Skærir litir og aflitun er mjög vinsæl hjá körlum og strákum. Nú er stutt í útskriftir ýmiskonar og Vala Matt fór í leiðangur til þess að kynna sér hártískuna og fékk í leiðinni kennslu í því hvernig hægt er að nota Glamista hártöglin sjálfur til þess að verða síðhærður á örfáum mínútum.
Einnig fékk hún að sjá ótrúlega háraliti sem eru í tísku eins og eiturgrænan og bleikan. Taka skal fram að innslagið var tekið upp áður en Billie Eilish skipti úr græna hára litnum yfir í ljósan.