Viðar Örn er atvinnumaður í knattspyrnu og leikur með Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni og hefur einnig leikið með íslenska landsliðinu í knattspyrnu.
Viðar Örn staðfestir þetta í samtali við VG en tekur það fram að annars vilji hann ekki tjá sig nánar um einkalíf sitt.
Viðar hefur verið í sambandi með Thelmu Rán Óttarsdóttur og eiga þau saman fimm ára dreng, hann Henning.
Í samtali við VG segir Viðar að vandamál í einkalífinu hafi truflað hann á vellinum að undanförnu og að hann hafi ekki farið nægilega vel af stað í norsku deildinni.