Án þess að segja hvort honum þætti að sýkna ætti Chauvin eða dæma hann sekan, sagðist Biden vonast til þess að úrskurðinn yrði „réttur“. Hann sagði sönnunargögnin fyrir þeim rétta dómi vera yfirþyrmandi.
Miðað við samhengi orða forsetans má gera ráð fyrir því að honum finnist rétt að sakfella Chauvin.
Dómarinn í málinu hefur hvatt stjórnmálamenn til að tjá sig ekki um málið svo þeir hafi ekki áhrif á kviðdómendur.
Biden ítrekaði að ástæðan fyrir því að hann tjáði sig væri að búið væri að einangra kviðdómendur í málinu gegn Chauvin en réttarhöldunum lauk í gær (mánudag).
Biden sagði sömuleiðis að fjölskylda Floyd vonaðist eftir ró, sama hver úrskurðurinn yrði.
After phone call with George Floyd's family, President Biden says he is "praying the verdict is the right verdict," adding that he is only speaking out because the jury is sequestered. https://t.co/zstpyxCqRk pic.twitter.com/RcrACo79DU
— NBC News (@NBCNews) April 20, 2021
Chauvin var ákærður fyrir morð, af annarri og þriðju gráðu, og sömuleiðis fyrir manndráp af gáleysi. Honum er gert að hafa myrt Floyd með því að halda honum niðri og halda hné sínu á hálsi Floyd í tæpar tíu mínútur, þar til hann dó.
Ráðamenn í Minneapolis óttast óeirðir eftir að dómur verður kveðinn upp, sama hver niðurstaðan verður en þó sérstaklega ef Chauvin verði fundinn saklaus. Sömuleiðis verði hann fundinn sekur fyrir manndráp af gáleysi.
Lögregla og þjóðvarðliðar eru með gífurlegan viðbúnað í Minneapolis, þar sem réttarhöldin fóru fram og bíða íbúar borgarinnar á nálum eftir niðurstöðu. Í samtali við AP fréttaveituna segja íbúar að borgin virðist vera hernumin en þungvopnaða hermenn, vegatálma og fleira má finna víðsvegar um borgina.