Með mikla áverka eftir handtöku í Hafnarfirði Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2021 19:38 Maðurinn hlaut meðal annars hruflsár á höfði og stóran skurð á hnakka. Niðurstaða héraðssaksóknara í máli lögreglumanns, sem var til rannsóknar vegna meints ofbeldis við handtöku, verður kærð til ríkissaksóknara. Gögn málsins sýna mikla áverka á hinum handtekna. Lögmanni hans blöskrar niðurstaða héraðssaksóknara. Lögreglumanninum var vikið tímabundið frá störfum vegna handtökunnar í Hafnarfirði í nóvember í fyrra. Héraðssaksóknari hóf þá rannsókn á meintu ofbeldi lögreglumannsins við handtökuna. Málið var fellt niður í síðustu viku þar sem sakfelling þótti ekki líkleg. Lögreglumaðurinn mætti aftur til starfa í byrjun þessarar viku. Sprautaði varnarúða á manninn inni í bílnum Fréttastofa hefur tilkynningu héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins undir höndum en samkvæmt henni virðist rannsókn á málinu hafa verið mjög ítarleg. Samskipti mannsins og lögreglumannanna eru rakin í smáatriðum og meðal annars byggt á búkmyndavélum lögreglu. Hér sést mikill skurður á höfði mannsins eftir handtökuna. Fram kemur í tilkynningunni að maðurinn hafi verið stöðvaður af lögreglu vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Einnig hafi verið grunur um að hann væri Covid-smitaður. Á meðan maðurinn beið í bíl sínum eftir sérstakri Covid-bifreið hafi hann tekið af sér grímu til að kveikja í sígarettu en hvorki fylgt fyrirmælum lögreglu um að setja grímuna aftur á sig né slökkva í sígarettunni. Eftir það hafi lögreglumaðurinn sprautað á hann varnarúða og skipað honum að fara út úr bílnum. Lögreglumaðurinn hafi svo slegið manninn með kylfu þar sem hann sat í bílnum. Maðurinn hafi þá komið ógnandi út úr bílnum og kýlt lögreglumanninn. Eftir það hafi komið til stympinga milli mannsins og lögreglu, sem hafi endað með því að lögreglumaðurinn hafi slegið manninn í höfuð og nokkrum sinnum í búk. Loks hafi lögreglumaðurinn lokað kylfu sinni með því að ýta enda hennar í bak mannsins þar sem hann lá í jörðinni. Myndbandsupptökur sýni blóðpoll í götunni við höfuð mannsins. Úr tilkynningu héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins.Stöð 2/Ragnar Talið í lagi að beita kylfunni Meðal málsgagna eru upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna og ljósmyndir af áverkum mannsins. Þar kemur fram að hann hafi verið með sár á höfði, andliti, hnakka og víðar. Réttarmeinafræðingur taldi að hluti áverkanna gæti verið eftir högg með „hörðu aflöngu áhaldi.“ Í niðurstöðu héraðssaksóknara er sagður vafi á því hvort lögreglumaðurinn hafi mátt nota kylfuna þegar maðurinn var inni í bílnum. Notkun kylfunnar er þó metin í lagi, þar sem maðurinn hafi ítrekað hundsað fyrirmæli og aðstæður erfiðar. Þá segir að af upptökum sé ekki hægt að sjá að lögreglumaðurinn hafi slegið manninn í höfuðið af ásetningi, enda atburðarásin hröð. Allt önnur sýn á atburðarásina Ólafur Valur Guðjónsson lögmaður mannsins segir að honum blöskri niðurstaða héraðssaksóknara og að hún sé ekki í samræmi við myndbandsupptökur af atburðarásinni. Í þeim komi skýrt fram að lögreglumaðurinn hafi slegið manninn í höfuðið með kylfunni af ásetningi. Niðurstaðan verði kærð til ríkissaksóknara. „Þetta kom okkur verulega á óvart. Maður er með allt aðra sýn á atburðarásina en héraðssaksóknari eftir að hafa séð upptökurnar. Manni finnst þessu rangt lýst í bréfi héraðssaksóknara. Þetta snýst fyrst og fremst um höfuðhöggið, það er engan veginn þannig að það hafi verið veitt í sjálfsvörn,“ segir Ólafur. Lögreglan Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Mál á hendur lögreglumanni um meint ofbeldi við handtöku fellt niður Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál á hendur lögreglumanni sem var til rannsóknar vegna meints ofbeldis við handtöku í Hafnarfirði í nóvember. Lögreglumaðurinn hefur snúið aftur til starfa eftir að hafa verið sendur í leyfi vegna málsins. 22. apríl 2021 12:01 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Sjá meira
