Draugagangur í Pepsi Max deild kvenna: Dómaraskandalar alltof áberandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2021 13:01 Þessi bolti fór ekki inn fyrir marklínuna að mati dómara í leik Breiðabliks og Þór/KA Skjámynd/S2 Sport Pepsi Max mörk kvenna voru tilneyddar til að ræða dómgæsluna í deildinni í síðasta þætti. Það var farið yfir draugamörk, draugavíti og gagnrýni þjálfara á dómgæslu. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir skoraði mark fyrir Breiðablik á móti Þór/KA en það mark mun aldrei koma fram í tölfræðinni hennar þar sem hvorki dómarinn Sigurður Óli Þórleifsson né aðstoðardómarinn Eydís Ragna Einarsdóttir sáu boltann fara yfir línuna. „Þessi bolti var aldrei inni. Einmitt,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Pepsi Max markanna. Þegar skot Þórdísar var skoðað á myndbandsupptöku þá kom í ljós að boltinn var greinilega inni. „Það er pínu leiðinlegt að þurfa að sitja hérna eftir umferðir og ræða svona atvik,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Pepsi Max mörkunum. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Dómaraskandalar í deildinni „Á sjónarhorninu sem við erum með þá sést að þetta er greinilega mark. Hvernig var hægt að sjá það að svo var ekki og hvar var línuvörðurinn staðsettur ef hann sá ekki að þetta var ekki mark,“ sagði Helena. „Getum við ekki séð það,“ skaut Katrín Ómarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanana, inn í og Helena svaraði strax. „Hann var reyndar ekki í mynd. Þetta er það undarlegasta sem ég hef séð í langan tíma. Við erum að spila á gervigrasi og það þyrlast upp gúmmítuðrurnar. Sem betur fer var þétta gervigras því þá sjáum við þetta,“ sagði Helena. „Ég hef verið línuvörður í leik og það er mjög auðvelt starf,“ sagði Katrín sposk en hinn sérfræðingur þáttarins var ekki sammála. „Ég hef líka verið aðstoðardómari í leik og mér fannst það ekki auðvelt,“ sagði Mist. „Ég veit ekki hvernig þessir dómarar eru að undirbúa sig fyrir leiki því þetta er eins og þú ert að fara að keppa. Þú þarft að vera tilbúinn í hausnum og búinn að borða vel. Ég veit ekki hvernig þetta er hjá dómarastéttinni,“ sagði Katrín. Pepsi Max mörkin ræddu einnig gagnrýni Nik Anthony Chamberlain, þjálfara Þróttaraliðsins, á dómgæslu í deildinni. Hann segir skammarlegt hvað stöðugleiki dómgæslunnar er lítill. „Það er ótrúlega leiðinlegt að vera í þessari umræðu en ég er ekkert búin að vera neitt sérstaklega hrifin af dómgæslunni almennt í sumar. Ég skil Nik alveg þarna. Þú ert með leikmann eins og Hólmfríði Magnúsdóttir, sem er algjör reynslubolti, sem fær einhver fjögur til fimm tiltöl í gær án þess að fá spjald. Svo kemur fyrirliði Þróttar, sem er aðeins minna þekkt stærð og fær spjald fyrir fyrsta brot sem var ekki gróft. Það er alls konar svona atriði í þessu,“ sagði Mist. „Við erum búnar að sjá tvær skandalaklippur nú þegar í þættinum og ég hugsa að við eigum eina góða eftir alla vega,“ sagði Mist. „Þetta er vandamál en kannski er ég búin að vera í þessu svo lengi að ég er orðin vön þessu,“ sagði Katrín. Það má finna alla umfjöllunina um dómaraskandala deildarinnar hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir skoraði mark fyrir Breiðablik á móti Þór/KA en það mark mun aldrei koma fram í tölfræðinni hennar þar sem hvorki dómarinn Sigurður Óli Þórleifsson né aðstoðardómarinn Eydís Ragna Einarsdóttir sáu boltann fara yfir línuna. „Þessi bolti var aldrei inni. Einmitt,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Pepsi Max markanna. Þegar skot Þórdísar var skoðað á myndbandsupptöku þá kom í ljós að boltinn var greinilega inni. „Það er pínu leiðinlegt að þurfa að sitja hérna eftir umferðir og ræða svona atvik,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Pepsi Max mörkunum. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Dómaraskandalar í deildinni „Á sjónarhorninu sem við erum með þá sést að þetta er greinilega mark. Hvernig var hægt að sjá það að svo var ekki og hvar var línuvörðurinn staðsettur ef hann sá ekki að þetta var ekki mark,“ sagði Helena. „Getum við ekki séð það,“ skaut Katrín Ómarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanana, inn í og Helena svaraði strax. „Hann var reyndar ekki í mynd. Þetta er það undarlegasta sem ég hef séð í langan tíma. Við erum að spila á gervigrasi og það þyrlast upp gúmmítuðrurnar. Sem betur fer var þétta gervigras því þá sjáum við þetta,“ sagði Helena. „Ég hef verið línuvörður í leik og það er mjög auðvelt starf,“ sagði Katrín sposk en hinn sérfræðingur þáttarins var ekki sammála. „Ég hef líka verið aðstoðardómari í leik og mér fannst það ekki auðvelt,“ sagði Mist. „Ég veit ekki hvernig þessir dómarar eru að undirbúa sig fyrir leiki því þetta er eins og þú ert að fara að keppa. Þú þarft að vera tilbúinn í hausnum og búinn að borða vel. Ég veit ekki hvernig þetta er hjá dómarastéttinni,“ sagði Katrín. Pepsi Max mörkin ræddu einnig gagnrýni Nik Anthony Chamberlain, þjálfara Þróttaraliðsins, á dómgæslu í deildinni. Hann segir skammarlegt hvað stöðugleiki dómgæslunnar er lítill. „Það er ótrúlega leiðinlegt að vera í þessari umræðu en ég er ekkert búin að vera neitt sérstaklega hrifin af dómgæslunni almennt í sumar. Ég skil Nik alveg þarna. Þú ert með leikmann eins og Hólmfríði Magnúsdóttir, sem er algjör reynslubolti, sem fær einhver fjögur til fimm tiltöl í gær án þess að fá spjald. Svo kemur fyrirliði Þróttar, sem er aðeins minna þekkt stærð og fær spjald fyrir fyrsta brot sem var ekki gróft. Það er alls konar svona atriði í þessu,“ sagði Mist. „Við erum búnar að sjá tvær skandalaklippur nú þegar í þættinum og ég hugsa að við eigum eina góða eftir alla vega,“ sagði Mist. „Þetta er vandamál en kannski er ég búin að vera í þessu svo lengi að ég er orðin vön þessu,“ sagði Katrín. Það má finna alla umfjöllunina um dómaraskandala deildarinnar hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti