Ætlaði að vera áfram hjá Barcelona áður en Álaborg kom inn í myndina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2021 22:00 FC Barcelona v HC Motor Zaporozhy - EHF Champions League BARCELONA, SPAIN - MARCH 03: (BILD ZEITUNG OUT) Aron Palmarsson of FC Barcelona, Dmytro Horiha of HC Motor Zaporozhye and Eduard Kravchenko of HC Motor Zaporozhye battle for the ball during the EHF Champions League match between FC Barcelona and HC Motor Zaporozhy on March 3, 2021 in Barcelona, Spain. (Photo by Xavi Urgeles/DeFodi Images via Getty Images) Aron Pálmarsson segir að hann hafi ætlað að vera allavega eitt ár í viðbót hjá Barcelona áður en Álaborg kom inn í myndina. Álaborg greindi frá því í morgun að Aron hefði skrifað undir þriggja ára samning við félagið. Þar á bæ er metnaðurinn mikill og nýtt ofurlið í smíðum. Mikkel Hansen hefur meðal annars samið við Álaborg og í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason sagði Aron að það hefði haft áhrif á ákvörðun sína að fara til danska félagsins. Aron hefur leikið með Barcelona síðan 2017 og segir að félagið hafi reynt að halda sér, þrátt fyrir erfiða fjárhagsstöðu. „Þeir gerðu það svosem. Það var komin upp staða að framlengja við mig um ár. Það er kannski svolítið löng saga með allar þær samningaviðræður. Fyrstu viðræður hófust rétt fyrir covid en svo var þeim frestað út af því og ástandinu hjá félaginu sem flestir vita hvernig er,“ sagði Aron. „Svo var þannig séð búið að semja um að ég yrði allavega ár í viðbót og svo kæmi kannski lengri samningur seinna. Ég hélt öllu frá mér fram að því þegar Álaborg hafði samband.“ Allt frábært hér Aron segir að ekkert fararsnið hafi verið á sér fyrr en Álaborg sýndi honum áhuga. „Ég hafði kannski ekki mikinn áhuga á að fara eitthvað annað enda allt frábært hér og stórkostlegt félag en þegar Álaborg hafði samband og sagði mér frá sínum framtíðaráætlunum heillaðist ég mjög mikið að því og ákvað að fara í málið og skoða hvað hægt væri að gera þar. Metnaðurinn þarna er gríðarlegur og samningaviðræðurnar tóku ekki langan tíma,“ sagði Aron. Ætlar að vinna þann stóra Hann viðurkennir að það verði erfitt að yfirgefa Barcelona þar sem hann hefur átt afar góðu gengi að fagna. Hann vill kveðja félagið með því að vinna Meistaradeildina með því. „Að sjálfsögðu er það þannig. Það eru tvær hliðar á þessu, það er bisnesshliðin og svo er maður með þessum strákum og öllum í kringum félagið nánast daglega allan ársins hring. Ég er að fara frá gríðarlega sterku liði. Við höfum spilað frábæra handbolta síðustu ár en eigum reyndar eftir að klára þann stóra og það er það eina sem maður horfir á þetta tímabil að klára það í júní,“ sagði Aron. Danski handboltinn Spænski handboltinn Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti Fleiri fréttir Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Sjá meira
Álaborg greindi frá því í morgun að Aron hefði skrifað undir þriggja ára samning við félagið. Þar á bæ er metnaðurinn mikill og nýtt ofurlið í smíðum. Mikkel Hansen hefur meðal annars samið við Álaborg og í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason sagði Aron að það hefði haft áhrif á ákvörðun sína að fara til danska félagsins. Aron hefur leikið með Barcelona síðan 2017 og segir að félagið hafi reynt að halda sér, þrátt fyrir erfiða fjárhagsstöðu. „Þeir gerðu það svosem. Það var komin upp staða að framlengja við mig um ár. Það er kannski svolítið löng saga með allar þær samningaviðræður. Fyrstu viðræður hófust rétt fyrir covid en svo var þeim frestað út af því og ástandinu hjá félaginu sem flestir vita hvernig er,“ sagði Aron. „Svo var þannig séð búið að semja um að ég yrði allavega ár í viðbót og svo kæmi kannski lengri samningur seinna. Ég hélt öllu frá mér fram að því þegar Álaborg hafði samband.“ Allt frábært hér Aron segir að ekkert fararsnið hafi verið á sér fyrr en Álaborg sýndi honum áhuga. „Ég hafði kannski ekki mikinn áhuga á að fara eitthvað annað enda allt frábært hér og stórkostlegt félag en þegar Álaborg hafði samband og sagði mér frá sínum framtíðaráætlunum heillaðist ég mjög mikið að því og ákvað að fara í málið og skoða hvað hægt væri að gera þar. Metnaðurinn þarna er gríðarlegur og samningaviðræðurnar tóku ekki langan tíma,“ sagði Aron. Ætlar að vinna þann stóra Hann viðurkennir að það verði erfitt að yfirgefa Barcelona þar sem hann hefur átt afar góðu gengi að fagna. Hann vill kveðja félagið með því að vinna Meistaradeildina með því. „Að sjálfsögðu er það þannig. Það eru tvær hliðar á þessu, það er bisnesshliðin og svo er maður með þessum strákum og öllum í kringum félagið nánast daglega allan ársins hring. Ég er að fara frá gríðarlega sterku liði. Við höfum spilað frábæra handbolta síðustu ár en eigum reyndar eftir að klára þann stóra og það er það eina sem maður horfir á þetta tímabil að klára það í júní,“ sagði Aron.
Danski handboltinn Spænski handboltinn Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti Fleiri fréttir Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Sjá meira