Lögreglumanninum var vikið tímabundið frá störfum vegna handtökunnar í Hafnarfirði í nóvember í fyrra. Héraðssaksóknari hóf þá rannsókn á meintu ofbeldi lögreglumannsins við handtökuna. Málið var fellt niður í síðustu viku þar sem sakfelling þótti ekki líkleg. Lögreglumaðurinn mætti aftur til starfa í byrjun þessarar viku. Sprautaði varnarúða á manninn inni í bílnum Fréttastofa hefur tilkynningu héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins undir höndum en samkvæmt henni virðist rannsókn á málinu hafa verið mjög ítarleg. Samskipti mannsins og lögreglumannanna eru rakin í smáatriðum og meðal annars byggt á búkmyndavélum lögreglu. Hér sést mikill skurður á höfði mannsins eftir handtökuna. Fram kemur í tilkynningunni að maðurinn hafi verið stöðvaður af lögreglu vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Einnig hafi verið grunur um að hann væri Covid-smitaður. Á meðan maðurinn beið í bíl sínum eftir sérstakri Covid-bifreið hafi hann tekið af sér grímu til að kveikja í sígarettu en hvorki fylgt fyrirmælum lögreglu um að setja grímuna aftur á sig né slökkva í sígarettunni. Eftir það hafi lögreglumaðurinn sprautað á hann varnarúða og skipað honum að fara út úr bílnum. Lögreglumaðurinn hafi svo slegið manninn með kylfu þar sem hann sat í bílnum. Maðurinn hafi þá komið ógnandi út úr bílnum og kýlt lögreglumanninn. Eftir það hafi komið til stympinga milli mannsins og lögreglu, sem hafi endað með því að lögreglumaðurinn hafi slegið manninn í höfuð og nokkrum sinnum í búk. Loks hafi lögreglumaðurinn lokað kylfu sinni með því að ýta enda hennar í bak mannsins þar sem hann lá í jörðinni. Myndbandsupptökur sýni blóðpoll í götunni við höfuð mannsins. Úr tilkynningu héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins.Stöð 2/Ragnar Talið í lagi að beita kylfunni Meðal málsgagna eru upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna og ljósmyndir af áverkum mannsins. Þar kemur fram að hann hafi verið með sár á höfði, andliti, hnakka og víðar. Réttarmeinafræðingur taldi að hluti áverkanna gæti verið eftir högg með „hörðu aflöngu áhaldi.“ Í niðurstöðu héraðssaksóknara er sagður vafi á því hvort lögreglumaðurinn hafi mátt nota kylfuna þegar maðurinn var inni í bílnum. Notkun kylfunnar er þó metin í lagi, þar sem maðurinn hafi ítrekað hundsað fyrirmæli og aðstæður erfiðar. Þá segir að af upptökum sé ekki hægt að sjá að lögreglumaðurinn hafi slegið manninn í höfuðið af ásetningi, enda atburðarásin hröð. Allt önnur sýn á atburðarásina Ólafur Valur Guðjónsson lögmaður mannsins segir að honum blöskri niðurstaða héraðssaksóknara og að hún sé ekki í samræmi við myndbandsupptökur af atburðarásinni. Í þeim komi skýrt fram að lögreglumaðurinn hafi slegið manninn í höfuðið með kylfunni af ásetningi. Niðurstaðan verði kærð til ríkissaksóknara. „Þetta kom okkur verulega á óvart. Maður er með allt aðra sýn á atburðarásina en héraðssaksóknari eftir að hafa séð upptökurnar. Manni finnst þessu rangt lýst í bréfi héraðssaksóknara. Þetta snýst fyrst og fremst um höfuðhöggið, það er engan veginn þannig að það hafi verið veitt í sjálfsvörn,“ segir Ólafur.
Lögreglan Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Mál á hendur lögreglumanni um meint ofbeldi við handtöku fellt niður Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál á hendur lögreglumanni sem var til rannsóknar vegna meints ofbeldis við handtöku í Hafnarfirði í nóvember. Lögreglumaðurinn hefur snúið aftur til starfa eftir að hafa verið sendur í leyfi vegna málsins. 22. apríl 2021 12:01 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Sjá meira
Mál á hendur lögreglumanni um meint ofbeldi við handtöku fellt niður Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál á hendur lögreglumanni sem var til rannsóknar vegna meints ofbeldis við handtöku í Hafnarfirði í nóvember. Lögreglumaðurinn hefur snúið aftur til starfa eftir að hafa verið sendur í leyfi vegna málsins. 22. apríl 2021 12:01