbúnaðaruppfærslu Ný dagsetning fyrir fyrstu flugferð þyrilvængjunnar Ingenuity á reikistjörnunni Mars verður ákveðin í næstu viku ef allt gengur að óskum. Ferðinni var frestað eftir að hnökrar komu fram við undirbúning fyrir helgi og þurfa verkfræðingar að uppfæra flugstjórnarhugbúnað vængjunnar. 14. apríl 2021 09:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Stefna á þyrluflug á Mars á morgun Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna stefna á að fljúga litlu þyrlunni Ingenuity á Mars á morgun (mánudag). Tilraunafluginu hafði verið frestað fyrr á mánuðinum vegna tæknilegra vandræða sem komu upp. 18. apríl 2021 14:01
Fyrstu þyrluflugferðinni seinkar vegna hugbúnaðaruppfærslu Ný dagsetning fyrir fyrstu flugferð þyrilvængjunnar Ingenuity á reikistjörnunni Mars verður ákveðin í næstu viku ef allt gengur að óskum. Ferðinni var frestað eftir að hnökrar komu fram við undirbúning fyrir helgi og þurfa verkfræðingar að uppfæra flugstjórnarhugbúnað vængjunnar. 14. apríl 2021 09:30